Fréttablaðið - 30.04.2004, Qupperneq 2
2 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
„Og hvað segir þú?“
Óskar Magnússon er forstjóri Og Vodafone.
Félagið sýndi hagnað af rekstri sínum á fyrsta
ársfjórðungi yfirstandandi árs.
Spurningdagsins
Óskar, eru menn farnir að tala
meira saman?
Varnarliðið boðar
frekari uppsagnir
Vinstri grænir segja ekki tekið á vandanum sem hlotist hefur af uppsögnum
hjá varnarliðinu. Utanríkisráðherra segir sárt þegar fólk missir vinnuna.
Stjórnvöld bíða eftir frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
ALÞINGI Utanríkisráðherra sagði á
Alþingi í gær að af um 100 manns
sem sagt var upp hjá varnarliðinu
í nóvember væri um þriðjungur
enn án atvinnu. Steingrímur J.
Sigfússon, Vinstri grænum, gagn-
rýndi stjórnvöld fyrir að taka ekki
á vandanum á Suðurnesjum.
Áhugi Bandaríkjahers á að draga
úr umsvifum sínum á Íslandi
hefði margoft komið fram, en
hugur íslenskra stjórnvalda stæði
til þess að fá Bandaríkjamenn til
að vera hér áfram með meiri við-
búnað en þeir vildu sjálfir.
„Það hvorki gengur né rekur í
viðræðum. Forsætisráðherra og
utanríkisráðherra eru jafnvel tví-
saga, forsætisráðherra boðar við-
ræður í síðasta mánuði eða þess-
um, sem utanríkisráðherra kann-
ast ekkert við,“ sagði Steingrímur,
en málið var rætt utan dagskrár á
Alþingi í gær. Hann spurði hvað
væri að frétta af varnarviðræðun-
um og hvort bandaríska stjórn-
kerfið færi brátt í hlutlausan gír
vegna fyrirhugaðra kosninga
vestan hafs.
„Það versta við þráhyggju
ríkisstjórnarinnar er að tíminn
líður og ekkert er að gert. Hafa
verið skoðaðir möguleikar á að
nýta mannvirki og aðstöðu sem
losnar þegar herinn dregur sam-
an seglin?“ spurði Steingrímur
og nefndi stór flugskýli í því
sambandi.
Utanríkisráðherra sagði að
beðið væri eftir frekari viðbrögð-
um bandarískra stjórnvalda. Við-
ræðurnar um framtíð varnarliðs-
ins tengdust öryggis- og varnar-
málum landsins og íslensk stjórn-
völd legðu áherslu á að viðhalda
lágmarksvarnarviðbúnaði.
„Það er alltaf sárt þegar fólk
missir vinnuna og það tengist
sparnaðaraðgerðum og niður-
skurði í fjárlögum flotastöðvar-
innar. Varnarliðið hefur tilkynnt
að á næstu tveim mánuðum verði
hugsanlega gripið til frekari hag-
ræðingar sem geti falið í sér frek-
ari uppsagnir. Ég deili áhyggjum
af atvinnumálum á Suðurnesjum
með þingmönnum, þótt það sé
mótsögn, að sumir sem lýst hafa
slíkum áhyggjum, vilji helst að
varnarliðið fari héðan,“ sagði
Halldór.
Gunnar Örn Örlygsson, Frjáls-
lynda flokknum, taldi mikið tæki-
færi felast í flugvarnarsvæðinu á
Keflavíkurflugvelli því flugvirkjar
hefðu áhuga að að byggja þar upp
viðhaldsstarfsemi. Hann minntist á
ferð flugfélagsins Atlanta til
Shannon á Írlandi á dögunum þar
sem ráðamönnum var boðið að
skoða viðhaldsaðstöðu félagsins.
„Var farið til Shannon til að
fagna mistökum? Getur verið að
stjórnvöld hafi sofið á verðinum
og misst af gullnu tækifæri til að
byggja slíka starfsemi upp hér á
landi,“ sagði Gunnar Örn.
bryndis@frettabladid.is
Bush og Cheney svöruðu spurningum rannsóknarnefndar:
Ræddu saman í þrjá tíma
WASHINGTON, AP George W. Bush
og Dick Cheney, forseti og vara-
forseti Bandaríkjanna, sátu fyrir
svörum í þrjá klukkutíma hjá
nefndinni sem rannsakar störf
bandarískra stjórnvalda fyrir
hryðjuverkaárásirnar í New York
og Washington 11. september
2001.
Fundurinn var haldinn í skrif-
stofu Bandaríkjaforseta í Hvíta
húsinu. Hann var lokaður fyrir
fjölmiðlum og hvorki mátti taka
myndir né hljóðrita eða skrifa
niður þær umræður sem fóru
fram þar.
Að fundinum loknum sagðist
Bush feginn því að hafa rætt við
nefndina en hann hafði í fyrstu
neitað því. „Ég svaraði hverri ein-
ustu spurningu sem þeir spurðu,“
sagði Bush en vildi ekki frekar en
aðrir tjá sig um fundinn efnislega.
Það sætti gagnrýni að Bush og
Cheney ræddu sameiginlega við
nefndina og sögðu andstæðingar
þeirra að það yrði til þess að sam-
ræmi yrði í svörum þeirra. Þessu
vísaði Bush á bug. „Ef við hefðum
eitthvað að fela þá hefðum við
sleppt því að tala við þá,“ sagði
hann.
„Það var hlegið af og til. Forset-
inn á það til að vera stríðinn,“
sagði Jim Thompson, einn nefnd-
armanna, að fundinum loknum. ■
Baugsrannsókn:
Engar upp-
lýsingar
RANNSÓKN Lögreglan í Lúxemborg
sagðist engar upplýsingar hafa
um gang Baugsrannsóknarinnar
þar í landi. Formælandi lögregl-
unnar þar sagðist ekkert þekkja
til málsins og vísaði á saksóknara.
