Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 36
Að undanförnu hefur þjóðin mátt
horfa upp á sýningu sem sett hefur
verið upp á leiksviði stjórnmál-
anna. Leiksýningu sem þó enginn
veit eiginlega hvort flokka skuli
sem harmleik eða farsa. Aðalleik-
ari, leikstjóri og framleiðandi er
svosem ekki allskostar ókunnugur
leiklistinni en einmitt nú rétt fyrir
fáum vikum gafst þjóðinni enn einu
sinni tækifæri til að rifja upp
snilldartakta hans sem Bubba
kóngs í Herranótt og enn virðist
hann eiga erfitt með að losa sig úr
þessu konungshlutverki.
Þetta byrjaði nú allt með því að
konungur fór að tala mjög um skað-
valdinn hinn illa Baug sem sækja
yrði í skaut hinnar vondu drottning-
ar Samfylkingar í Borgarnesi ekki
síst eftir að hann hafði komið hönd-
um yfir vopn það hættulega sem
Ljósvaki nefnist. Nú voru góð ráð
dýr. Menntamálaráðherra, skyn-
semdarmanninum Tómasi Inga, var
falið að skipa nefnd til að gera til-
lögur um það hvernig ná mætti hinu
hættulega vopni úr höndum Baugs-
dróttins. Það auðveldaði nefndinni
nokkuð starfið að nokkuð almenn
sátt virðist vera um það í þjóðfélag-
inu að sporna gegn óþarfa sam-
þjöppun í viðskiptalífinu.
Allur sá málatilbúnaður sem uppi
hefur verið nú þessar síðustu vikur
snýst á engan hátt um aukið frelsi
eða fjölbreytni í fjölmiðlun. Rök
hafa reyndar verið færð að því að
hið gagnstæða geti gerst. Meira máli
skiptir þó að hér er ef til vill verið að
fara inn á meira en grá svæði varð-
andi eignaréttar- og atvinnufrelsis-
ákvæði stjórnarskrárinnar.
Fyrir nokkrum mánuðum spunn-
ust nokkrar umræður um neitunar-
vald forseta Íslands. Fjölmiðlafrum-
varp ríkisstjórnarinnar uppfyllir
mörg skilyrði þess að vera sent í
þjóðaratkvæði bæði vegna þess
hversu markað það virðist af duttl-
ungum eins manns, vegna þess
hversu mikill vafi leikur á lögmæti
þess gagnvart stjórnarskrá og það
getur afnvel varðað þá spurningu
hvort við búum í raun við þing-
bundna stjórn eða stjórnbundið
þing. Þá hefur forseti einnig lýst af-
dráttarlausri skoðun sinni á fram-
kvæmd neitunarvaldsins og skuldar
kjósendum sínum það eiginlega að
hann sýni hana í verki. Ef til vill er
nóg að hóta aðeins beitingu neitun-
arvaldsins. ■
Samkeppnislög duga fyrir fjölmiðlana
Það mál, sem er efst á baugi í
þjóðmálunum í dag er frumvarp
forsætisráðherra um eignarhald
á fjölmiðlum. Segja má, að þjóð-
félagið hafi bókstaflega farið á
hvolf vegna máls þessa. Almenn-
ingi finnst svo mikið offors í mál-
inu, að það veldur undrun. Taka
þurfti málið fyrir á aukafundi í
ríkisstjórn á sunnudegi eins og
lífið lægi við. Og nú þarf að
hespa málinu af á Alþingi.
Hvers vegna liggur svona
mikið á? Er yfirleitt einhver þörf
á lögum um eignarhald á fjöl-
miðlum? Ég fæ ekki séð, að svo
sé. Ástandið á fjölmiðlamarkaðn-
um hefur batnað, ef eitthvað er.
Áður voru hér mörg flokksblöð.
