Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 16
16 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGIÐ YFIR SJÓ OG LAND Stórum dúk með teikningu af stækkuðu Evrópusambandi hefur verið komið fyrir á túni í Zittau í Þýskalandi. Hér stígur kona yfir Botníuflóa frá Svíþjóð til Finnlands. Lögreglan á Blönduósi gerir húsleit: Kannabisræktun á sveitabæ FÍKNIEFNI Lögreglan á Blönduósi lagði hald á um fimmtíu kannabis- plöntur og talsvert magn af kannabisefnum þegar gerð var húsleit á tveimur stöðum í lög- gæsluumdæminu á miðvikudag. Í annarri húsleitinni, sem fram fór í íbúðarhúsi í þéttbýliskjarna á svæðinu, var lagt hald á lítilræði af unnu kannabisefni sem og áhöld til neyslu þess. Á sveitabæ í nágrenni Blönduóss fundust um fimmtíu kannabisplöntur, ljósa- búnaður til ræktunar og talsvert magn kannabisefna í vinnslu. Þrír aðilar á þrítugs og fertugs- aldri voru handteknir í kjölfar húsleitar og hafa þeir allir viður- kennt aðild sína að málinu. Þre- menningarnir, sem hafa komið lítillega við sögu lögreglu áður, voru látnir lausir að loknum yfir- heyrslum og telst málið upplýst. Í janúar á síðasta ári lagði lög- reglan Blönduósi hald á 330 kannabisplöntur og tíu skotvopn eftir húsleit á tveimur stöðum á löggæslusvæðinu. Að sögn lög- reglu er ekkert sem bendir til þess að þessi tvö mál tengist enda um aðra aðila að ræða. ■ Norræna innrásin Fyrirtæki frá Norðurlöndunum eru stærstu erlendu fjárfestarnir í Eystrasaltslöndunum þremur. Allt að þrír fjórðu hlutar erlendrar fjárfestingar í löndunum kemur frá norrænum fyrirtækjum. EISTLAND, AP Meðal þeirra sem unnu sæti á þingi Eistlands í fyrstu lýðræðislegu kosningunum eftir fall Sovétríkjanna var flokk- ur konungssinna sem hélt því fram á léttu nótunum að besta leiðin til að tryggja viðgang lands- ins væri að segja Svíum stríð á hendur, gefast fljótlega upp og þiggja sænskan konung. Þó flokkurinn hafi unnið nokk- ur sæti á þingi varð ekkert úr um- ræðu um að Eistar gengju í ríkja- samband við Svíþjóð. Samskipti ríkjanna hafa þó orðið veruleg, rétt eins og samskipti Norður- landanna allra og Eystrasaltsríkj- anna þriggja. Norðurlöndin standa að baki 75 prósenta er- lendrar fjárfestingar í Eistlandi, 45 prósenta í Litháen og um það bil 40 prósenta í Lettlandi. Meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa fjárfest í Eystrasaltsríkj- unum má nefna Byko og Húsa- smiðjuna. Norræn fyr- irtæki hafa látið mikið fyrir sér fara og meðal annars tekið yfir rekstur banka, kauphalla, símafyrirtækja og fjöl- miðla. Kauphallirnar í Eistlandi og Lettlandi eru í eigu sænsks fyrirtækis sem vill kaupa meiri- hluta í litháísku kauphöllinni. Sænsk samsteypa á viðskiptablöð í öllum Eystrasaltsríkjunum og að auki útbreiddasta dagblað Lett- lands. Útgefandi helsta dagsblaðs og stærstu tímarita Eistlands er í eigu Norðmanna. Annað norskt fyrirtæki á stórar sjónvarps- stöðvar í öllum Eystrasalts- löndunum. Norðurlöndin og Eystrasalts- ríkin hafa tekið upp margvíslegt samband, eru að verða eitt mark- aðssvæði og stjórnmálamenn í Eystrasaltsríkjunum láta vel af því að mynda blokk ríkjanna þriggja og Norðurlanda innan Evrópusambandsins til að auka áhrif landanna. „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á en vorum útilokuð frá í hálfa öld,“ sagði Artis Bertu- lis, sendiherra Lettlands í Svíþjóð. „Við viljum stunda viðskipti á sama skynsamlega mátann og Norðurlöndin gera. Við erum vel skipulagðir og stöndum við skuld- bindingar okkar. Stundum gott betur en það.