Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 13
uppfylla bæði skilyrðin, um fjöl- breytni í eignarhaldi og efni. En kannski er Ísland svo lítið og púkalegt að það er ekki hægt,“ sagði hann. Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann myndi því mæla með því að fyrirkomulaginu um pólitíska skipun í útvarpsráð yrði breytt svo tryggja megi hlutleysi fréttamanna gagnvart eigendum. Því svarað hann: „Það er munur á almenningsútvarpi og frjálsum fjölmiðli. Skyldur Ríkisútvarps- ins eru svo miklu strangari varð- andi dagskrárgerð. Einka- miðlarnir gera þetta eins og þeim sýnist.“ Hann var beðinn að nefna dæmi þar sem slagsíða væri í fréttaflutningi miðla Norðurljósa um skýrsluna. Hann svaraði því með því að segja: „Allur frétta- flutningur Fréttablaðsins, DV og Stöðvar 2 er undir mjög nei- kvæðum formerkjum“. Þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir fundinn og bað hann um að nefna tilvik þar sem um- fjöllun Norðurljósamiðlanna hefði verið einhliða um málið sagðist hann ekki „nenna að tala meira um þetta. Ég er búinn að fá alveg nóg af fréttamönnum“. Hann var þá spurður hvort heilsíðuviðtal við forsætis- ráðherra, sem birtist eftir ríkis- stjórnarfundinn á sunnudaginn, og langt viðtal við Halldór Ás- grímsson á sama tíma, teldist ein- hliða. „Það eru þá undantekning- arnar,“ svaraði Davíð Þór. ■ FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004 iðtölin eru kningar umræðuna einhliða í fjölmiðlum Norðurljósa gt annað en að setja um fjölmiðla lög. Hann segir manna þrátt fyrir pólitíska skipun útvarpsráðs. Langflottust - í veislunni debenhams S M Á R A L I ND ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 44 96 04 /2 00 4 Glæsilegt úrval af spariklæ›na›i á ver›i sem gle›ur. Opi‹ 1. maí frá kl. 11 til 18 E-korthafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. BAGDAD, AP Írösk sjúkrahús, sem skortir flestan nauðsynlegan bún- að, reyna nú í ofvæni að verða sér úti um fleiri sjúkrabíla, meira blóð og annars konar sjúkragögn. Stjórnendur þeirra óttast að mann- skæðum sjálfsmorðsárásum eigi enn eftir að fjölga í aðdraganda þess að framkvæmdaráð Íraks tek- ur við hluta af völdunum í landinu. Talið er að skortur á sjúkra- gögnum hafi orðið til þess að fleiri hafi látið lífið af sökum hryðju- verkaárása en ella hefði orðið. Sér- staklega tiltaka menn árásirnar á helgistað sjítamúslima í Bagdad og Karbala þar sem nær 200 manns létust. „Við vitum að það eru erfiðir tímar framundan svo við höfum verið að gera neyðaráætlanir,“ sagði Mohammed Mahdi, yfirmað- ur tæknimála hjá heilbrigðis- umdæminu í Najaf. ■ Sjúkrahús búa sig undir annasama tíma: Óttast frekari árásir FLUTTUR Á SJÚKRAHÚS Níu ára íraskur drengur, Waad Ibrahim, sést hér fluttur á bráðabirgðasjúkrahús í Írak. Á vettvangi SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um fjölmiðlaskýrslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.