Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 10.04.2004, Qupperneq 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 3 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 103 stk. Keypt & selt 29 stk. Þjónusta 52 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 19 stk. Tómstundir & ferðir 11 stk. Húsnæði 35 stk. Atvinna 13 stk. Tilkynningar 7 stk. Ekur um á fagurrauðum og sparneytnum bíl BLS. 2 Góðan dag! Í dag er laugardagur 10. apríl, 101. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.12 13.29 20.47 Akureyri 5.51 13.14 20.38 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Samkvæmt lögum eiga nagladekk að vera komin undan bílunum 15. apríl næstkom- andi, og liggja við því viðurlög ef ekki er búið að skipta um dekk á þeim tíma. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hefst eftirlit ekki af fullum krafti fyrr en í byrjun maí, þar sem allra veðra er von fram að því. Á dekkjaverkstæðum fengust þær upp- lýsingar að traffíkin væri ekki byrjuð, og hefðbundið væri að ekkert gerðist í þess- um efnum fyrr en eftir páska. Björn Pétursson hjá VDO Borgardekkj- um í Borgartúni segir dekkjaskipti í ár hafa farið rólega af stað. „Aðaltrukkið verður örugglega fljótlega eftir páska, en fólk er auðvitað mikið á faraldsfæti á þess- um tíma og engu að treysta í veðrinu. Það er ekki fyrr en löggan fer að minna á sig upp úr næstu mánaðamótum sem fólk tek- ur við sér.“ Aðspurður segir Björn ekkert vera til sem heitir heilsársdekk, um sé að ræða sumar- eða vetrardekk og svo þessi negldu. „Vetrardekkin eru orðin gríðarlega góð og vel hönnuð, en koma engan veginn í stað- inn fyrir nagladekkin.“ Lögreglan vill þó minna fólk á að tíminn til að skipta um dekk nálgast, og upp úr mánaðamótum apríl-maí er sektin 5.000 krónur á hvert neglt dekk. ■ Nagladekkin af 15. apríl: 5.000 króna sekt á dekk bilar@frettabladid.is Fyrir bílinn Mótorhjól og tengi- vagnar sem eru léttari en 3.500 kg þarf einungis að skoða annað hvert ár í Svíþjóð sam- kvæmt nýjum regl- um sem tóku gildi þann 1. þessa mánaðar. Ný mót- orhjól og létta tengivagna þurfti áður að færa til skoð- unar eftir tvö ár frá ný- skráningar- degi. Hér eftir þarf ekki að færa þau til fyrstu skoðunar fyrr en eftir fjögur ár. Ástæðan er sú að við ár- lega skoðun hefur það sýnt sig að miklu færri ágallar finnast á þessum farartækjum heldur en bílum, enda eru þau alla jafna mun minna ekin en bifreiðar. Þetta kemur fram á frétta- vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, www.fib.is Ungt fólk drekkur sjaldnar áður en það sest undir stýri en það gerði áður fyrr. Árið 1996 sögðust 49% þátttak- enda í könnun Sjóvár-Al- mennra á aksturslagi ung- menna á aldrinum 17-20 ára hafa ekið einu sinni eða oftar undir áhrifum áfengis. Síðan hefur já- kvæð þróun átt sér stað og var fjöldi þeirra sem segis hafa ekið ölvaður kominn niður í 21% árið 2001 og 20% árið 2002. Frá árinu 1999 hefur þeim sem segjast hafa ekið ölvað- ir fækkað úr 40% í 20% og var fækkunin mest á milli áranna 2000 og 2001 eða úr 30% í 21%. Íbúar á Austurlandi hafa hlut- fallslega flestir ekið undir áhrifum áfengis eða tæp 30%. Næst kemur höfuðborgarsvæðið og því næst Suðurland. Fleiri piltar aka drukknir en stúlkur eða 26% drengja á móti 13% stúlkna. Þetta kemur fram í skýrslunni Af- brot í umferðinni sem kynnt var síðastliðinn miðvikudag. Bílasala hefur aukist í Nor- egi það sem af er ári og gleðjast bílasalar og bílaumboð nú mjög. Fyrstu þrjá mán- uði árs- ins seldust rúmlega 7.500 nýir bílar í Osló en í fyrra rúmlega 5.700 og nemur aukningin 31%. Sala á notuðum bíl- um jókst líka. Volkswagen og Mercedes eru vinsælustu tegundirn- ar hjá frændum vorum Norðmönn- um. Of hraður akstur var algeng- asta orsök banaslysa á árunum 1998 til 2002. Þar næst kemur að bílbelti hafi ekki verið notað og svo ölvun- arakstur. Þetta kemur fram í skýrsl- unni Afbrot í umferðinni. Þá er svefn og þreyta ökumanna enn frem- ur algeng orsök banaslysa sem og að biðskylda er ekki virt. Skipt um dekk hjá VDO Borgardekkjum Strákarnir á verkstæðinu hafa átt náðuga daga undanfarið í dekkjaskiptingum, en búast við að törnin hefjist eftir páska. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR BÍLINN Til sölu Hobby exellent easy 07/03. Glæsilegt hús með öllu. Verð 1.800.000,- Engin skipti. Uppl. í síma 899 7296. Íslensk hús úr norskum kjörviðið. Með einstakri fúavörn, ytra byrði og pallaefni viðhaldsfrítt í allt að 10 ár. Þar sem gæðin skipta máli. RC hús Grensásvegi 22, Reykjavík. S. 511 5550 - www.rchus.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Eru ekki allir í stuði? Núna ætl- um við að spila lag af nýjasta diskinum okkar! Ilmur í bílum: Táfýlan langvinsælust Það getur verið svolítið skondið að vera stopp á umferðar- ljósum og horfa á dinglandi tásur dansa undir baksýnis- speglum bílanna í kring. Glitrandi bláar, bleikar og gular hafa þær vægast sagt tröllriðið bílainnréttingum ís- lenskra ökutækja, og eftir því sem Ara Páli Tómassyni, sölustjóra í Bílanausti, sýnist er ekkert sem bendir til þess að táfýlan sé á útleið. Bílanaust er um- boðsaðili fyrir Medo- bílailmina sem þykja Rollsinn í ilmvörum fyrir bíla. Undanfar- in ár hefur táfýlan svokallaða trónað á toppinum, ásamt þeim Tweety og Kalla kanínu, sem festast í miðstöð bílsins. Nú stendur tásunum þó ógn af nýjasta æðinu sem eru glærir, litaðir höfrungar með ferskum andvara sjávar og náttúru. Að sögn Ara Páls duga Medo-ilmspjöldin í nokkra mán- uði. „Svo er dálítið merkilegt að fólk er í auknum mæli farið að kaupa bæði tásur og höfrunga til heimilisnota til að fá frískan ilm í þvottahúsið, geymsluna eða bílskúrinn, en þannig notkun á bílailmum hefur lengi verið ríkjandi í nágrannalöndunum.“ ■ ILMANDI TÁSUR Langsöluhæstu ilmspjöldin í bíla hingað til, en gætu þurft að hopa fyrir höfrungum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.