Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 46
30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Með því að taka upp tónleika-plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands fetar Todmobile í fótspor Sálarinnar, annarrar sveitar sem hefur lifað vel og lengi með ís- lensku þjóðinni. Báðar ákváðu þær að víkka út sjóndeildarhringinn og komast þær mjög vel frá sínu. Ef það hentar einhverri popp- sveit að spila með Sinfóníunni er það Todmobile, sem hefur lengi daðrað við klassíkina í tónlist sinni með góðum árangri. Hefur það gert hana frábrugðna öðrum sveitum og um leið eina þá bestu á landinu í gegnum tíðina. Á Sinfóníuplötu þessari er að finna mörg af bestu lögum Todmobile sem öll lifa í minning- unni og standast vel tímans tönn. Flutningurinn á Ég heyri raddir og Betra en nokkuð annað er til að mynda magnaður og Brúð- kaupslagið, Pöddulagið og Eld- lagið standa einnig vel fyrir sínu. Þetta er kraftmikil plata sem þó nær einnig að tifa á léttu nót- unum með fallegum sinfóníu- tengingum á milli laga. Þá miklu stemningu sem fylgir því að sjá Todmobile á tónleikum fær maður hér beint í æð auk þess sem óperuskotin rödd Andreu Gylfa- dóttur á vel við í þessu umhverfi. Sinfónían og Todmobile smell- passa sem sagt saman þó svo að samstarfið komi best út í elstu og jafnframt bestu lögum sveitarinn- ar. Flott plata þar sem Todmobile sannar í eitt skiptið fyrir öll að þar fer tónleikasveit í hæsta gæðaflokki. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist TODMOBILE: Sinfónía Kraftmikið og fallegt Hann var nánast goðsögn ílifanda lífi á meðal hópdýrk- enda síðrokksins. Eftir að hann fannst látinn, af því sem virðist hafa verið heldur sársaukafullt sjálfsmorð, á heimili sínu í fyrra hefur goðsögnin í kringum Elliott Smith aukist til muna. Nú hefur pabbi hans greint frá því á aðdáendasíðu tónlistar- mannsins, sweetadeline.net, að verið sé að leggja lokahönd á breiðskífuna sem Elliott vann að á þeim tíma sem hann dó. Sú kemur til með að heita From a Basement On the Hill, en það var víst vinnu- heiti plötunnar. Platan verður gefin út síðar á árinu. „Margir hafa spurt hvort við ætlum að selja hljóðverið hans eða gefa út nýju plötuna hans,“ segir Gary Smith á síðunni. „Við erum að hljóðblanda hana núna og hún verður framleidd um miðjan maí. Við erum að vonast til þess að koma henni út í september eða október. Við látum ykkur vita hvaða útgáfa gefur hana út um leið og búið er að taka ákvörðun um það.“ Þekktustu plötur Smiths eru Either/Or og fylgifiskur hennar XO. Hann náði mestu velgengni feril síns þegar hann var tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir lag sitt Miss Misery árið 1997 en það var að finna í myndinni Good Will Hunting. ■ ELLIOTT SMITH Framdi sjálfsmorð í fyrra. Pabbi hans er nú að leggja lokahönd á plötuna sem hann vann að til dauðadags. Síðasta platan kláruð ■ TÓNLIST María Þórðardóttir kennirdans í Jassballettskóla Báru og hefur meðal annars stigið spor- in í söngleiknum Grease í vetur. Hún stefnir nú á nám í Edinborg og hefur fengið inngöngu í leik- listarskólann Queen Margret University College. „Felix Bergsson var í þessum skóla og bar honum góða söguna,“ segir María. „Ég hafði séð nokkra skóla á netinu sem mér leist mjög vel á en valdi að byrja í Edinborg fremur en London þar sem að ég held að stærð Edinborgar og stemningin þar henti mér betur.“ María þreytti inntökupróf í leiklist hér heima fyrir ári síðan. „Þá var ég ekki tilbúin til að fara í þetta nám. Ég hugsa lífið þannig að ég sé alltaf að læra og að öll reynsla þroski mann. Í vetur hef ég meðal annars unnið með litlum krökkum á frístundaheimili ÍTR og hef lært heilmikið um sjálfa mig í gegnum þau. Þegar ég fór svo í inntökuprófin í Edinborg leið mér eins og þegar maður leitar að íbúð og finnur það á andrúmsloft- inu þegar maður kemur inn að þetta er staðurinn sem maður vill búa á.“ María íhugaði á sínum tíma að leggja fyrir sig dansinn. „Leiklist- in heillaði mig svo alltaf meir og meir og nú langar mig til að verða leikkona sem getur líka dansað.“ Sá draumur virðist ætla að rætast von bráðar því María kem- ur til með að leika hlutverk tón- listarnema í söngleiknum Fame í sumar. „Ég er að fara að leika trommara og ætla að skella mér í nokkra tónlistartíma af því tilefni. Ég hlakka til og stefni að því að leggja mig fram við trommusettið til að verða trúverðug í hlut- verkinu.“ ■ Í leiklistarskóla drottningarinnar MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR María hefur dansað í Grease í vetur. Hún kemur til með að leika í Fame í sumar og heldur svo til Edinborgar í leiklistarnám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.