Þau voru ekki hlutlaus. Þau
hömpuðu sínum flokkum. Og
lengi vel réðu Sjálfstæðismenn
yfir sterkustu fjölmiðlunum,
Morgunblaðinu, DV og Stöð 2. Þá
var ekki talin þörf á neinni lög-
gjöf um fjölmiðla. Morgunblaðið
var hér áður mjög litað af áróðri
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En síð-
an var blaðið opnað fyrir öllum
sjónarmiðum og enda þótt blaðið
hafi um langt skeið verið sterk-
asta blaðið á markaðnum hefur
það ekki verið misnotað í þágu
eigenda sinna mörg undanfarin
ár. En hvað um nýju fjölmiðla-
samsteypuna, Norðurljós og fjöl-
miðlana, sem það fyrirtæki gef-
ur út og rekur? Er þeir misnotað-
ir í þágu eigenda sinna? Þess
verður ekki vart. Fréttablaðið er
orðið mjög faglegt og gott blað,
sem flytur hlutlausar fréttir af
mönnum og málefnum og grein-
ar um ýmis efni, m.a. aðsendar
greinar frá ýmsum þekktum
mönnum. Sumir finna það helst
að Fréttablaðinu í dag, að það sé
orðið of líkt Morgunblaðinu! DV
er allt annars konar blað, nokk-
urs konar æsifréttablað
(tabloid). Ég er ekki ánægður
með það. En þegar stjórnmála-
menn kveinka sér undan DV
verða þeir að gera sér það ljóst,
að DV er ekki aðeins að birta
óþægilegar fréttir fyrir stjórn-
málamenn heldur einnig fyrir
óbreytta einstaklinga, sem lenda
í einhverju. Stöð 2 er mjög sam-
bærileg stöð og Sjónvarpið. Þess
verður ekki vart að Stöð 2 sé mis-
notuð í þágu eigenda sinna.
En hvers vegna er þá verið að
setja lög um eignarhald á fjöl-
miðlum. Jú, það virðist vera
vegna þess að ríkisstjórninni eða
forsætisráðherra sé eitthvað í
nöp við þá Bónusfeðga. En Al-
þingi getur ekki sett lög gegn
einu ákveðnu fyrirtæki af slíkum
ástæðum. Það gengur ekki.
Við höfum ágæt samkeppnis-
lög og ef eitthvað sterkt fyrir-
tæki misnotar aðstöðu sína á
markaði, fjölmiðlafyrirtæki eða
annað fyrirtæki, þá geta sam-
keppnisyfirvöld tekið í taumana.
Samkeppnislögin duga fyrir fjöl-
miðlafyrirtækin eins og fyrir
önnur fyrirtæki í landinu. ■
30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
Fjölmiðlafrumvarpið í þjóðaratkvæði
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
FJÖLMIÐLA-
FRUMVARPIÐ
Ástandið á fjölmiðla-
markaðnum hefur
batnað, ef eitthvað er.
,,
24
Af umræðu undanfarna daga má
ráða að mikil hætta vofi yfir. Of-
forsið og lætin eru slík að ætla
mætti að allir skynjuðu og vissu af
hverju hættan stafaði. Svo er ekki
og því vil ég spyrja hvern og einn
þingmann ríkisstjórnarinnar hvort
þeir geti skýrt fyrir mér – aumum
kjósanda – hvað það hefur gerst í
samfélaginu sem orsakar að þið
eruð allir sem einn sammála um
það að setja þurfi lög um fjölmiðla
án tafar? Vitið þið eitthvað sem við
neytendur vitum ekki? Væri þá
ekki ráð að upplýsa okkur um það?
Ég hef allar götur frá því ég
man eftir mér haft óbilandi áhuga
á þjóðmálum og þjóðmálaumræðu
og þar af leiðandi á fjölmiðlum.
Lengst af þessa tíma hefur einn
fjölmiðill borið höfuð og herðar
yfir aðra fjölmiðla sem ráðandi afl
í þjóðmálaumræðunni. Þessi fjöl-
miðill heitir Morgunblaðið.
Það má ýmislegt ágætt segja
um það blað. Lesendur þess hafa
þó alltaf verið meðvitaðir um
tengsl blaðsins við stærsta og
valdamesta stjórnmálaflokk lands-
ins og við sem aðhyllumst aðrar
skoðanir en þessa flokks höfum
ekki alltaf verið yfir okkur ánægð
með umfjöllun blaðsins. Það getur
verið erfitt að búa í slíku samfé-
lagi, þar sem maður hefur ekki
ástæðu til að treysta því að ávallt
ríki fjölbreytni í umfjöllun um
málefni.
