Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 22
Þessi pistill mun ekki fjalla um
fjölmiðlafrumvarp forsætirsráð-
herra. Ekki nema svona rétt í
upphafi. Ástæðan er ekki ánægja
með frumvarpið, síður en svo.
Þeirri líklegu kenningu hefur
hins vegar verið komið á fram-
færi að skýringin á sérkenni-
legri framgöngu forsætisráð-
herra í málinu kunni einmitt að
leynast í spurningunni um um-
fjöllun um málið. Það hefur
nefnilega vakið undrun og
spurningar hjá mörgum hvernig
á því standi að Davíð Oddsson
kaus að meðhöndla málið með
þeim hætti sem hann gerði.
Hann frussast fram með málið,
treður samstarfsmönnum jafnt
sem andstæðingum og öllum al-
menningi um tær í leiðinni og
gengur gjörsamlega fram af öll-
um sem á annað borð hafa eitt-
hvað leitt hugann að málinu.
Kenningin líklega gengur ein-
mitt út á að Davíð hafi lesið rétt
þol þjóðarinnar við viðbrögðum
íslenskra fjölmiðla, áhugamanna
um þjóðmál og stjórnmála-
manna. Síðan málið komst í há-
mæli hefur umfjöllunin og
hneykslanin verið slík að líkja
má við kröftuga flóðbylgju. Hér
í þessu blaði, í öðrum blöðum, í
útvarpi og sjónvarpi hefur verið
nánast sólarhringsdekkun á mál-
inu og segja má að varla sé sá
steinn til sem ekki hefur verið
velt við og ekki sá flötur sem
ekki hefur verið kannaður. Eftir
fimm daga sprengjuregn um-
fjöllunar hefur hinn almenni
borgari nú fengið sig fullsaddan
og þráir ekkert heitar en að
losna undan þessari dembu.
Hvar sem komið er kasta menn
sér á útvarps- og sjónvarpstækin
til að slökkva og hrópa eins og
Mundi í vísunni: „Þetta er nóg,
þetta er nóg – ég þoli ekki lengur
að þvælast á sjó!“ Alþýða manna
er farin að kalla á miskunn og
óska þess eins að málið verði af-
greitt á þinginu sem allra, allra
fyrst. Og þar sem slíkt væri afar
sorgleg niðurstaða og óæskileg,
þá verður hér fjallað um byggða-
stefnu en ekki frumvarp Davíðs.
Fyrir skömmu var kynntur
sérstakur vaxtarsamningur fyr-
ir Eyjafjarðarsvæðið sem er
hluti af tillögum verkefnis-
stjórnar um byggðaáætlun fyrir
Eyjafjörð. Þessi verkefnisstjórn
starfaði í umboði byggðamála-
ráðherra í framhaldi af þeirri
stefnumörkun í hinni eiginlegu
byggðaáætlun ríkisstjórnarinn-
ar að efla ætti sérstaklega Eyja-
fjarðarsvæðið sem mótvægi við
Reykajvík. Þessi vaxtarsamn-
ingur felur í sér að sveitarfélög,
einkaaðilar og ríki á Eyjafjarðar-
svæðinu taki sig saman og geri
átak í að þróa og efla ákveðin
svið mannlífs og atvinnu þar
sem þegar eru til vísar að öflugri
starfsemi. Samkvæmt áætlun-
inni eru þessi svið, eða „klasar“
eins og þetta er kallað, mennta-
og rannsóknaklasi, heilsuklasi,
ferðaþjónustuklasi og matvæla-
klasi. Hér er á ferðinni nokkuð
ný nálgun á byggðamálin, nálgun
sem hefur gefist vel víða erlend-
is og er vel þess virði að reyna
hér. Það er satt að segja löngu
tímabær byggðamálahugsun að
rækta sérstöðuna og það sem til
er nú þegar á viðkomandi stöð-
um, frekar en að flytja inn ein-
hverjar töfralausnir. Ekki er
verra þegar menn hugsa til langs
tíma og taka það skref að for-
gangsraða og ákveða hvað þeir
vilja gera – í stað þess að reyna
að gera öllum hugmyndum til
hæfis og enda með því að gera
engri þeirra gagn. Vaxtarsamn-
ingur og stefnumörkun í þessari
svæðisbundnu byggðaáætlun er
vísir að þessari hugsun.
