Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 45
QUEIROZ HRÓSAR BECKHAM Carlos Queiroz, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert í viðtali við spænska fjöl- miðla í gær. Hann segir Beckham hafa þroskast mikið síðan hann flutti til Spánar og að hann sé mjög ánægður með frammistöðu hans það sem af er. AGALI REKINN FRÁ SCHALKE Viktor Agali, framherji Schalke, var í gær rekinn frá félaginu fyrir að skrópa í tíma hjá sjúkraþjálfara. Agali hefur verið meiddur upp á síðkastið en eftir að hann mætti ekki hjá sjúkraþjálfara liðsins þrjá daga í röð fengu forráðamenn Schalke nóg og ráku kappann en samn- ingur hans rennur út í vor. ■ Fótbolti 33FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004 ... á næsta sölusta› e›a lotto.is og flú átt möguleika á a› vinna heimsreisu fyrir tvo Taktu Lottó í áskrift N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s / N M 1 2 0 0 6 DREGI‹ Í LOK APRÍL KNATTSPYRNA Varnarmaðurinn sterk- i, Kjartan Antonsson, gerði í gær tveggja ára samning við 1. deildar- lið Breiðabliks. Það má með sanni segja að Kjartan sé kominn heim því hann er uppalinn Bliki. Kjartan hefur ekki verið inn í áætlunum Þorláks Árnasonar, þjálf- ara Fylkis, og því óskaði Kjartan eftir því við forráðamenn félagsins að fá sig lausan frá félaginu. Það gekk eftir og gekk hann í kjölfarið frá samningi við Blika seinni part- inn í gær. „Ég er verulega ánægður með að hafa fengið Kjartan í okkar hóp enda sterkur varnarmaður þar á ferð,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiða- bliks, við Frétta- blaðið í gær. „Hóp- urinn hjá okkur fer að verða fullmótað- ur og aðeins spurn- ing hvað verður með Tékkana sem voru til reynslu hjá okkur um daginn en það ætti að skýrast á næstunni.“ Kjartan gekk til liðs við Fylki fyrir síðasta sumar frá ÍBV og lék því aðeins eitt tímabil með liðinu. Hann kom við sögu í ellefu leikjum Fylkis í fyrra og skoraði ekkert mark. ■ FÓTBOLTI Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri nýbakaðra Eng- landsmeistara Arsenal, er hæstá- nægður með að hafa landað samn- ingi við hollenska ungstirnið Robin van Persie, sem kemur frá Feyenoord. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning en ekki hef- ur verið gefið upp hvað Arsenal þurfti að borga fyrir kappann, sem er aðeins tvítugur að aldri og þykir hið mesta efni. „Við höfum haft áhuga á pilti síðan í desember enda er hann efni í frábæran leik- mann. Hann er mjög skapandi og ég sé hann vel fyrir mér vinstra megin á miðjunni fyrir aftan aðal- senterinn okkar. Sýn hans á leik- inn er frábær og þá er hann mjög teknískur. Hann er einnig hávax- inn og notar líkamann vel, er góð- ur í loftinu og það er eitthvað nýtt fyrir okkur,“ sagði Arsene Wen- ger um piltinn. Persie var að von- um kátur með flutninginn: „Ég er í sjöunda himni enda er það mikill heiður að fá að spila í Arsenal- búningnum. Það eru fullt af frá- bærum leikmönnum í liðinu og ég hlakka mjög mikið til að koma til félagsins í sumar. Vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að Arsenal haldi áfram á sömu braut og bæti jafnvel um betur,“ sagði Robin van Persie, nýjasta viðbót Eng- landsmeistara Arsenal. ■ ROBIN VAN PERSIE Fagnar hér einu af mörkum sínum sem hann hefur skorað fyrir Feyenoord. