Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 15
15FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004 Ung frjálslynd: Á móti lögum um fjölmiðla STJÓRNMÁL Stjórn ungliðahreyfing- ar Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér ályktun þar sem fjöl- miðlafrumvarp Davíðs Oddssonar er harkalega gagnrýnt. Yfirskrift ályktunarinnar er „fasískt fjöl- miðlafrumvarp“. „Með frumvarpinu felst ein mesta aðför að frelsi í landinu frá lýðveldisstofnun,“ segir í ályktun. Í lok ályktunarinnar er spurt hvort staðfesting yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins sé „virkilega sú arfleið sem þrettán ára ríkis- stjórn stjórnmálaflokks sem kennir sig við frelsi vill skilja eftir“. ■ FJÖLMIÐLALÖG Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, skrifar á heimasíðu félagsins, um frumvarp forsætis- ráðherra til laga um eignarhald á fjölmiðlum. Í pistli Gunnars Páls segir: „Öll viljum við sporna gegn hringa- myndun og fákeppni á fjölmiðla- markaði og tryggja fjölmiðlum frelsi til að sinna því aðhaldshlut- verki sem þeim er skylt í lýðræð- isríki. Það hlýtur að vera ástæða þess að lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytingar á eignarhaldi á fjölmiðlum. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að lögin beinast einkum að einu fyrirtæki, Norðurljósum, sem stofnað var utan um nokkkur smærri fyrirtæki sem á þeim tíma áttu í miklum rekstrarerfið- leikum. Meginmarkmið laganna ætti að vera að tryggja rekstrar- grundvöll fyrirtækja í fjölmiðla- rekstri, ekki að veikja hann.“ Gunnar Páll segir að í ljósi þessa leggi hann til að frumvarp- inu verði breytt. Hann segir það verða að endurspegla raunveru- leikann á íslenskum markaði. Hann telur að heimila eigi sama fyrirtæki að eiga bæði ljósvaka- miðla og dagblöð en tekur undir að takmarka eigi möguleika markaðsráðandi fyrirtækja til að eiga stóran hlut í fjölmiðlum. „Við megum aldrei missa sjón- ar á því að frjáls skoðanaskipti og frjálsir fjölmiðlar eru grundvall- armannréttindi,“ segir Gunnar Páll. ■ ÞÍÐA Í TÍSKUNNI Þíðan í samskiptum Indlands og Pakistans er farin að setja mark sitt á indverska tísku. Í það minnsta er ein af flíkum indverska hönnuðarins Kiran Uttam Ghosh, sem sýnd var á fimmtu indversku tískuvikunni í Nýju Delí, mjög í anda keppnisbúninga pakist- anska krikketlandsliðsins sem Indverjar kepptu nýlega við í fyrsta skipti í áratug. KAFARI OG BJARGVÆTTUR Það varð Dan Carlock að láni að Zack Mayberry kom auga á hann í sjónum. Áhugakafari: Gleymdist á hafi úti KALIFORNÍA, AP Bandarískur áhuga- kafari, Dan Carlock að nafni, mátti halda sér á floti í fimm klukkutíma í sjónum fyrir utan Kaliforníu eftir að ferðafélagar hans gleymdu honum og héldu á brott meðan hann var í kafi. Carlock var farinn að óttast að síðustu stundir hans væru að líða þegar fimmtán ára piltur á skáta- skipi kom auga á hann. Í fyrstu var Zack Mayberry ekki viss um að hann sæi rétt svo hann rétti vini sínum sjónaukann sem hann var með til að skera úr um hvort það væri ekki maður svamlandi í sjón- um. Skömmu síðar var Carlock bjargað um borð í skipið. ■ Á RÁÐSTEFNUNNI 55 evrópsk og norður-amerísk ríki sóttu ráðstefnuna um gyðingahatur. Gyðingahatur: Er ógn við lýðræðið BERLÍN, AP Ástandið í Miðaustur- löndum er engin afsökun fyrir gyðingahatri og árásum gegn gyð- ingum segir í yfirlýsingum 55 ríkja sem komu saman á ráð- stefnu í Berlín á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu þar sem fjallað var um gyðinga- hatur. Í yfirlýsingu sem fulltrúar á ráðstefnunni samþykktu segir að gyðingahatur hafi tekið á sig nýj- ar myndir og sé ógn við lýðræðið. Ríkin sem tóku þátt í ráðstefnunni skuldbinda sig til að kenna börn- um sínum um hvernig berjast megi gegn gyðingahatri og minna um leið á helför nasista gegn gyðingum. ■ Formaður VR um fjölmiðlafrumvarp: Leggur til að frumvarpi verði breytt GUNNAR PÁLL PÁLSSON Formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur telur að breyta þurfi frumvarpi um eignarhald á fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.