Öll er þessi stefnumörkun góð
og blessuð, en sá böggull fylgir
skammrifi að sjaldnast þegar
stórar hugmyndir eru á ferðinni
eða langtímasýn fylgir sá póli-
tíski vilji og fjármagn sem þarf
til að fylgja slíku eftir. Íslensk
stjórnmál hafa náð að gegnis-
fella byggðaumræðu niður í
smáskammtalækningar, þar sem
allar fjárveitingar og fjárfest-
ingar opinberra aðila til verk-
efna á landsbyggðinni eru ein-
hvern veginn orðnar að byggða-
ölmusu – eitthvað sem pólitíkus-
um tókst að sækja suður og
koma með heim í hérað.
Þess vegna kom það skemti-
lega á óvart í vikunni – þó það
hafi svo sem ekki farið hátt í
fréttum – að stjórn KEA svf.,
sem skilgreinir sig sem byggða-
festufélag á Eyjafjarðarsvæðinu
og í Þingeyjarsýslu, tók hug-
myndir úr byggðaáætlun stjórn-
valda upp á sína arma og bauðst
til að leggja fram 150-200 millj-
ónir á ári í fjögur ár í verkefni
sem tengdust þeim fjórum svið-
um eða klösum sem búið er að
skilgreina til forgangs. Hér er
verið að tala um verulega fjár-
muni, enda á KEA talsvert í sjóð-
um, og skyndilega fær byggða-
áætlunin og vaxtarsamningurinn
nýja vídd. Raunverulegur mögu-
leiki er á að byggðahugmynd
fylgi raunverulegir peningar!
Eða hvað? Þótt ótrúlegt kunni að
virðast er hvorki sjálfgefið né
einfalt að stjórnvöld vilji búa til
400 milljónir úr 200 milljónum á
ári næstu fjögur árin. Fjármunir
ríkisins eru takmarkaðir og það
sem sett hefur verið í byggða-
áætlun mun hvergi nærri duga í
svona nokkuð. Það þarf því að
finna aðrar leiðir og eflaust eru
þær til og vonandi verða þær
fundnar. Þær verða ekki auð-
fundnar. En verði leiðanna ekki
leitað, og verði ekki gerðar mjög
alvarlegar tilraunir til að nýta
sér það tilboð sem sett hefur ver-
ið fram, getur verið erfitt fyrir
stjórnmálamenn að tala um
byggðamál eða setja fram
byggðaáætlanir almennt í fram-
tíðinni. Tilboð KEA dregur það
fram með átakanlegum hætti að
fögrum fyrirheitum og orða-
gjálfri um byggðamál fylgja afar
takmarkaðar fjárveitingar og í
slíkum áætlunum er í raun lítil
þyngd. Borðtenniskúlunni sem
skotið var til „heimamanna“ fyrr
í vor hefur nú verið skotið aftur
til baka með kröftugum hætti.
Nú er komið að nýjum kafla í
sögu byggðastefnunnar þar sem
landsmenn munu fylgjast grannt
með viðbrögðum við tilboði
KEA. ■
Frá því að einokun ríkisvaldsins á útvarpsrekstri var afnum-inn fyrir átján árum hefur svo til samfellt ríkt ástand á fjöl-miðlamarkaði sem bryti í bága við þau lög sem ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar vill nú setja um eignarhald á fjölmiðlum.
