Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 4
4 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Var frammistaða íslenska fótboltalandsliðsins gegn Lettum viðunandi? Spurning dagsins í dag: Er afkoma KB banka og Landsbanka á fyrsta ársfjórðungi viðunandi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 33% 67% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Fyrning kom í veg fyrir dóm: Barnaníðingur sýknaður DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti sýknusóm Héraðsdóms Vest- fjarða yfir manni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku. Brotin voru framin á árunum 1985–1988 eða 1989. Maðurinn var sýknaður á grund- velli þess að ekki hefði tekist að sanna að brotin hafi verið framin eftir 7. maí árið 1988. Stúlkan kærði manninn í lok september árið 2002 en skýrsla var ekki tek- in af manninum fyrr en um sjö mánuðum síðar og telst fyrning ekki hafa verið rofin fyrr en með skýrslutöku í maí í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa árið 1985 eða árið 1986 káfað á kynfærum stúlkunnar, sleikt þau og sett getnaðarlim sinn á milli læra hennar, en stúlkan er fædd árið 1979. Þá segir að hann hafi margsinnis á árunum 1985–1989 látið stúlkuna fróa sér og í nokkur skipti látið hana sleikja getnaðarlim sinn. Í eitt skipti segir að hann hafi látið getnaðarlim sinn strjúkast við líkama stúlkunnar og sett hann inn í endaþarm hennar. Í Héraðsdómi þótti framburður stúlkunnar afar trúverðugur og þykir sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök þrátt fyrir neitun mannsins. ■ Hagnaður fjórðungsins meiri en árshagnaður Samanlagður hagnaður KB banka og Landsbankans er 6,7 milljarðar á fyrstu þremur mánuðum ársins. Mikill gengishagnaður einkennir uppgjörin. UPPGJÖR Bankarnir skila miklum hagnaði eins og búist var við. Hagnaður Landsbankans og KB banka nam samtals 6,7 milljörð- um króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður Landsbankans nam fjórum milljörðum króna og KB banki skilaði 2,6 milljarða hagnaði. Gengishagnaður Lands- bankans af hlutabréfum nam 3,5 milljörðum króna. Gengishagnað- ur KB banka er mun lægri eða tæpir 1,9 milljarðar króna. Hagn- aður Landsbankans á ársfjórð- ungnum er meiri en hagnaður heils rekstrarárs í sögu bankans. Rekstrarumhverfi banka var hagstætt á tímabilinu. Úrvalsvísi- tala Kauphallar Íslands hækkaði um 21% á tímabilinu. Þessir tveir bankar eru ólíkir að mörgu leyti. Þannig einkennir útrás uppgjör KB banka, en 56% tekna bankans koma frá erlendri starfsemi. Mestu munar að sænska hag- kerfið virðist vera að taka við sér. Af erlendum umsvifum KB banka eru umsvifin í Svíþjóð mest enn sem komið er. Búast má við frek- frekari fjárfestingum bankans á Norðurlöndum og í Bretlandi í nánustu framtíð. Landsbankinn er í örum vexti. Eignir bankans hafa aukist um 63 milljarða frá áramótum. Útlán hafa aukist um 58 milljarða króna. Vegna mikils vaxtar hafði eigin- fjárhlutfall bankans versnað, en úr því var bætt með aukningu hlutafjár. Eignir KB banka haf vaxið um 43 milljarða. Uppgjör bankanna eru í sam- ræmi við spár. Frávik frá spá Ís- landsbanka um helstu rekstrarliði bankanna var óveruleg miðað við óvissu í slíkum afkomuspám. Greining Íslandsbanka segir um uppgjör Landsbankans að afskriftarframlag sé ennþá hátt og mikilvægt að meiri arðsemi náist af viðskiptabankarekstrin- um. Uppgjör KB banka sé gott og vöxtur í tekjum bankans, sérstak- lega vaxtatekjum. Um KB banka gildi það sama og um Landsbank- ann, afskriftir séu enn of miklar. Íslandsbanki væntir þess að afskriftirnar fari minnkandi. haflidi@frettabladid.is Grunaðir í Stafangursráni: Elskhugi og ökuþór NOREGUR Sex menn eru efstir á lista norsku lögreglunnar yfir eftirlýsta vegna bankaránsins í Stafangri. Samkvæmt norskum fjölmiðlum leitar lögreglan meðal annars rallökumanns og manns sem átti í ástarsambandi við norska lögreglu- konu. Einn þeirra sem lögreglan leitar að er 38 átta ára maður sem vitað er að leigði sér íbúð í Stafangri frá því í desember. Sá er að sögn lögregl- unnar flinkur í að villa á sér heim- ildir og breyta útliti sínu. Lögreglan segir hann þó hafa útlitseinkenni sem geri auðveldara að bera kennsl á hann. ■ BJÖRGUNARSTÖRF Starfsmenn