Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 26
Puma-fyrirtækið getur aldeilis verið sátt við afkomuna sem af er
þessu ári. Sala á vörum fyrirtækisins jókst um 30% á árinu miðað
við á sama tíma í fyrra. Hagnaður var rúmlega 80 milljónir evra á
fyrsta ársfjórðungi, rúmlega 60% meiri en í fyrra.
„Ég á hvítar perlur sem ég keypti
á perluræktarbúgarði í Kína,“
segir Guðrún Indriðadóttir leir-
listakona. „Þær eru ekki hefð-
bundnar í laginu heldur langar og
mjóar. Þær eru kallaðar múslinga-
perlur og mér skildist að settur
væri múslingur eða fiskur inn í
skelina, í stað þess að yfirleitt er
settur kringlóttur kjarni. Þá
kreistir skelin fiskinn saman og
spinnur utan um þannig að perlan
verður löng og mjó. En ég tek það
fram að ég skildi nú ekki alltaf
hvað Kínverjarnir voru að segja
mér.
Ég keypti bæði hálsmen og
svolítið stórt armband sem ég lét
síðan taka tvær perlur af. Úr þeim
lét ég búa til eyrnalokka.
Mér finnast óvenjulegar perlur
fallegar, en ekki venjulegar hvítar
sléttar perlur. Þegar ég kom inn í
perlubúðina á búgarðinum var
þetta strax eina festin sem ég gat
hugsað mér. En þarna var hægt að
kaupa rosalega flottar perlur, sem
kostuðu allt upp í hálfa milljón
króna stykkið.“
Guðrún segist nota perlu-
skartgripina við sérstök tækifæri,
enda sé hún frekar óvenjuleg.
Hún er mikið fyrir stóra skart-
gripi en segist ekki ganga mikið
með skart dagsdaglega. „Ég er í
tvenns konar vinnu, á keramik-
verkstæði og sem lyfjafræðingur
á Landspítalanum. Á hvorugum
staðnum get ég verið með hringa í
vinnunni, þannig að meira að
segja giftingarhringurinn liggur
oft einhvers staðar vikum saman.
Því geng ég frekar með hálsmen.“
■
Stuttermabolir með ýmiskonar myndum á hafa lengi verið vin-
sælir og sumir orðnir klassík eins og Che Guevara bolurinn.
Upp á síðkastið hafa bolir með andlitsmyndum í einskonar
teiknimyndastíl verið mikið áberandi og síst virðist vera að
draga úr vinsældunum.
Spænska merkið Custo Barcelona hefur farið óhefðbundnar
leiðir í bolaframleiðslu, bæði hvað varðar munstur og efnis-
notkun og falla flíkurnar undir áðurnefndan hóp teiknimynda-
bola. Fyrirtækið var stofnað 1996 af bræðrunum Custavio og
David Dalmav og það var þá sem þeir komu fram með bolina
sem hrifu tískuspekúlanta upp úr skónum. Framleiðslan hefur
þanist út og nú býður Custo Barcelona upp á fjölbreytta dömu-
og herralínu sem og fylgihluti.
Andlitin má líka sjá víðar bæði þekkt og óþekkt. Dolce &
Gabbana hafa t.d. sett Jimi Hendrix og Jim Morrison á sína boli,
og hver hefur ekki séð Elvis, Madonnu og Brigitte Bardot á
stuttermabolum í gegnum tíðina. ■
Áprentaðar flíkur:
Andlitið aðalatriðið
Custo-hlírabolur, 10.990 kr.
Cultura-bolur 9.990 kr.
Custo-bolur 9.990 kr
Uppáhalds skartgripirnir:
Perluskartgripir
frá Kína
Guðrún Indriðadóttir keypti perluskartgripina
á perluræktarbúgarði í Suður-Kína.
Custo-pils 14.990 kr.