Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 12
12 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR POWELL HJÁ DROTTNINGU Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, er á ferð um Evrópu. Hann var í Kaupmannahöfn í gær og ræddi þá við Margréti Þórhildi drottningu og utanríkisráðherrann Per Stig Möller. Fasteignablöð dagblaðanna: Fréttablaðið með fjórðungi fleiri lesendur KÖNNUN Rúmlega fjórðungi fleiri landsmenn lesa fasteignablað Fréttablaðsins en Morgunblaðs- ins, samkvæmt niðurstöðum fjöl- miðlakönnunar Gallups. Að jafn- aði lesa 54 þúsund manns á höfuð- borgarsvæðinu fasteignablað Fréttablaðsins samkvæmt könnun Gallups. „Þessar niðurstöður er vissu- lega ánægjulegar fyrir okkur á Fréttablaðinu, og ekki síður þá fasteignasala sem hafa kosið að auglýsa hjá okkur. Í sjálfu sér koma þessar tölur ekki á óvart þar sem Fréttablaðinu er dreift á mun fleiri heimili en Morgunblaðinu, sérstaklega ef við horfum aðeins til höfuðborgarsvæðisins“, segir Ásmundur Helgason, sölustjóri hjá Fréttablaðinu. Á suðvesturhorninu, það er frá Selfossi til Akraness, lesa 46 þús- und manns fasteignablað Morgun- blaðsins en 59 þúsund manns lesa fasteignablað Fréttablaðsins eða 28% fleiri. Munurinn var 35% á höfuðborgarsvæðinu, Frétta- blaðinu í hag. Þar lásu 54 þúsund manns fasteignablað Fréttablaðs- ins, 14 þúsund fleiri en fasteigna- blað Morgunblaðsins. Ef litið er til landsins alls er munurinn 26% Fréttablaðinu í hag, 68 þúsund landsmenn lesa fasteignablað Fréttablaðsins að jafnaði. Um svokallaða dagbókar- könnun var að ræða sem gerð var dagana 18.–24. mars. Í úr- taki voru 1.617 Íslendingar á aldrinum 12–80 ára. Svarhlutfall var 61,2%. ■ Ráðherrav undante Formaður nefndar um eignarhald fjölmiðla segi enda varði hún hagsmuni eigendanna. Ekki sé hæ Ríkisútvarpið ekki gæta hagsmuna stjórnmálam Umræðan um frumvarpið ogskýrsluna er einhliða í fjöl- miðlum Norðurljósa enda er það ljóst að hún varðar mikilvæga hagsmuni eigenda félagsins. Um- fjöllun Morgunblaðsins og Ríkis- útvarpsins um frumvarpið og skýrsluna er hlutlausari en um- fjöllunin í fjölmiðlum Norður- ljósa.“ Þetta sagði Davíð Þór Björgvinsson, formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og ráðgjafi við samningu frumvarps- ins, í samtali við Fréttablaðið að loknum hádegisverðarfundi Lögfræðingafélags Íslands í gær. Davíð Þór hélt framsögu á fundinum þar sem hann kynnti skýrslu nefndarinnar og for- sendur niður- staðna. Hann hóf fram- söguna með því að ræða um pistil sem birtist um hann sjálfan í DV þar sem rætt var um kosti og galla Davíðs Þórs. Eftir að hafa lesið orð- rétt upp það sem stóð í pistlinum sagði hann: „Hafi ég einhvern tím- ann verið í vafa um að setja ætti lög um fjölmiðla þá er ég nú sann- færður.“ Í ræðunni sagði hann að nefnd- armenn teldu sig vera að draga saman upplýsingar um fjölmiðla á einn stað sem ætti að vera grund- völlur umræðu. „Svo misstum við tök á umræðunni. Skýrslan verð- ur að gríðarlegum átökum í þjóð- félaginu. Ég vil ekki vera hluti af þeim,“ sagði Davíð. Hann sagði jafnframt að það væri ekki óskastaða sín að „þank- ar mínir um þessa hluti skuli hafa þessa gríðarlegu vigt“. Davíð Þór sagði nefndina hafa unnið út frá viðurkenndri orð- ræðu á alþjóðavettvangi. Þar sé grunnforsendan fyrir fjölbreytni fjölmiðla tvíþætt. Annars vegar sé gerð krafa um að eignarhald á fjölmiðlum sé fjölbreytt. Hin for- sendan sé að efni fjölmiðla sé fjöl- breytt, en þá sé átt við efni þar sem fjallað er um mikilvæg sam- félagsleg málefni. Viss einkenni á fjölmiðla- markaðnum óheppileg „Niðurstaða nefndarinnar var sú að á íslenskum fjölmiðla- markaði séu viss einkenni sem eru óheppileg út frá viður- kenndri orðræðu. Það hefur ekk- ert með það að gera hver á í fyrirtækjunum, né heldur er það pólitískt,“ sagði Davíð Þór. Hann sagðist þó eiga erfitt með að ræða um íslenska fjöl- miðla án þess að nefna ákveðin fyrirtæki og þar sé staða Norður- ljósa mest sláandi. „Af hverju er ekki hægt að tala um íslenska fjölmiðla án þess að nefna Norð- urljós í öðru hvoru orði?