Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 38
Ég er varla byrjaður og þarfmeiri tíma með hljómsveit- inni,“ segir Rumon Gamba, aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, sem nú hef- ur skrifað undir samning um að stjórna þessu flaggskipi íslenskr- ar tónlistar í fimm ár í viðbót. „Hljómsveitin hefur verið að gera mjög góða hluti og það er ein ástæða þess að mig langar til að halda áfram með henni.“ Hljómburðurinn í Háskólabíói, sem hefur verið samastaður Sinfóníunnar áratugum saman, er ekki sem bestur. Rumon Gamba bíður því spenntur eftir að nýtt tónlistarhús rísi í Reykjavik, og segist staðráðinn í að fá að stjórna hljómsveitinni í nýja húsinu. „Við ætlum að búa okkur und- ir betra hús með því að bæta hljóminn í hljómsveitinni enn frekar. Fyrst og fremst ætlum við að byggja á því sem við höf- um verið að gera, glíma við helstu verk klassískra tónbók- mennta og vinna líka áfram með 20. aldar tónlist. Ef okkur tekst að bæta hljóminn í hljómsveit- inni við þessar aðstæður, þá á það eftir að verða stórkostlegt þegar við erum komin í nýja húsið.“ Rumon Gamba hefur verið aðalstjórnandi Sinfóníunnar und- anfarin tvö ár. Áður en hann kom hingað var hann hvergi fast- ráðinn, en tók að sér hljómsveit- arstjórn víða um heim. Meðfram starfi sínu hér á landi heldur hann áfram að stjórna öðrum hljómsveitum. „Ég er með mjög þéttsetna dagskrá. Ég fer eitthvert í hverri viku til þess að stjórna.“ Undanfarna daga hefur hann verið önnum kafinn við æfingar á einu helsta stórvirki tónbók- menntanna, níundu sinfóníu Beethovens. Hljómsveitin flutti hana í gærkvöldi ásamt Óp- erukórnum í Reykjavík og einsöngvurunum Elínu Ósk Ósk- arsdóttur, Alinu Dubik, Kolbeini Ketilssyni og Kristni Sigmunds- syni. Einnig flutti hljómsveitin Metamorphosen eftir Richard Strauss. Í kvöld verða þessir tónleikar endurteknir. ■ Þennan dag árið 1975 lauk stríð-inu í Víetnam þegar ríkisstjórn- in í Saigon gaf út yfirlýsingu um skilyrðislausa uppgjöf fyrir Víet- kong, þjóðfrelsisfylkingu Suður- Víetnams. Forsetinn, Duong Van Minh, sem hafði aðeins setið í embættinu í þrjá daga, gaf út yfir- lýsingu til þjóðarinnar í útvarps- útsendingu snemma morguns. Hann bað herinn um að leggja niður vopn og hvatti Víetkong til að stöðva öll hernaðaraátök. „Við ætlum að gefa ykkur valdið í hendur til að forðast blóðs- úthellingar,“ voru orð Duong Van Minh við kommúnistaherinn. Í kjöl- farið svifu að herliðar Víetkong. Koma þeirra mætti því sem næst engri mótstöðu og spádómnum um blóðugan lokabardaga um borgina var þar með kollvarpað. Fyrir hádegi var áratugastríði lokið. Herliðar Víetkong, margir hverj- ir berfættir táningar, reistu rauða og bláa fánann sinn við hún til að leggja áherslu á sigur þjóðfrelsis- fylkingarinnar. Saigon var um leið endurskírð Ho Chi Minh. Flestum Suður-Víetnömum létti við endalok stríðsins, en þeir sem héldu enn tryggð við forsetann Thieu frömdu sumir hverjir sjálfs- morð í kjölfarið. Norður- og Suður- Víetnam voru sameinuð á ný undir kommúnistastjórn árið 1976. Í nóvember árið 2000 heimsótti for- seti Bandaríkjanna, Bill Clinton, Víetnam til að sýna fram á að Bandaríkjastjórn væri þrátt fyrir allt í mun að halda góðum tengslum við landið. ■ ■ Þetta gerðist 1789 George Washington verður for- seti Bandaríkjanna með aðsetur í New York. 1803 Bandaríkin ná Louisiana af Frökkum. 1812 Louisiana verður 18. ríki Banda- ríkjanna. 1883 Franski málarinn Edouard Manet lætur lífið í París 51 árs að aldri. 1900 Havaí verður yfirráðasvæði Bandaríkjamanna. 1939 The New York World’s Fair opnar formlega. 1945 Adolf Hitler og kona hans Eva Braun fremja sjálfsmorð í byrgi Hitlers í Berlín. 1970 Richard Nixon, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnir að senda eigi bandarískt herlið til Kambódíu. 