Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 98 stk. Keypt & selt 20 stk. Þjónusta 53 stk. Heilsa 5 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 11 stk. Húsnæði 36 stk. Atvinna 17 stk. Tilkynningar 8 stk. Sólgleraugu fyrir sumarið BLS. 5 Góðan dag! Í dag er föstudagur 30. apríl, 121. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.41 13.31 20.23 Reykjavík 6.41 13.31 20.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Við Lækjartorgið er nú sprottið upp nýtt kaffihús, sem heitir Segafredo eins og ítal- ska kaffið sem þar er selt. Þegar blaðakona kíkti þar inn til að forvitnast hitti hún fyr- ir Ásu Jelenu Petterson, Íslandsmeistara kaffibarþjóna. Hún sér um rekstur staðar- ins fyrir eigandann Oliver Pálmason, sem bjó í München um langt skeið og kynntist Segafredo þar. Hann rekur einnig Kaffi Roma í Kringlunni og á Rauðarárstíg. Oliver hafði samband við Ásu Jelenu, sem hefur skapað sér orðstír innan kaffi- bransans, og bauð henni að ganga til liðs við sig. Hún sló til og hefur tekið þátt í und- irbúningnum af krafti. „Við fengum hús- næði á mjög skemmtilegum stað og erum ánægð með að geta lagt okkar af mörkum við að gæða Lækjartorgið lífi og bæta útlit þess.“ Ása Jelena segir að sérstaða kaffihúss- ins felist í því að fylgja ítölskum hefðum við kaffiþambið. „Viðskiptavinirnir fá sér espressóskot við barinn og geta einnig fengið ítölsk smjördeigshorn, ítölsk brauð og ítalska eftirrétti. Kaffið er aðeins öðru- vísi en tíðkast á Íslandi, það er minna brennt og mildara. En við viljum leggja áherslu á að fólk fái sér espressó í stað þess að vera að bæta mjólk og sykri eða jafnvel sírópi út í. Fólk virðist mjög hrifið og Segafredo er komið til að vera.“ Formleg opnun verður 1. maí, en mark- miðið er að opna nokkur kaffihús af þessu tagi til viðbótar. ■ Nýtt kaffihús: Ítölsk kaffimenning á Lækjartorgi tiska@frettabladid.is Endalausir möguleikar eru í hring- um Swivel sem skartgripabúðin Aurum hefur hafið sölu á. Hér er á ferðinni nýstárleg hönnun sem býður upp á endalausa möguleika. Að Aur- um standa Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir og Ása Gunnlaugsdóttir skarthönnuð- ir. Guðbjörg og Ása segja að Swivel- hringirnir gefi viðskiptavininum óend- anlegt frelsi. Þeir sameina vísindi og náttúru því náttúrlegum efnum, svo sem demöntum, lapis lazuli og gulli, er blandað saman við steina í sterkum litum sem fram- leiddir eru á rannsóknar- stofum. Allt er svo sett saman á dauðhreinsað stál. Viðskiptavinurinn velur úr miklu úrvali hringa og lita og hönnuðir útbúa síðan samstundis þann hring sem passar honum. Hættuleg kynni Húsgögn og tíska 18. aldar var yfirskrift glæsi- samkomu í Metropolitan-safninu í New York á dögunum. Meðal gesta voru fyrirsæturnar Nathalia Vodianova og Linda Evangelista en auk þeirra voru margar frægar stjörnur á svæðinu. Hillary Swank, Scarlett Johansson og Charlize Theron voru þeirra á meðal og allar jafn glæsilegar. Yasmin Le Bon var á meðal þeirra sem mættu á opnun nýrr- ar verslunar tískuhönnuðarins Matthews Williamson sem áður hannaði fyrir verslunina Monsoon. Willamson, sem opnaði verslunina Boutique á Bruton-stræti, er þekktur fyrir hönnun sem sækir innblástur til Indlands. Litirnir í flíkunum eru sterkir og efnin skrautleg. Ása Jelena Petterson varð Íslandsmeistari kaffibarþjóna 2003. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TÍSKUNNI Til sölu. Toyota FBRE15 vöruhúsalyftari, lyftigeta 1450 kg, lyftihæð 4300 mm, árgerð 1982, nýr rafgeymir. Verð kr. 250.000.- án vsk. S. 893 8409. Heimilisþrif, flutningaþrif, stigagangar og fyrirtæki. Er Hússtjórnarskólagengin. Árný S. S. 898 9930. Frá feti upp í flugskeið... Kennslusýning Hólaskóla á Vordögum hestamanna í Reiðhöllinni Víðidal sunnudaginn 2. maí kl. 14:00. Miðasala í Reiðhöllinni og Ástund, Austurveri, s. 568 4240. Miðaverð kr. 1000.- FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.