Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004
Real Madrid og Barcelona á höttunum eftir Nistelrooy:
Segist ekki vera á
förum frá United
FÓTBOLTI Talið er líklegt að bæði
Real Madrid og Barcelona ætli sér
að bjóða Manchester United 30
milljónir punda fyrir hollenska
landsliðsmanninn Ruud van Nistel-
rooy sem sjálfur blæs á slíkar sögu-
sagnir: „Mér er alveg sama hvað
fólk segir – ég verð áfram hjá
Manchester United,“ segir Nistel-
rooy sem á fjögur og hálft ár eftir
af samningi sínum við félagið. Ni-
stelrooy hefur gert frábæra hluti
frá því að hann kom til félagsins
árið 2001, hefur þegar skorað yfir
100 mörk og er gríðarlega vinsæll
hjá áhangendum þess. Talsmaður
Manchester United sagðist hafa
litlu við þessa umræðu að bæta:
„Við höfum sagt það aftur og aftur
að Ruud er ekki til sölu og ég veit
ekki hvað ég á að segja meira.
Hann skrifaði undir nýjan samning
í janúar og hefur margsagt það
undanfarna daga að hann vilji vera
áfram hjá félaginu.“ Ferran Sori-
ano, varafjármálstjóri Barcelona
klykkti út með þessu: „Við munum
hafa úr 33 til 40 milljónum punda að
spila og allt er mögulegt – jafnvel
kaup á Ruud van Nistelrooy.“ ■
San Marínó:
Fjórtán ára bið á enda
FÓTBOLTI San Marínó vann Liechten-
stein 1-0 á heimavelli á miðvikudag.
Með leiknum lauk fjórtán ára og 70
leikja bið San Marínómanna eftir
sigri í landsleik. Andy Selva, leik-
maður ítalska C-deildarfélagsins
Ferrara, skoraði markið á fimmtu
mínútu.
San Marínó tapaði 1-0 fyrir
kanadíska Ólympíulandsliðinu í
fyrsta landsleiknum árið 1986.
Fyrir leikinn á miðvikudag hafði
San Marínó tapað 65 af 69 leikjum
sínum og gert fjögur jafntefli. Eng-
in Evrópuþjóð hefur þurft að bíða
jafn lengi eftir sigri. Norðmenn
unnu Dani í sínum 28. leik árið 1918
og Andorra vann Hvít-Rússa í sín-
um 24. leik árið 2000.
Aðrar þjóðir sem eru neðarlega á
styrkleikalistanum náðu fljótlega
að sigra í landsleik. Lúxemborgarar
unnu Frakka í sínum þriðja leik árið
1914, Liechtenstein vann Kína í öðr-
um landsleik sínum árið 1982 og
Malta vann Túnis í sínum fimmta
leik árið 1959. ■
SAN MARÍNÓ - LIECHTENSTEIN
San Marínó er í 165. sæti á styrkleikalista
FIFA en Liechtenstein er í því 149.