1991 Háskalegur hvirfilbylur skellur á í Banglades með þeim afleiðing- um að 125.000 manns láta lífið. VÍETNAMSTRÍÐIÐ Norður- og Suður-Víetnam sameinuðust á ný árið 1976 en stríðinu lauk formlega ári áður. Víetnamstríðinu lýkur 26 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Birna Kristjana Bjarnadóttir, Hlíðar- gerði 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 27. apríl. Guðbjörg Vigfúsdóttir lést þriðjudaginn 27. apríl. Jón Kristinn Guðmundsson, Skáldstöð- um, lést þriðjudaginn 27. apríl. Jónas Svafár Einarsson lést þriðjudag- inn 27. apríl. Níels Brimar Jónsson frá Akureyri, Foss- heiði 16, Selfossi, lést þriðjudaginn 27. apríl. 10.30 Hreggviður Daníelsson frá Bjarg- hóli, Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, síðast til heimilis á Ásbraut 9, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.00 Guðmann Heiðmar verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju. 13.30 Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Flat- ey á Skjálfanda, áður Kópavogs- braut 1B, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju. 14.00 Guðbjörg G. Waage, Þórustíg 5, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. 14.00 Sigurður Elís Sigurjónsson, Vega- mótum, Þórshöfn, verður jarð- sunginn frá Þórshafnarkirkju. 15.00 Lilja Bernódusdóttir verður jarð- sungin frá Áskirkju. 15.00 Ragnheiður Erla Hauksdóttir, Eyrarvegi 12, Flateyri, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. Guðlaugur Jónsson frá Skarði á Skarð- strönd, nú til heimilis að Holtsbúð 87, Garðabæ, er 90 ára í dag. Af þessu til- efni verður kaffisamsæti í Samkomu- húsinu, Garðaholti í Garðabæ, laugar- daginn, 1. maí klukkan 15. Vonast hann til að sjá sem flesta ættingja, vini og samferðarfólk. Einar Benediktsson, formaður UNICEF á Íslandi, er 73 ára. 30. apríl 1975 VÍETNAM ■ Þjóðfrelsisfylking Víetkong reisti rauðan og bláan fána við hún á þessum degi til að fagna stríðslokum og sigri í Víetnam. Tímamót RUMON GAMBA ■ verður aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands til ársins 2009. Í kvöld stjórnar hann flutningi hljómsveitarinnar á einu helsta stórvirki tónbókmenntanna, 9. Beethovens. KIRSTEN DUNST Nær 22 ára aldrinum í dag en þrátt fyrir ungan aldur á leikkonan á að baki glæstan feril og hefur leikið í stórmyndum á borð við The Virgin Suicides, Spiderman, Mona Lisa’s Smile og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. 30. apríl Hrólfur Hreiðarsson varkosinn fallegasti haninn í fegurðarsamkeppni Félags landsnámshænunnar sem var haldin í Húsdýragarðinum síðastliðna helgi. María Hreiðarsdóttir, eigandi hanans, segir Hrólf verða fallegri og fallegri með hverjum deginum. „Hann flutti til okkar fyrir nokkrum mánuðum ásamt föður sínum Hreiðari,“ segir María sem býr á Brúsastöðum í Hafnarfirði. „Við búum rétt fyrir utan bæinn og hanarnir gala fyrir gamla fólk- ið á Hrafnistu og vekja okkur fyrir allar aldir ef við gleymum að læsa þá inni á nóttunni.“ Hanarnir Hrólfur og Hreiðar eru skírðir í höfuðið á feðgunum á Brúsastöðum. „Það var svo til- valið því annar haninn var grann- ur og spengilegur en hinn í eldri kantinum eins og feðgarnir sem bjuggu hér fyrir.“ Fegurðarsamkeppnin virðist hafa vakið hégómagirnd hjá Hrólfi. „Hann vann 30 aðra hana í keppninni og hefur fengið gríðar- lega athygli í kjölfarið.“ Hrólfur hefur meðal annars veitt innblást- ur í ljóðið Herra Ísland sem er að finna á heimasíðunni haena.tk „Pabbi hans reynir að sjá til þess að frægðin stigi honum ekki til höfuðs en hann er búinn að vera ansi góður með sig undanfarið og nú köllum við hann bara mont- hana.“ ■ Fiðurfé HRÓLFUR HREIÐARSSON ■ þykir fallegasti hani landsins og er því vitaskuld monthani. Aðalhaninn í bænum HRÓLFUR HREIÐARSSON Þykir spengilegasti haninn á landi hér. Ætlar að ná tónleikum í nýja húsinu FIMM ÁR Í VIÐBÓT Rumon Gamba og Þröstur Ólafsson tókust í hendur eftir undirritun samningsins. ■ Jarðarfarir WILLIE NELSON Þessi vaski kántrýíbolti er 71 árs í dag. …með allt fyrir tískuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.