Rauða krossins aðstoðuðu við að bera lík og slösuð börn út úr flaki skólabílsins. Jarðýta lenti á skólabíl: Á þriðja tug barna lést KÓLUMBÍA Að minnsta kosti 21 barn og tveir fullorðnir biðu bana þegar fjörutíu tonna jarðýta lenti á skólabíl í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu. 36 börn slösuðust, mörg þeirra alvarlega. Ökumaður jarðýtunnar var að vinna við uppgröft í brekku ofan við veg þegar hann missti skyndi- lega stjórn á tækinu með þeim af- leiðingum að það rann niður brekkuna og lenti á veginum. Frumrannsókn bendir til þess að hemlar jarðýtunnar hafi gefið sig. Björgunarmenn þurftu að nota klippur til að ná börnunum út úr flaki skólabílsins. Lögreglan átti fullt í fangi með að halda aftur af örvæntingarfullum foreldrum sem komið höfðu á vettvang til að vitja um börnin sín. ■ FRAMKVÆMDASTJÓRN SAMFYLKINGARINNAR Hefur óskað eftir viðræðum við fulltrúa annarra flokka um fjárreiður Vilja lög um fjármál: Tryggir gagnsæi FJÁRREIÐUR Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur sam- þykkt að fara þess á leit við stjórnir annarra stjórnmálaflokka að ræða tillögur til grundvallar setningu laga er tryggi gagnsæi á fjárreiðum flokkanna. Miði tillög- urnar einnig að því að setja reglur er varða kostnað við kosninga- baráttu viðkomandi flokka. Mikil- vægt sé að trúnaður ríki gagnvart almenningi í landinu og því sé mikilvægt að skýrar reglur gildi um fjárreiður og leikreglur við kosningabaráttu. Ísland sé eitt örfárra ríkja í heiminum þar sem ekki gilda neinar reglur varðandi þessi mál. ■ Prestastefna mótmælir stuðningi Íslendinga við stríðsrekstur: Stjórnvöld slíðri sverðin PRESTASTEFNA Prestastefna Íslands 2004, sem haldin var í Grafarvogs- kirkju dagana 27.–29. apríl, sam- þykkti ályktun þar sem stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið í Írak var mótmælt. Í ályktuninni eru ís- lensk stjórnvöld hvött til þess að hætta stuðningi sínum við stríðsrekst- urinn í Írak og styðja aldrei framar stríð gegn annarri þjóð. Vitnað er í orð Jesú Krists „Slíðra sverð þitt!“ Allir sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla“. „Íslendingar gátu allt fram undir lok liðinnar aldar verið stoltir af því að hafa aldrei stutt það að farið væri með vopnavaldi gegn annarri þjóð,“ segir í ályktuninni. Bent er á að þegar Íslandi gafst kostur á að gerast stofnaðili Sameinuðu þjóðanna 1945 neituðu stjórnvöld að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi og Japan og þegar Íslendingar gengu í NATO 1949 var það gert með þeim fyrirvara að við myndum aldrei fara með vopnavaldi gegn annarri þjóð. Prestastefnan segir að þessi hefð hafi verið rofin með þátttöku í stríðinu í Afganistan, Serbíu, Bosníu og Írak.“ ■ Lögmenn Olís: Fá einnar viku frest OLÍUMÁLIÐ Lögmenn Olíuverslunar Íslands, Olís, hafa fengið einnar viku framlengingu á fresti til að skila Samkeppnisstofnun greinar- gerð um mál stofnunarinnar varð- andi meint verðsamráð olíu- félaganna. Óskað var eftir þriggja vikna fresti en aðeins var veittur frest- ur í eina viku. Olíuverslunin þarf að skila greinargerð sinni 11. maí næstkomandi. ■ LEST KEYRÐI Á RÚTU Níu létust og fimmtán slösuðust þegar rúta sem þeir voru í varð fyrir lest vestur af Dushanbe, höfuðborg Tadsjikistan. Öku- maður rútunnar var meðal þeirra sem létust. FJÖLSKYLDA Á FLÓTTA Írösk fjölskylda fer í gegnum eftirlitsstöð bandaríska hersins í útjaðri Falluja. Prestar á presta- stefnu eru ósáttir við það að íslensk stjórnvöld skuli lýsa yfir stuðningi við stríðsreksturinn í Írak. BYRJAR VEL HJÁ BÖNKUNUM Fyrsti hluti ársins lofar góðu fyrir bankana. Gengishagnaður einkennir uppgjörin en Greining Íslandsbanka telur afskriftir lána bankanna tveggja enn of miklar og býst við því að þær fari minnkandi. FYRSTI ÁRSFJÓRÐUNGUR Landsbankinn KB banki Vaxtatekjur 2.915 3.501 Rekstrartekjur 9.313 9.571 Heildareignir 511.000 601.300 Eigið fé 30.314 47.300 Heildarútlán 384.596 331.200 Hagnaður fyrir skatta 9.313 3.350 Hagnaður 4.094 2.650 Upphæðir í milljónum króna ■ Asía SÝKNUDÓMUR Hæstiréttur sýknaði barnaníðing fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot. Rannsókn lögreglu dróst og fyrntust brotin því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.