Lengst af þessum tíma hafa verið eignatengsl milli prentmiðla og
ljósvakamiðla, tengsl sem frumvarpið bannar með öllu. Og allan
þennan tíma hafa fyrirtæki sem hafa markaðsráðandi stöðu átt
eignarhluti í ljósvakamiðlum – að ekki sé talað um fyrirtæki sem
tengjast fyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu með einhverjum
hætti. Frumvarpið beinist því að ástandi sem hefur verið viðtekið
á fjölmiðlamarkaði allt frá afnámi einkaréttar ríkisvaldsins á
útvarpssendingum.
Það sér það hver maður hvað slík lög eru freklega ósanngjörn.
Það er ekki hægt að kvarta undan því þegar sett eru lög sem banna
eitthvað sem áður giltu engin lög um. Það getur komið upp ný staða
í tilteknum geira samfélagsins, sem menn ýmist sáu ekki fyrir eða
töldu ólíklega, og hún kallað á nýja lagasetningu. Það er hins vegar
blessunarlega fátítt að stjórnvöld telji ástand sem hefur varað
árum saman skyndilega stefna lýðræði og frelsi borgaranna í hættu
og kalla á skjóta lagasetningu.
En slík lagasetning er ekki aðeins undarleg heldur stefnir hún
réttaröryggi borgaranna í hættu. Þeir hafa ekki skjól í því að fara
eftir þeim lögum og reglum sem gilda hverju sinni. Og það dugar
þeim ekki lengur að styðja sig við þá hefð sem hefur skapast og í
raun verið staðfest með nýjum lögum. Það má ekki gleyma því að
markaðsráðandi fyrirtæki áttu hlut í ljósavakamiðlum og það voru
eignartengsl millum prent- og ljósvakamiðla við undirbúning, setn-
ingu og umræðu um tiltölulega ný útvarpslög. Bæði þessi atriði
hafa komið til umræðu á Alþingi frá því að einokun ríkisvaldsins á
útvarpssendingum var aflétt en löggjafinn ekki sýnt neina tilburði
til að banna þá. Þetta má ekki aðeins lesa af aðgerðaleysi þingsins
heldur ekki síður af einörðum yfirlýsingum forystumanna flestra
stjórnmálaflokka.
Þegar frumvarpið er skoðað kemur í ljós að þrátt fyrir tilvísan-
ir í greinargerð þess til alþjóðlegra sáttmála eigum við borgararn-
ir heldur ekkert skjól í samanburði við lagasetningar í öðrum lönd-
um. Það þekkist hvergi á byggðu bóli að blátt bann sé lagt við því
að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu fjárfesti í fyrirtæki sem rekur
ljósavakamiðil. Ráðherrar hafa vísað til Danmerkur en þar má slíkt
fyrirtæki þó eiga 25 prósent hlutafjár í ljósavakafyrirtæki. Með því
að setja auk þess bann við tengslum milli prentmiðla og ljósavaka-
miðla eru lögin sem ríkisstjórnin vill setja orðin einstök og án for-
dæma í vestrænum lýðræðisríkjum.
Þegar síðan er haft í huga það andrúm sem frumvarpið er mótað
í – látlausar yfirlýsingar ráðherra um að þeim hugnist ekki efni
þeirra miðla sem eru í eigu eina fjölmiðlafyrirtækisins sem lögin
snerta og þá svo mjög að það horfir fram á snöggt gjaldþrot – þá
ætti öllum að vera ljóst að þessum lögum er ekki ætlað að tryggja
frelsi fjölmiðla heldur veita þeim eftirminnilega ráðningu: Þeir
fjölmiðlar sem ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir verði lagðir af
með lögum. ■
30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
MÍN SKOÐUN
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Því sem áður var fagnað er nú bannað með lögum.
Eftirminnileg
ráðning
Snjallt útspil í byggðamálum
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift
ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
ORÐRÉTT
Eigendurnir eru aðalatriðið
Það skiptir öllu máli hverjir eiga
fjölmiðla. Sumir fjölmiðlar eru
heppnir með eigendur sína. Aðr-
ir ekki. Og er þá ekki bara átt
við fjölmiðla á Íslandi.