Sá starfsmaður saksóknara, sem
fer með upplýsingar, gaf ekki
færi á sér í gærdag.
Jón H. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra, fer með rannsókn-
ina fyrir sitt embætti. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir í gær
var ekki unnt að ná sambandi
við Jón. ■
Nýr raunveruleikaþáttur í
sjónvarpi:
Par fær barn
í vinning
BANDARÍKIN Nýr raunveruleikaþátt-
ur hefur hafið göngu sína á ABC-
sjónvarpsstöðinnni í Bandaríkjun-
um þar sem barnlaus pör keppa um
að fá barn í vinn-
ing. Þátturinn
heitir Be My
Baby og er
s t j ó r n a n d i n n
engin annar en
sjónvarpsdrottn-
ingin Barbara
Walters. Keppn-
in hefur þegar
vakið hörð við-
brögð vestan
hafs og telja margir sjónvarps-
áhorfendur að með henni sé farið
yfir öll velsæmismörk.
Í þættinum er markmiðið að fá
að ættleiða börn táningsmæðra og
fá pörin hvert um sig hálfa klukku-
stund í sjónvarpinu til að sannfæra
barnungu mæðurnar um að þau
verði bestu foreldrarnir. ■
Unglingadrykkja:
Ráðist gegn
sprúttsölum
BRETLAND Breska stjórnin hefur
samþykkt að ungmenni undir lög-
aldri verði notuð til að hafa hend-
ur í hári þeirra sem selja áfengi
til unglinga. Ætlunin er að lög-
regla fái unglinga undir átján ára
aldri til liðs við sig og sendi þau
inn í vínbúðir til að athuga hvort
þau fái afgreiðslu.
Með þessu vilja bresk stjórn-
völd sporna gegn unglinga-
drykkju. Undanfarið hefur borið
mikið á því í breskri þjóðfélags-
umræðu að mikil drykkja ung-
menna sé vaxandi vandamál.
Breska innanríkisráðuneytið telur
að helming allra ofbeldisglæpa
megi rekja til áfengisneyslu. ■
LEIFSSTÖÐ
Hafði betur í baráttunni við Íslenskan
markað fyrir dómstólum.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Sýknuð í
Hæstarétti
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands
staðfesti í gær dóm héraðsdóms
Reykjavíkur í máli sem höfðað
var gegn Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Fyrirtækið Íslenskur mark-
aður kærði til samkeppnisyfir-
valda háttsemi flugstöðvarinnar
við úthlutun vöruflokka til sölu í
flugstöðinni.
Samkeppnisráð taldi flugstöð-
ina hafa brotið gegn lögum en á-
frýjunarnefnd samkeppnismála,
héraðsdómur og Hæstiréttur Ís-
lands hafa allir komist að þeirri
niðurstöðu að flugstöðin hafi ekk
misnotað markaðsráðandi stöðu. ■
NEW YORK, AP Sex árum eftir að
samkomulag náðist milli tvegg-
ja stærstu banka í Sviss og gyð-
inga sem lifðu helförina af segja
margir gyðingar, búsettir í
Bandaríkjunum, að þeir sæti
óréttlátri meðferð. Þeir halda
því fram að gyðingar sem búa í
Evrópu fái meira út úr sam-
komulaginu en þeir sem fluttu
til Bandaríkjanna.
Bankarnir hétu því að greiða
eftirlifendum úr helförinni and-
virði nær hundrað milljarða
króna til að bæta fyrir misgjörð-
ir á tímum síðari heimsstyrjald-
ar. Bankarnir höfðu verið sakað-
ir um að fela bankareikninga
fórnarlamba helfararinnar og
misnota þá í eigin þágu. Sam-
komulagið var gert til að binda
endi á lögsóknir sem höfðaðar
höfðu verið á hendur bönkunum.
Sögðu forsvarsmenn þeirra og
talsmenn kærenda að með því
væri verið að tryggja eftirlif-
endum áhyggjulaust ævikvöld.
Nú segja talsmenn eftirlif-
enda hins vegar að bankarnir
hafi reynt að leyna þá nauðsyn-
legum upplýsingum og kvarta
undan því að fá ekki nægan að-
gang að bankareikningum.
Stjórnendur bankanna vísa því á
bug og vísa til rannsóknar al-
þjóðlegs endurskoðunarfyrir-
tækis á reikningum frá stríðsár-
unum. Rannsóknin er sú dýrasta
í bankasögu heims. ■
BUSH RÆÐIR VIÐ BLAÐAMENN
Bandaríkjaforseti sagði viðræðurnar við
rannsóknarnefndina hafa verið gagnlegar
og ánægjulegar.
Gyðingar telja samkomulag vegna helfararinnar brotið:
Fjarri því sáttir
HÆTTIÐ AÐ SEGJA LYGAR
Felix Widmin, sem lifði af helför-
ina í síðari heimsstyrjöldinni,
heldur á mótmælaskilti fyrir
framan dómstól í New York.
BARBARA
WALTERS
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri alltaf sárt þegar fólk missti vinnuna og
vandinn á Suðurnesjum tengdist sparnaðaraðgerðum og niðurskurði í fjárlögum flota-
stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
HVERGI NÆRRI HÆTTUR Banda-
rískur jarðfræðingur sem lauk á
dögunum 114 daga og 5.247 kíló-
metra siglingu eftir Níl endilangri
hefur þegar tekið ákvörðun um
næsta ferðalag sitt. Hann hyggst
aka frá Höfðaborg í Suður-Afríku
til Kaíró í Egyptalandi og hefja
för sína á hausti komanda.
■ Afríka