Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 44

Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 44
36 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR TRÖLLATROÐSLA Kenyon Martin, leikmaður New Jersey Nets í NBA-deildinni treður boltanum með tilþrifum í leik gegn Orlando Magic í fyrri- nótt. Nets vann leikinn 101-81. Körfubolti FÓTBOLTI Frakkinn Thi- erry Henry hefur skorað 36 mörk á leiktíðinni fyr- ir Arsenal, sem er jafn mikið og hann gerði allan síðasta vetur. Þrenna hans gegn Liverpool í gær var sú fyrsta sem hann nær á þessari leiktíð en átta sinnum hef- ur hann skorað tvö mörk í leik. Síðast gerði Henry þrennu 19. janúar í fyrra gegn West Ham á Highbury. Henry er markahæstur í úrvals- deildinni með 25 mörk en næstur honum kemur Alan Shearer, fyrir- liði Newcastle, með 21 mark. Ruud van Nistelrooy, framherji Man- chester United, er þriðji með 18 mörk ásamt samherja sínum Louis Saha. Van Nistelrooy er næstmarka- hæstur á leiktíðinni á eftir Henry með 29 mörk í öllum keppnum. ■ Masters-mótið í golfi í fullum gangi: Rose efstur eftir fyrsta daginn GOLF Kylfingurinn Justin Rose var efstur eftir fyrsta daginn á Masters-mótinu í golfi á 67 höggum, eða fimm undir pari. Rose, sem er 23 ára, var tveimur höggum á undan Bandaríkja- mönnunum Chris DiMarco, sem fór holu í höggi á 6. holu, og Jay Haas. Tiger Woods, sem fyrir mótið var talinn líklegasti sigurvegar- inn, lauk keppni á þremur högg- um yfir pari eins og Vijay Singh, sem er í öðru sæti á heimslistan- um á eftir Woods. Mike Weir, sem vann Masters-mótið í fyrra, byrjaði afar illa og fór brautina á 79 höggum, eða sjö yfir pari. Spán- verjinn Sergio Garcia lauk keppni á 72 höggum en Nick Faldo, sem hefur þrívegis unnið mótið, gekk heldur verr. Hann fór brautina á 76 höggum. Masters-mótið hófst á fimmtu- dag en lýkur á morgun þegar sigurvegarinn verður klæddur í græna jakkann fræga. ■ FÓTBOLTI Newcastle gerði 1-1 jafn- tefli gegn PSV Eindhoven í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Evr- ópukeppni félagsliða í fyrrakvöld. Mateja Kezman kom PSV yfir í fyrri hálfleik en Jenas jafnaði metin fyrir Newcastle undir lok hálfleiksins. Newcastle á því góða möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í 35 ár. Aðrir leikir fóru þannig að Val- encia vann Bordeaux 2-1 á úti- velli, Celtic og Villarreal gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og Marseille vann Inter Milan 1-0 í Frakklandi. Síðari leikirnir verða háðir næsta miðvikudag. ■ Átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða: Jafntefli hjá Newcastle Fyrsta golfmót ársins á Ísafirði: Wirot og Bjarni sigruðu GOLF Wirot Khiansanthia og Bjarni Pétursson úr Golfklúbbi Bolung- arvíkur, GB, sigruðu á fyrsta golf- móti ársins hjá Golfklúbbi Ísa- fjarðar sem var haldið á Tungu- dalsvelli í gær. Keppt var eftir punktakerfi. Wirot lauk leik með 44 punkta, Páll Guðmundsson, GB, varð ann- ar með 39 punkta og Bjarni Pét- ursson þriðji með 38 punkta. Í höggleik varð Bjarni efstur með 76 högg en Magnús Gautur Gísla- son, Golfklúbbi Ísafjarðar, varð annar á 77 höggum. Að því er kom fram á bb.is voru aðstæður til keppni eins og best verður á kosið miðað við árstíma. ■ BARÁTTA Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park, til vinstri, í baráttu við Olivier Bernard í leik PSV og Newcastle. Enska liðið stendur ívið betur að vígi fyrir síðari leik liðanna. JUSTIN ROSE Bretinn Justin Rose vippar boltanum upp úr sandgryfju á 13. holu. Rose spilaði best allra á fyrsta deginum. ■ Tala dagsins 36

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.