“ spurði hann. Davíð Þór sagði að vissu- lega væri frum- varpið mikil- vægt hagsmuna- mál fyrir Norð- urljós, „sem hafa byggt upp fyrirtækið á lög- mætan hátt. En hverra hags- muna verðum við að gæta? Við verðum að tryggja fjöl- breytni í fjöl- miðlum og fæst það með fjöl- breytni í eignar- haldi,“ sagði hann í framsög- unni. Hann tók það fram að honum fyndist fréttaflutningur um fjöl- miðlaskýrsluna einhliða í miðlum Norðurljósa. „Hver ætlar að neita því? Ég er orðinn fjöl- miðlafígúra og DV reynir að gera mig tortryggilegan. Hverra hags- muna er verið að gæta? Hags- muna eigendanna. Það er engin önnur skynsamleg ástæða til að gera þetta núna. Til lengri tíma litið hlýtur fjölmiðill að taka upp hagsmuni eigenda sinna. Það er ekki hægt annað en að setja um þetta lög,“ sagði Davíð Þór. Aðrar reglur gildi um almenningsútvarp Eftir að hann staðfesti að hann hefði veitt lögfræðilega ráðgjöf við samningu frumvarpsins sagði hann: „Það má ekki ganga svo langt að við sitjum uppi með ein- hæfa fjölmiðla. Við verðum að Apríl hefur reynst Bandaríkjaher í Írak dýrkeyptur: Mannfall meira en í innrásinni ÍRAK, AP Fimmti hver bandaríski hermaður sem látist hefur í Írak frá því innrásin hófst í mars á síðasta ári hefur látið lífið frá því um síðustu mánaðamót. Tíu bandarískir hermenn létust í Írak í gær, þar af tíu í sprengjuárás nærri bænum Mahmudiya. Alls hafa 126 bandarískir hermenn látist það sem af er mánuðinum en alls hafa 736 hermenn fallið frá því í mars í fyrra. Mannfall í röðum Íraka er þó enn meira, talið er að 1.200 Írakar hafi látist síðasta mánuðinn. Mannfallið í röðum Banda- ríkjamanna síðasta mánuðinn er meira en í sjálfri innrásinni, þar til George W. Bush Bandaríkja- forseti lýsti því yfir 1. maí á síðasta ári að eiginlegum bardög- um væri lokið. Bandaríkjaher tilkynnti í gær að 25 daga umsátri hans um Fallujah væri lokið. Þeir sögðu að samkomulag hefði náðst um brotthvarf bandarískra her- manna sem yrðu leystir af hólmi af íröskum hermönnum. ■ …er með gjöfina www.vinbud.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A V R 24 50 7 04 /2 00 4 Við bendum á að vínbúðir eru opnar á sínum venjulega föstudagstíma þann 30. apríl. Þessar vínbúðir eru opnar til kl. 18 á föstudögum Grindavík Neskaupsstað Ólafsvík Patreksfirði Búðardal Djúpavogi Fáskrúðsfirði Grundarfirði Hvammstanga Seyðisfirði Vopnafirði Þorlákshöfn Þórshöfn Þessar vínbúðir eru opnar til kl. 19 á föstudögum Heiðrún Kringlan Akureyri Dalvegi, Kópavogi Hafnarfirði Smáralind Austurstræti Holtagörðum Keflavík Mjódd Selfossi Akranesi Borgarnesi Egilsstöðum Ísafirði Sauðárkróki Vestmannaeyjum Blönduósi Dalvík Húsavík Hvolsvelli Höfn Siglufirði Stykkishólmi Vík Þessar vínbúðir eru opnar til kl. 20 á föstudögum Seltjarnarnesi Garðabæ Mosfellsbæ Spönginni Lokað verður í vínbúðum laugardaginn 1. maí Viðskiptavinir athugið! UMSÁTRINU UM FALLUJAH LÝKUR Bandarískir hermenn yfirgefa stöðvar sínar nærri Fallujah eftir samkomulag um að íraskir hermenn tækju sér stöðu við borgina. DAVÍÐ ÞÓR BJÖRGVINSSON „Allur fréttaflutningur Fréttablaðsins, DV og Stöðvar 2 um fjölmiðlaskýrsluna og frumvarp- ið er undir mjög neikvæðum formerkjum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.