Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 18
…með allt fyrir bragðlaukana 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Unglingar í Ósló: Helmingur fermist ekki í kirkju ÓSLÓ Um helmingur ungmenna í Ósló fermist ekki í kirkju. Þetta er að sögn Aftenposten mun lægra hlutfall, en annars staðar í Noregi. Hins vegar er mun hærra hlutfall þeirra sem ferm- ast borgaralega í höfuðborginni, en annars staðar í Noregi. Hlut- fall þeirra sem fermast borgara- lega er tæp 23 prósent í Ósló, en meðaltal annarra landshluta er tæp 17%. Dómsprófastur í einum bæj- arhluta Óslóar, Ingar Seierstad, er undrandi á þessum lágu tölum í Ósló. Hann segir að skýringar kunni að vera að leita í því að hærra hlutfall nýbúa sem játa önnur trúarbrögð en kristni sé í Ósló. Hann segir greinilegt að áhugi norskra ungmenna á kirkjustarfi fari minnkandi. „Það er mikið að gera hjá norsk- um ungmennum og framboð afþreyingar er mikið. Að verja tíma sínum í kirkjunni er kannski ekki það sem heillar mest,“ segir Seierstad. Tölfræðin er þó ekki öll nei- kvæð að mati dómprófastsins. Hann segir koma sér á óvart og vera gleðilegt hversu hátt hlut- fall þeirra sem ekki eru skírðir taki sjálfstæða ákvörðun um það að skírast svo þeir geti fermst með félögum sínum. ■ Loftleiðir Icelandic tókst ekki að semja við Israir: Ekki náðist sátt um öryggismál VIÐSKIPTI Ekki tókst að ganga frá samningi Loftleiða Icelandic við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á vélum og áhöfn til farþega- flugs milli Tel Aviv og New York. Sátt náðist ekki um að samræma öryggisreglur sem gilda í Ísrael þeim reglum sem Loftleiðir Icelandic setja sér og áhöfnum á sínum vegum, að sögn Sigþórs Ein- arssonar framkvæmdastjóra. Í stað þess að leigja vél og áhöfn verða eingöngu leigð út vél og mun samningurinn standa út haustið. „Við vorum langt komin með samning þótt ákveðinn fyrirvari væri þar á. Við áttum eftir að fara yfir hvernig staðið yrði að ákveðn- um öryggisþáttum en síðan reynd- ist ekki hægt að samræma þá vinnureglum okkar,“ segir Sigþór. Ísraelsk lög gera meðal annars ráð fyrir því að öryggisverðir séu um borð í öllum flugvélum. „Við skoðum hvern og einn samning áður en hann er kláraður. Það eru alltaf einhver atriði sem þarf að leysa og ef ekki næst full sátt innanhúss eða utan þá leitum við nýrra leiða, líkt og við gerðum í þessu tilviki,“ segir Sigþór. Hann vildi ekki staðfesta verð- mæti samningsins en benti á að þrír samningar sem félagið hefur nýlega gengið frá nemi þremur milljörðum. ■ Boðar átak í urðun heimilisúrgangs Fyrsta landsáætlunin um meðhöndlun úrgangs var kynnt til sögunnar í fyrradag. Markmiðið er að draga úr myndum úrgangs, auka endurnýtingu og minnka hlutfall úrgangs sem fer til förgunar. UMHVERFISMÁL Í áætluninni, sem m.a. var lögð fram til að uppfylla tilskipanir EES og gildir til 2016, er sett fram stefna stjórnvalda í úrgangsmálum. Er hún jafnframt vegvísir fyrir sveitarstjórnir varð- andi áætlanagerð í úrgangsmálum. Bannað verður að urða heil dekk og kurluð dekk frá 16. júlí 2006 auk þess sem urðun lífræns úrgangs skal aukast. Þar er meðal annars um að ræða aukna e n d u r n ý t i n g u pappírs, matar- úrgangs, matar- olíu, fitu, viðar, garðaúrgangs og húsdýraskíts. Að sögn Sivjar Frið- leifsdóttur um- hverfisráðherra þarf að gera átak í urðun heimilisúrgangs og auka fræðslu í sveitarfélögum. Aðspurð hvar við Íslendingar stöndum í urðunarmálum við hlið nágrannaríkja okkar segir Siv að sumt höfum við gert vel en annað síður. „Til dæmis stöndum við mjög vel í sambandi við endurnýtingu á glerflöskum, plastflöskum og áli, þ.e. því sem fer í gegnum endur- vinnsluna. Við erum að innheimta yfir 80% af umbúðunum til baka inn í kerfið og það er mjög góður árangur,“ segir Siv. Hún bætir því hins vegar við að við séum komin styttra í almennri endurnotkun. Stefnt er að því að ná nágranna- þjóðunum á því sviði sem allra fyrst. Sérstakar aðstæður hér á landi, m.a. fjarlægð frá markaði, geri það að verkum að ákveðið var „Við erum að innheimta yfir 80% af umbúðunum til baka inn í kerfið og það er mjög góð- ur árangur. LAGERÚTSALA Faxafeni (Bláu húsunum) MONSOON ACCESSORIZE - enn meiri verðlækkun LOKADAGAR Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 SUMARTILBOÐ Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur bolir, peysur og slæður. 15-50% Afsláttur! Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING KVARTBUXUR OG SÍÐAR PEYSUR 30% afsláttur af öllum vörum Stærðir 34-56 Aðeins í dag, föstudagVorsala ÍSRAELSKUR HERMAÐUR Ísraelsk lög gera meðal annars ráð fyrir því að öryggisverðir séu um borð í öllum flugvélum. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Þurfum að bæta okkur í almenni endurnotkun ætlum við að komast upp að hlið nágrannaríkjanna í meðhöndlun úrgangs. NORSKUM FERMINGUM FÆKKAR Frá fermingu í Grafarvogskirkju. Mikill meirihluti reykvískra barna fermist. Sama er ekki upp á teningnum hjá jafnöldrum þeirra í Ósló. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.