“ Aðild Eystrasaltsríkjanna að Evrópusambandinu frá og með laugardegi hefur síður en svo orðið til að draga úr áhuga norrænna manna á fjárfestingum. „Eistland verður sífellt áhugaverðari fjár- festingarkostur, sérstaklega nú þegar þeir ganga í Evrópusamband- ið,“ sagði Petra Martinsson, tals- maður sænska útflutningsráðsins í Tallinn í Eistlandi. ■ Lögreglan berst við villikött: Beit bæjarbúa í höndina LÖGREGLUMÁL Bröndóttur villiköttur hefur gert íbúum á Höfn í Horna- firði lífið leitt undanfarna daga. Lögreglan hefur ítrekað reynt að hafa hendur í hári kattarins en án árangurs. Fresskötturinn hefur ver- ið á vappi í kringum bílskúr í kaup- staðnum. Reynt hefur verið að veiða hann í búr enda er hann bæjarbúum til mikils ama. Að sögn lögreglu er kötturinn ekki í húsum hæfur og varla þorandi að nálgast hann. Einn íbúi í kaupstaðnum reyndi að tjónka við dýrið en var bitinn í höndina. Kettinum verður að líkindum lógað ef enginn eigandi gefur sig fram. ■ DREGUR ÚR FRELSI Tök ítalska forsætisráðherrans á ríkis- fjölmiðlum og einkareknum fjölmiðlum urðu til þess að Ítalía féll úr hópi þjóða þar sem fjölmiðlar eru frjálsir. Fjölmiðlafrelsi: Hvergi meira FJÖLMIÐLAR Frelsi fjölmiðla er hvergi meira en á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð. Sjónarmun á eftir koma hin Norðurlöndin, Finnland og Noregur, auk Belgíu og Sviss. Þetta kemur fram í nið- urstöðum könnunar samtakanna Freedom House á frelsi fjölmiðla í 193 löndum. Fjölmiðlar búa við minnst frelsi í Norður-Kóreu sem hefur vinninginn yfir Kúbu, Búrma og Túrkmenistan. Athygli vekur að Ítalía fellur úr hópi ríkja þar sem fjölmiðlar eru frjálsir. Samtökin segja ástæðuna áhrif Silvio Berlusconi forsætisráð- herra á ríkisfjölmiðla til viðbótar við fjölmiðlaveldi hans sjálfs. ■ „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á en vorum útilokuð frá í hálfa öld. NÝKJÖRINN FORSETI Branko Crvenkovski hefur heitið því að berjast fyrir inngöngu Makedóníu í Evrópusambandið. Forsetakjör í Makedóníu: Forsætisráð- herrann kjör- inn forseti MAKEDÓNÍA Forsætisráðherra Makedóníu, Branko Crvenkovski, hefur verið kjörinn forseti landsins. Crvenkovski, fékk um 63% atkvæða í annarri umferð forsetakosning- anna. Sasko Kedev, mótframbjóðandi Crvenkovskis, hefur sakað and- stæðinga sína um kosningasvindl og krafist þess að kosningarnar verði dæmdar ógildar. Kedev hefur leitað til Evrópuþingsins og bandaríska þingsins vegna málsins. Óháðir eftirlitsmenn sem fylgdust með kosningunum segja að það sé of snemmt sé að skera úr um hvort reglur hafi verið brotnar. Boðað var til kosninga eftir að forseti Makedóníu, Boris Traj- kovski, lést í flugslysi í febrúar. ■ 53 TEKNIR Á OF MIKLUM HRAÐA Lögreglan í Reykjavík stöðvaði óvenju marga ökumenn í gær fyrir að gerast sekir um að aka of hratt. 53 voru stöðvaðir frá átta í gærmorgun fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Talið er að hluti skýringarinnar sé nýr og full- komnari radar sem nær fleiri bílum en eldri búnaður. KANNABISPLÖNTUR Lögreglan lagði hald á tugi kannabis- plantna á sveitabæ skammt frá Blönduósi. Í GAMLA BÆNUM Í TALLINN Norrænar fjárfestingar verður óvíða meira vart en í Eistlandi, þrír fjórðu hlutar erlendrar fjárfestingar í landinu koma frá Norðurlöndunum. 40 þúsund króna sekt: Flutti inn klámmyndir DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri var dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið- vikudag. Maðurinn flutti inn 120 diska af klámefni frá Taílandi. Maðurinn var sagður hafa ætlað myndirnar til sölu og dreifingar hér á landi. Verði sektin ekki greidd inn- an fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins þarf maðurinn að sitja í fangelsi í tíu daga. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.