Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 37
Óskemmtilegt er að fylgjast með
því að ráðstjórnarflokkarnir und-
ir forystu Davíðs aðalritara eru
komnir í stórsókn gegn mark-
aðslögmálum. Aðalritarinn sér
fjandann (Baug) í hverju horni
og gengur ekki hnífurinn milli
hans og dólgamarxista sem sum-
ir hafa verið að taka undir þau
sjónarmið Davíðs og Halldórs
sem viðruð eru í fjölmiðlafrum-
varpinu. Flokkur aðalritarans
dansar á eftir í hárréttum takti.
Ráðstjórn Davíðs og Halldórs
vill nú fara að efla útvarp og
sjónvarp ríkisins til mótvægis
við frjálsa fjölmiðla. Þau munu
líklega eiga að koma „réttum“
sjónarmiðum á framfæri við
pöpulinn. Þeir sem eldri eru
muna eftir ráðstjórnarmálgögn-
unum Isveztiu og Prövdu. Þau
fluttu Sovétþjóðum „réttar“
fréttir og skoðanir sem kunnugt
er.
Það er tímanna tákn að for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins
fá nú orðið fast að 100% fylgi í
„frjálsum kosningum“ innan
flokksins. Slíkt yfirburðafylgi
hefur vart sést annars staðar síð-
an í Sovétríkjunum heitnum.
Þá skal tiltekinn stuðningur
þeirra kumpána við herförina
og illræðisverkin sem trúarleið-
togarnir Bush og Blair standa
fyrir gegn alþýðufólki í Írak í
nafni Guðs. Ekki skal heldur
gleyma sálufélaga þeirra,
stríðsglæpamanninum Sharon
sem er að störfum fyrir „free-
dom“ í Palestínu. Aðalritarinn
og næstráðandi hans hafa gert
okkur Íslendinga óforspurða að
taglhnýtingum þessara þokka-
pilta.
Í þessu ljósi er kannski rök-
rétt að Björn Bjarnason dreymi
um vopnaðar lögreglusveitir til
að skakka leikinn hér innanlands.
Ekki linnir aðför Ráðstjórnar-
innar að heilbrigðiskerfinu og er
vandséð fyrir almenning hvað á
bak við býr. Ítrekuð dómsmál
sem gengið hafa, þar sem öryrkj-
ar og minnimáttar hafa sótt rétt
sinn í hendur Ráðstjórnarinnar,
lýsa reyndar nokkuð vel innræti
valdhafanna.
Áætlaður sparnaður ríkisins
vegna breyttrar reglugerðar um
lyfjakostnað sem sóttur er í vasa
sjúklinga fyrst og fremst, nálg-
ast að bera uppi aukinn kostnað
vegna eftirlaunafrumvarps þing-
manna sem sérsniðið var að þörf-
um aðalritara.
Á sínum tíma leyfði Morgun-
blaðið sér að gera ágreining við
háttvirtan aðalritara um einstök
mál. Sá tími virðist því miður
vera á enda runninn.
Augu fólks eru að opnast fyrir
í hvaða ófæru stefnir. Loksins
eru að sjást merki um að frjáls-
lynt fólk innan Sjálfstæðisflokks-
ins láti ekki bjóða sér þessa ein-
ræðistilburði lengur og vonandi
gerist það einnig innan Fram-
sóknarflokksins.
Það er sem sé löngu orðið
tímabært að venjulegt fólk innan
flokkanna velti af sér þessum
óheillakrákum og nauðhyggjuliði
og myndi ríkisstjórn þvert á
flokkabönd, sem stjórni af mann-
úð og taki tillit til frelsis, velferð-
ar og lýðræðis. ■
Neytendur ráða
Það eru neytendur sem gera fyrirtæki stór
með því að taka ákvörðun um að skipta
við þau. Þeir hafa þetta allt í hendi sér.
Það sem Vefþjóðviljinn hefur hins vegar
alltaf verið andvígur eru opinberar að-
gerðir; samkeppnislög, samkeppnisstofn-
un. Af þeirri ástæðu er blaðið andvígt því
að hið opinbera setji samkeppnisreglur á
fjölmiðlamarkaði eins og nú er ætlunin.
Vitanlega hafa aðrir rétt til að hafa aðra
skoðun á slíku og þeir sem, öfugt við Vef-
þjóðviljann, styðja samkeppnisstofnun og
samkeppnislög, þeir eru líklegir til að
styðja væntanlegar fjölmiðlareglur.