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, styrkir leikmannahóp félagsins: Robin van Persie til Arsenal KJARTAN ANTONSSON Genginn í raðir sinna gömlu fé- laga í Breiðablik. Blikar fá liðsstyrk í 1. deildinni: Kjartan snýr heim INGIMUNDUR INGIMUNDARSON ÁTTI STÓRLEIK MEÐ ÍR Í GÆRKVÖLD Stórskyttan mikla sést hér skora eitt af átta mörkum sínum í leiknum en hann var af öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Heimavöllurinn gerði gæfumuninn KA-menn og ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í undanúrslitum RE/MAX-deildarinnar með sigri í heimaleikjum sínum í gærkvöld. HANDBOLTI KA-menn og ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í undan- úrslitum RE/MAX-deildarinnar í handknattleik í gærkvöld með því að leggja andstæðinga sína að velli á heimavelli. ÍR-ingar unnu góðan sigur á Val, 29–25, og þurfa liðin því að mætast í þriðja sinn á Hlíðarenda á sunnudaginn. Valsmenn byrjuðu betur og komust í 7–5. Þá vöknuðu ÍR-ingar, skoruðu fimm mörk gegn einu marki Valsmanna og sneru stöðunni í 10–8 sér í hag. Ingimundur Ingimundarson fór mikinn á þessum kafla og skoraði þrjú af fimm mörkum ÍR-inga sem leiddu í hálfleik, 13–11. Jafnræði var með liðunum í byrjun síðari hálfleik, allt þar til ÍR-ingar tóku mikla rispu og breyttu stöðunni úr 17–16 í 24–17 á átta mínútna kafla. Þennan mun náðu Valsmenn aldrei að vinna upp og leiknum lauk með sigri ÍR- inga, 29–25. Ingimundur Ingimundarson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarsins í gærkvöld en hann skoraði átta mörk í liði ÍR. Einar Hólmgeirsson skoraði sex mörk, Bjarni Fritzson, fyrirliði liðsins skoraði fimm mörk en öll komu þau á lokakafla leiksins og Hannes Jón Jónsson skoraði einnig fimm mörk. Sturla Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og Fannar Þorbjörnsson tvö og í markinu átti Ólafur Helgi Gíslason skínandi leik. Hann varði 22 skot í leiknum, þar af eitt vítakast frá Baldvini Þorsteins- syni. Baldvin var markahæstur hjá Val með níu mörk, þar af sex úr vítaköstum, Heimir Örn Árnason og Hjalti Þór Pálmason skoruðu fjögur mörk hvor, Bjarki Sigurðsson skoraði þrjú mörk en hann meiddist illa þegar hann skoraði síðasta markið sitt og óvíst hvort hann verður með í þriðja leiknum. Hjalti Gylfason skoraði tvö mörk og þeir Sigurður Eggertsson, Brendan Þorvaldsson og Freyr Brynjarsson skoruðu eitt mark hver. Pálmar Pétursson varði tíu skot í marki Vals. Arnór skoraði 11 mörk KA-menn nýttu sér einnig heimavöllinn líkt og ÍR-ingar og unnu Hauka, 33–29, á Akureyri í gærkvöld. Þessi lið mætast því á nýjan leik á Ásvöllum á sunnu- daginn. Haukar höfðu frumkvæðið framan af fyrri hálfleik en KA- menn náðu að síga fram úr undir lok hálfleiksins og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 15–13. Þeir skoruðu síðan fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks, náðu sjö marka forystu, 20–13, og létu þá forystu aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks. Arnór Atlason skoraði ellefu mörk fyrir KA, Jónatan Magnússon og Einar Logi Frið- jónsson skoruðu sex mörk hvor, Andrius Stelmokas skoraði fimm mörk, Sævar Árnason gerði þrjú og Bjartur Máni Sigurðsson skor- aði tvö mörk. Stefán Guðnason varði sautján skot í marki KA. Andri Stefan skoraði níu mörk fyrir Hauka, Halldór Ingólfsson skoraði sjö mörk, Þorkell Magnús- son, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Jón Karl Björnsson og Þórir Ólafsson skoruðu þrjú mörk hver og Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði tíu skot í marki Hauka og Björn Björnsson varði sex. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.