Nú loksins þegar þegar maður
eygir smugu í þá átt að fjölmiðlar
öðlist burði til að verða „alvöru“
fjölmiðlar hljómar það nánast fá-
ránlegt að setja skuli lög án tafar
til að stoppa þessa þróun af! Hver
er hættan?
Í texta frumvarpsins sem
finna má á vefnum í dag stendur
m.a. í athugasemdum: „Megin-
markmið frumvarps þessa er að
sporna við því að eignarhald á
fjölmiðlafyrirtækjum og sam-
þjöppun á fjölmiðlamarkaði hamli
gegn æskilegri fjölbreytni í fjöl-
miðlun á Íslandi. Fjölmiðlar
gegna lykilhlutverki sem vett-
vangur ólíkra viðhorfa til stjórn-
mála, menningar og samfélags-
legra málefna í víðum skilningi.
Þeir eru því mikilvæg forsenda
þess að einstaklingar fái notið
tjáningar- og skoðanafrelsis. Af
þessu mikilvæga hlutverki fjöl-
miðla sprettur sú krafa í lýðræð-
isþjóðfélagi, að almenningur hafi
aðgang að fjölbreyttum, sjálf-
stæðum og öflugum fjölmiðlum.“
Frábært markmið og svo sann-
arlega orð í tíma töluð en eru þessi
lög til þess fallin að ná þessu
markmiði?
Eru lög sem banna fyrirtækjum
í öðrum rekstri að eiga í fjölmiðl-
um eða lög sem banna eignarhald í
dagblaði annars vegar og útvarpi
hins vegar, á þessum litla markaði,
til þess fallin að „styrkja og auka
fjölbreytni“ í fjölmiðlun á Íslandi?
Þetta hljómar satt að segja eins
og brandari. Hefur fjölbreytni í
fjölmiðlum á Íslandi minnkað síð-
an Norðurljós komst í meirihluta-
eigu Baugs miðað við áratugina á
undan? Getið þið þingmenn ríkis-
stjórnarflokka skýrt þetta sam-
hengi fyrir mér sem áhugasömum
neytanda fjölmiðla á þessu landi í
áratugi?
Það skal viðurkennt að ég er
síður en svo sérstakur aðdáandi
Fréttablaðsins eða DV. Þessi blöð
eru ákaflega karllæg í fréttaum-
fjöllun sinni og hafa langt frá því
aukið fjölbreytnina eins og þörf er
á. Tilvist þeirra og uppbygging
fyrirtækisins hefur samt kveikt
von í brjósti mér að kannski verði
einhvern tíma til „alvöru“ fjöl-
miðlar á Íslandi. Fjölmiðlar sem
horfa gagnrýnum augum á allt
sem þeim dettur í hug, velta upp
mörgum hliðum og virka sem
raunverulegt lýðræðislegt afl í
samfélaginu. Fjölmiðlar sem gefa
okkur almenningi kost á því að
eiga raunverulegt val til að mynda
okkur skoðanir.
En nei, ríkisstjórn Íslands
hugnast ekki slíkt. Hér mega fjöl-
miðlar hafa eina rétta skoðun, eitt
rétt viðhorf. „Ég er algjörlega
ópólitísk – ég kýs bara Sjálfstæðis-
flokkinn“ skal vera kjörorð okkar
fram í nýja öld – Framsóknar-
flokkurinn ætlar að sjá til þess.
Getum við ekki sparað okkur
þingmenn? ■
SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR
ÁHUGAMAÐUR UM ÞJÓÐMÁL
UMRÆÐAN
FJÖLMIÐLARNIR
Hefur fjölbreytni í
fjölmiðlum á Íslandi minnkað
síðan Norðurljós komst í
meirihlutaeigu Baugs miðað
við áratugina á undan?
,,
Hver er váin?
…með allt fyrir tískuna
ÆVINTÝRI GRIMS
REYNIR ANTONSSON
SKRIFAR UM FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