Vefþjóðvilinn á andriki.is
Ekki fleiri „þjóðarátök“
Það er mikilvægt að slík stefna [í fíkniefna-
málum] liggi fyrir sem fyrst því ljóst er að
meðan ekki er til staðar markviss forvarn-
arstefna nýtast þeir fjármunir sem lagðir
eru til málaflokksins af hálfu ríkisins ekki
sem skyldi. Árangur er ekki mælanlegur og
hætt er við að margir aðilar séu að vinna
að sama markmiði hver í sínu horni og
hugsanlega í samkeppni hver við annan
um fjármagn í stað þess að nýta krafta sína
í sameiningu til að ná sem bestum árangri.
Ekki fleiri „þjóðarátök“ takk.
Unnur Brá Konráðsdóttir á deiglan.com
Börnin mikilvægust
Börnin eru það mikilvægasta sem þessi
þjóð á. Hins vegar högum við okkur í öllu
tilliti ekki í samræmi við þessa staðreynd.
Hvort sem litið er á barnabætur, leikskóla-
gjöld, málefni geðsjúkra barna eða stöðu
langveikra barna er ljóst að unnt er að gera
betur í málefnum barna og við eigum að
gera betur. Frjáls félagasamtök gegna lykil-
hlutverki í íslensku velferðarkerfi. Hinn
mikli fjöldi sem sækir í aðstoð slíkra sam-
taka í hverri viku er vitnisburður um raun-
veruleika sem sumir Íslendingar skilja ekki
að sé til staðar í okkar ríka samfélagi.
Ágúst Ólafur Ágústsson á politik.is
Leysa ekki vandann
Raunverulegur vandi Háskóla Íslands ligg-
ur í því að ríkisstjórnin er með beinum að-
gerðum að neyða skólann til að biðja um
leyfi til að taka upp skólagjöld. Skólagjöld
leysa hinsvegar ekki vandann. Síður en
svo. Það er hægt að hrekja öll rök skóla-
gjaldasinna sem þýðir að slík gjöld eru
ekki skynsamlegasta leiðin. Við þurfum
ekki menntakerfi sem er háð samkeppni.
Við megum ekki falla í þá gryfju að fyrst
eitthvað heitir samkeppni þá beri að fara
þá leið. Samkeppni á víða við og er oft af
hinu góða. En í menntakerfinu á hún ekki
við.
Kristbjörn H. Björnsson á uf.xf.is
Elska svona vitleysu
Það kannast allir við hina klassísku
þversagnarspurningu: Getur Guð
skapað svo stóran stein að hann geti
ekki lyft honum?
Þetta er auðvitað bráðskemmtileg spurn-
ing og húmorísk. Ég man fyrst eftir að hafa
verið spurður að henni af miklum
spekúlant sem aðhylltist þá hugmynda-
fræði að heimurinn væri nákvæmlega eins
og maður vildi að hann væri. Ef maður
skipti um skoðun á heiminum myndi
heimurinn sjálfur breytast um leið. Ég
elska svona vitleysu.
Birgir Baldursson á vantru.is
Það er sem sé löngu
orðið tímabært að
venjulegt fólk innan flokk-
anna velti af sér þessum
óheillakrákum.
,,
Kauptu Sony
hjá Sony - vaxtalaust
DCR-HC14E stafræn tökuvél
frá Sony.
Tökuvélin er með Carl Zeiss“Vario-Sonnar”linsu
sem tryggir þér ótrúleg myndgæði. Vélin er með
hágæða 2,5" litaskjá sem er jafnframt snertiskjár,
þannig að þú stjórnar skipunum einfaldlega með
því að styðja á skjáinn.
640x zoom (10x optical)
800.000 pixlar Super HAD myndflaga
USB streaming
5.499 krónur í 12 mánuði*
eða 65.988 krónur
DCR-PC107E
Carl Zeiss Vario Tessar Linsa
800.000 pixla Super HAD myndflaga
Tengistöðin gerir hleðslu og tengingar auðveldari
8.299 krónur í 12 mánuði*
eða 99.588 krónur
DCR-PC109E
Carl Zeiss Vario Tessar Linsa
1.070.000 pixla Super HAD myndflaga
Tengistöðin gerir hleðslu og tengingar auðveldari
9.999 krónur í 12 mánuði*
eða 119.988 krónur
*Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard
skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með
jöfnum greiðslum yfir samningstímann.
Opið alla helgina
AF NETINU
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá
SVERRIR HJALTASON
SKRIFAR UM FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ
25FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004