Ritstjóri Morgunblaðsins í leiðara
sem fjallar um eigendur fjölmiðla og
sjálfstæði ritstjórna.
Morgunblaðið 29. apríl.
Afleiðingarnar óþekktar
Frumvarpið er meingallað. Eng-
in úttekt liggur fyrir um það til
hvers eignatakmarkanir munu
leiða fyrir rekstur þeirra miðla
sem starfa.
Stefán Jón Hafstein um fjölmiðla-
frumvarp Davíðs Oddssonar.
Morgunblaðið 29. apríl.
Tilgangslaust?
„Ég minnist þess hér að þegar Al-
þýðuflokkurinn stóð með Jóhannesi
í Bónus í kalkúnamálinu og gegn
ofurtollum stóð [ hann] aldrei með
flokknum. Þvert á móti fór hann í
prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum.“
Glúmur Jón Baldvinsson undrast að
Samfylkingin skuli berjast gegn fjöl-
miðlafrumvarpinu.
DV. 29. apríl.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Með því að setja auk þess bann við tengslum milli
prentmiðla og ljósavakamiðla eru lögin sem ríkis-
stjórnin vill setja orðin einstök og án fordæma í vestræn-
um lýðræðisríkjum.
,,
Fjölmiðlakóngurinn
Í umræðum
um fjölmiðla-
frumvarpið
hefur Þor-
gerður Katrín
Gunnarsdóttir
menntamála-
ráðherra aftur
og aftur nefnt
Silvio
Berlusconi
forsætisráð-
herra Ítalíu
og fjölmiðlaveldi hans sem víti til að var-
ast. En skyldi Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra ekki leiðast þessi samanburður?
Sagt er að fáir erlendir stjórnmáleiðtogar
séu í meiri metum hjá honum. Berlusconi
heimsótti Davíð hingað til lands vorið
2002 og tóku menn þá eftir því að
óvenju vel fór á með þeim. Um haustið
bauð Berlusconi í einkaheimsókn til sín
og dvaldi Davíð þá um skeið í höll hans
á eynni Sardiníu í Miðjarðarhafi. Heim
kominn fór Davíð mörgum fögrum orð-
um um ágæti, vinsældir og gest-
risni hins ítalska vinar síns í sam-
tali við Morgunblaðið. Hvergi
minntist Davíð á að sér þætti
óeðlilegt að Berlusconi ætti
flesta fjölmiðla á Ítalíu. Skyldi
hann taka undir með Þorgerði
Katrínu að þessi vinur hans sé
hættulegur ítölsku lýðræði?
Málefnaleg umræða?
Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur
kemur að venju Davíð Odds-
syni til varnar í föstum pistli sín-
um í Viðskiptablaðinu. Jakob telur greini-
lega að Davíð hafi alltaf rétt fyrir sér,
sama um hvað málið snýst. Sælir
eru trúaðir. Hann er alveg gáttaður á
því hve ritstjóri Fréttablaðsins kveður
fast að orði í gagnrýni sinni á forsæt-
isráðherra og telur að slík skrif
myndu „hvergi annars
staðar birtast í víðlesnasta
blaði þjóðar“. En Jakob
ætti að líta í eigin barm.
Þegar grein hans er lesin
kemur á daginn að hún er
uppfull af stóryrðum og
svigurmælum um þá sem
eru á öðru máli en hann.
Eigendur Norðurljósa eru
kallaðir „valdagírugir auðjöfr-
ar“ og fréttamenn miðlanna
„búðarþjónar“. Málefnaleg um-
ræða?
Í DAG
BYGGÐAMÁL
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Hér er á ferðinni
nokkuð ný nálgun
á byggðamálin, nálgun sem
hefur gefist vel víða erlendis
og er vel þess virði að reyna
hér.
,,
degitildags@frettabladid.is