Fréttablaðið - 30.04.2004, Side 46

Fréttablaðið - 30.04.2004, Side 46
30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Með því að taka upp tónleika-plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands fetar Todmobile í fótspor Sálarinnar, annarrar sveitar sem hefur lifað vel og lengi með ís- lensku þjóðinni. Báðar ákváðu þær að víkka út sjóndeildarhringinn og komast þær mjög vel frá sínu. Ef það hentar einhverri popp- sveit að spila með Sinfóníunni er það Todmobile, sem hefur lengi daðrað við klassíkina í tónlist sinni með góðum árangri. Hefur það gert hana frábrugðna öðrum sveitum og um leið eina þá bestu á landinu í gegnum tíðina. Á Sinfóníuplötu þessari er að finna mörg af bestu lögum Todmobile sem öll lifa í minning- unni og standast vel tímans tönn. Flutningurinn á Ég heyri raddir og Betra en nokkuð annað er til að mynda magnaður og Brúð- kaupslagið, Pöddulagið og Eld- lagið standa einnig vel fyrir sínu. Þetta er kraftmikil plata sem þó nær einnig að tifa á léttu nót- unum með fallegum sinfóníu- tengingum á milli laga. Þá miklu stemningu sem fylgir því að sjá Todmobile á tónleikum fær maður hér beint í æð auk þess sem óperuskotin rödd Andreu Gylfa- dóttur á vel við í þessu umhverfi. Sinfónían og Todmobile smell- passa sem sagt saman þó svo að samstarfið komi best út í elstu og jafnframt bestu lögum sveitarinn- ar. Flott plata þar sem Todmobile sannar í eitt skiptið fyrir öll að þar fer tónleikasveit í hæsta gæðaflokki. Freyr Bjarnason Umfjölluntónlist TODMOBILE: Sinfónía Kraftmikið og fallegt Hann var nánast goðsögn ílifanda lífi á meðal hópdýrk- enda síðrokksins. Eftir að hann fannst látinn, af því sem virðist hafa verið heldur sársaukafullt sjálfsmorð, á heimili sínu í fyrra hefur goðsögnin í kringum Elliott Smith aukist til muna. Nú hefur pabbi hans greint frá því á aðdáendasíðu tónlistar- mannsins, sweetadeline.net, að verið sé að leggja lokahönd á breiðskífuna sem Elliott vann að á þeim tíma sem hann dó. Sú kemur til með að heita From a Basement On the Hill, en það var víst vinnu- heiti plötunnar. Platan verður gefin út síðar á árinu. „Margir hafa spurt hvort við ætlum að selja hljóðverið hans eða gefa út nýju plötuna hans,“ segir Gary Smith á síðunni. „Við erum að hljóðblanda hana núna og hún verður framleidd um miðjan maí. Við erum að vonast til þess að koma henni út í september eða október. Við látum ykkur vita hvaða útgáfa gefur hana út um leið og búið er að taka ákvörðun um það.“ Þekktustu plötur Smiths eru Either/Or og fylgifiskur hennar XO. Hann náði mestu velgengni feril síns þegar hann var tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir lag sitt Miss Misery árið 1997 en það var að finna í myndinni Good Will Hunting. ■ ELLIOTT SMITH Framdi sjálfsmorð í fyrra. Pabbi hans er nú að leggja lokahönd á plötuna sem hann vann að til dauðadags. Síðasta platan kláruð ■ TÓNLIST María Þórðardóttir kennirdans í Jassballettskóla Báru og hefur meðal annars stigið spor- in í söngleiknum Grease í vetur. Hún stefnir nú á nám í Edinborg og hefur fengið inngöngu í leik- listarskólann Queen Margret University College. „Felix Bergsson var í þessum skóla og bar honum góða söguna,“ segir María. „Ég hafði séð nokkra skóla á netinu sem mér leist mjög vel á en valdi að byrja í Edinborg fremur en London þar sem að ég held að stærð Edinborgar og stemningin þar henti mér betur.“ María þreytti inntökupróf í leiklist hér heima fyrir ári síðan. „Þá var ég ekki tilbúin til að fara í þetta nám. Ég hugsa lífið þannig að ég sé alltaf að læra og að öll reynsla þroski mann. Í vetur hef ég meðal annars unnið með litlum krökkum á frístundaheimili ÍTR og hef lært heilmikið um sjálfa mig í gegnum þau. Þegar ég fór svo í inntökuprófin í Edinborg leið mér eins og þegar maður leitar að íbúð og finnur það á andrúmsloft- inu þegar maður kemur inn að þetta er staðurinn sem maður vill búa á.“ María íhugaði á sínum tíma að leggja fyrir sig dansinn. „Leiklist- in heillaði mig svo alltaf meir og meir og nú langar mig til að verða leikkona sem getur líka dansað.“ Sá draumur virðist ætla að rætast von bráðar því María kem- ur til með að leika hlutverk tón- listarnema í söngleiknum Fame í sumar. „Ég er að fara að leika trommara og ætla að skella mér í nokkra tónlistartíma af því tilefni. Ég hlakka til og stefni að því að leggja mig fram við trommusettið til að verða trúverðug í hlut- verkinu.“ ■ Í leiklistarskóla drottningarinnar MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR María hefur dansað í Grease í vetur. Hún kemur til með að leika í Fame í sumar og heldur svo til Edinborgar í leiklistarnám.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.