Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 35
Er fánaberi frelsis- flokksins að breytast í kyndilbera sósíalismans?“ Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritsjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Hvað hafa þeir eiginlega gert af sér? Þegar ég var lítill drengur og ók hvert sumar, ásamt móður minni og bróður, í gegnum Austurþýska al- þýðulýðveldið sá ég hvað skerðing á hvers konar frelsi gerir þjóð. Vegir voru lélegir, bílar litlir, gamlir og lé- legir og hús mörg hver í niður- níðslu. Það var eymdarlegt að taka framúr hverjum drekkhlöðnum Trabbanum á fætur öðrum í lúxus- bifreið hins frjálsa Vesturlandabúa. Við landamærin skildu svo leiðir. Við ókum inn í velmegunina, frelsið og tært fjallaloftið í Bayern en „Ossíarnir“ sátu eftir í mengandi fjötrum kommúnismans. Þá skildi ég það hvað frelsi einstaklingsins skiptir miklu. Og ég trúði því og er enn að reyna að trúa því að við Íslending- ar búum við einstaklingsfrelsi. En mér sýnist að ég hafi því miður rangt fyrir mér. Á síðustu tíu til fimmtán árum hafa hörkuduglegir feðgar náð að byggja upp stór- veldi í verslun hér á landi neyt- endum landsins til hagsbóta. Og hvernig byrjuðu þeir? Jú, þeir byrjuðu með eina litla búð í Súðar- vogi og buðu fólki matvöru á betra verði en samkeppnisaðilar. Til þeirra streymdu ánægðir við- skiptavinir. Og þessir feðgar nutu fljótlega afraksturs vinnu sinnar. Eins og kapítalisminn gerir ráð fyrir þá græða þeir sem selja og þeir selja sem bjóða betur en sam- keppnisaðilinn. Og smátt og smátt urðu feðgarnir ríkir. Í dag er fyrir- tækjasamsteypa þeirra svo stór að Ísland er ekki lengur nógu stórt markaðssvæði fyrir hana. En þeir hafa verið duglegir að rétta öðrum hjálparhönd með styrkjum til góð- gerðamála og með því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi sem ekki standa sig og setja í þau fjár- muni til að reyna að snúa þeim til betri vegar. Og hverjir njóta góðs af því? Jú, allir. En samt eru þeir ekki þóknan- legir öllum. Ekki stjórnvöldum. Og þótt þeir fari að landslögum er það ekki nóg. Ef landslögin stop- pa þá ekki þá þarf bara að semja ný lög til þess að brjóta upp fyrir- tæki þeirra. Hvers vegna? Ég hef ekki ennþá skilið hvað þeir hafa gert rangt. Er fánaberi frelsis- flokksins að breytast í kyndilbera sósíalismans? Og hvað finnst fólki um þetta? Jú, tæplega 80% landsmanna eru á móti þessari meðferð sem þeir sæta af hálfu stjórnvalda. Hvernig er það eig- inlega með Davíð og forystumenn Sjálfsstæðisflokksins; eru þeir orðnir of þreyttir til þess að ganga frelsisgönguna? Á nú að setja alla í hlekki af því að þeir treysta sér ekki til þess að ganga áfram? Lög verða kannski börn síns tíma en það verða líka menn og flokkar. Nú er ég að verða þreyttur á gamla flokknum mín- um, finnst hann vera að gera margt rangt upp á síðkastið. Svo er bara spurning hvernig minni mitt verður þegar kemur að kosn- ingum. ■ 23FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004 Fyrirspurn til dr. Jóhanns M. Haukssonar Sigurður Jónsson skrifar: Í grein sinni í Fréttablaðinu 23. apríl sl. seg- ir dr. Jóhann M. Hauksson að hér á landi séu engin innflytjendavandamál og engin „innflytjendahverfi“. Líklega er þetta rétt hjá honum, en að nota þessar fullyrðingar til að mótmæla frumvarpi um innflytjendur og að innflytjendur séu ekki vandamál hér á landi (og verði ekki þar sem hann notar eingöngu efnahagsleg rök), bara í útlönd- um, lýsir best einfeldni hans. Hvers vegna að herma eftir? (Millifyrirsögn í grein hans). Er það ekki til að lenda ekki í sama pytti og flestar nágrannaþjóðir okkar hafa lent í? Í Malmö í Svíþjóð, þar sem um 265.000 manns búa, eru 24% fædd utan Svíþjóðar og til viðbótar eru 12% af erlendum upp- runa í aðra eða báðar ættir. Enn fremur er helmingur nemenda í framhaldsskólum innflytjendur. Þessar upplýsingar komu fram í spjalli Önnu G. Ólafsdóttur, blaða- manns hjá Morgunblaðinu, sunnudaginn 18. apríl sl. við Gunnell Rydell félagsráð- gjafa hjá „Etniska relationer“ þar í borg. Hvernig heldur þú, dr. Jóhann, að ástandið á Íslandi yrði félagslega og menningarlega ef svipaður fjöldi útlendinga byggi hér á landi? Heldur þú virkilega að hér á landi mynduðust ekki „útlendingahverfi“? Markmið fyrirtækja? Jón Þór Ólafsson skrifar: Markmið fyrirtækja er að hámarka arð fjár- festa sinna. Það er skylda þeirra að: – borga eins lág laun og þau komast upp með, ef það er arðbært, – að menga nátt- úruna eins mikið og þau komast upp með, ef það er arðbært. Ef við þekktum mann sem hegðaði sér eins, þ.e. hann gerði hvað sem er til að hámarka gróðann sinn á kostnað annarra, svo framarlega sem það væri löglegt, myndum við líklega telja hann siðblindan og beinlínis hættulegan. Við myndum forðast að eiga við hann sam- skipti ef við gætum. Þar sem við komumst ekki hjá áhrifum fyrirtækja og þar sem markmið fyrirtækja er að hámarka arð á löglegan hátt, sama hvort afleiðingarnar eru góðar eða slæmar fyrir borgarana, þá þurfum við lög sem gera það óarðbært eða ólöglegt fyrir fyrirtæki að gera það sem er slæmt fyrir borgarana. Innheimtulögfræðingar Benedikt Brynjólfsson skrifar: Það var á fyrstu dögum haustþings 2002 að umræða hófst um svokallaða inn- heimtulögfræðinga, að tími væri á það kominn að setja þeim reglur að vinna eftir, enda eru vinnubrögð þeirra í mörgum til- fellum algjörlega siðlaus. Seinnipart vetrar 2003 hringdi ég í fjóra þingmenn og innti þá eftir þessu máli. Bar öllum saman um að það væri orðinn því- líkur fjöldi af löglærðum mönnum þarna á þingi að þetta mál hefði bara ekki komist áfram af þeirri ástæðu. Er eðlilegt að ein stétt í röðum alþingismanna, sem eru þjóðkjörnir, geti staðið fyrir því að mál sem þetta nái fram að ganga? BRÉF TIL BLAÐSINS RAGNAR THORARENSEN LÖGGILTUR FASTEIGNASALI UMRÆÐAN ATHAFNAMENN OG STJÓRNVÖLD ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.