Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 19
19FÖSTUDAGUR 30. apríl HEIMSÓTTI HIRÐINGJA Vladimir Pútín, forseti Rússlands, heimsótti á dögunum hirðingja í Gornoknyazevsk nærri Salekhard í Síberíu, tæpa 2.400 kílómetra norðaustur af Moskvu. ABC-BARNAHJÁLP „Menntun er meginforsenda framfara. Það þekkj- um við Íslendingar af eigin raun úr okkar sögu. Stuðningur við uppbygg- ingu skóla og menntun í þróunar- löndum er einhver öflugasta þróun- arhjálp er við getum veitt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í hvatningar- orðum sínum á upplýsingaspjöldum sem dreift verður í tengslum við ár- legt kynningar- og söfnunarátak ABC-barnahjálpar. Átakið ber yfir- skriftina „Börn hjálpa börnum“ og tók menntamálaráðherra við fyrsta spjaldinu í gær og ýtti þar með átakinu úr vör. Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, hefur ákveðið að tileinka næsta áratug baráttunni gegn ólæsi. Um 862 milljónir manna, 15 ára og eldri, eru taldar ólæsar í heiminum í dag og um 113 milljónir barna hafa ekki tækifæri til að ganga í skóla. Kynningin í ár er með breyttu sniði og taka flestir grunnskólar á landinu þátt í henni. Grunn- skólabörn fá að sjá fræðslumynd- band um starf ABC-barnahjálpar og kjör fátækra barna á Indlandi. Síðan fá börnin upplýsingaspjald um ABC sem þau fara með heim til foreldra eða forráðamanna. Í dag fá um 4000 börn, aðal- lega á Indlandi, í Úganda og á Fil- ippseyjum hjálp fyrir tilstilli starfsins og velvild íslenskra stuðningsforeldra. Fyrir tilstilli ABC-barnahjálpar er nú verið að byggja grunnskóla í Kittetika í Suður-Úganda og er ætlunin að söfnunarféð renni til byggingar- innar. Þá stendur líka til bygging grunnskóla í El Shaddai á Ind- landi. Þeir sem vilja styrkja byggingu skólanna geta lagt framlög inn á reikning 0515 - 14 - 110000. ■ Árlegt kynningar- og söfnunarátak ABC-barnahjálpar hafið: Barist gegn ólæsi ÞINGVELLIR Samkvæmt könnun Umhverfisstofnunar er minnihluti fylgjandi því að greiða aðgangs- eyri að Þingvöllum eða öðrum þjóðgörðum landsins. Þjóðgarðar: Engan aðgangseyri UMHVERFISMÁL Yfirgnæfandi meirihluti er mótfallinn því að greiða aðgangseyri að íslenskum þjóðgörðum ef til þess kemur. Þetta kemur fram í könnun sem Umhverfisstofnun stendur fyrir á heimasíðu sinni og yfir þúsund manns hafa tekið þátt í. Alls eru tæplega 750 manns á móti því að greiða fyrir aðgang að þjóðgörð- um, en rúmlega 250 er fylgjandi þeirri stefnu. ■ að stofna sérstakan úrvinnslusjóð fyrir tveimur árum og með honum er vonast til að ná markmiðum fyrr en ella. Í úrvinnslusjóðnum er úr- vinnslugjald lagt á ýmsar vörur til að greiða fyrir endurnýtingu eða förgun úrgangs. Þetta eru vörur sem verða að spilliefnum, s.s. dekk, bílar, mjólkurfernur og heyrúllu- plast. Fleiri vörur munu væntan- lega bætast við í framtíðinni, m.a. veiðarfæri, raftæki og umbúðir. Sjóðurinn veltir á þessu ári um 700 milljónum króna en á næsta ári er reiknað með að veltan nái einum milljarði. Sjóðurinn virkar þannig að fyrirtæki þurfa að greiða ákveð- inn toll af þeim umbúðum sem fylgja vörum þeirra. Er hann þannig hvatning til þeirra til að vera eins umhverfisvæn og mögu- legt er. Eins getur sjóðurinn leitt til betra verðs fyrir neytendur. Samkvæmt landsáætluninni eru framtíðarmarkmið fyrir 1. janúar 2011 skýr. Urðun lífræns úrgangs skal verða 25% minni en 1995, engin dekk fara í urðun, 85% af bílhræjum fara í endur- nýtingu, 4 kg á íbúa á ári af raf- tækjum fara í endurvinnslu og endurnýting umbúða verður 60%. Það er því ljóst okkar Íslendinga bíður krefjandi en jafnframt spennandi verkefni í því mark- miði að bæta umhverfi okkar. freyr@frettabladid.is SORPHAUGAR Umhverfisráðherra segir átaks þörf í urðun heimilisúrgangs. ÁTAKINU ÝTT ÚR VÖR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra ýtti kynningar- og söfnunarátaki ABC- barnahjálpar úr vör í gær. Átakið ber yf- irskriftina „Börn hjálpa börnum“ en það er tileinkað byggingu skóla og söfnun stuðn- ingsforeldra, sem styrkja fátæk og munaðar- laus börn til náms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.