Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 30.04.2004, Qupperneq 19
19FÖSTUDAGUR 30. apríl HEIMSÓTTI HIRÐINGJA Vladimir Pútín, forseti Rússlands, heimsótti á dögunum hirðingja í Gornoknyazevsk nærri Salekhard í Síberíu, tæpa 2.400 kílómetra norðaustur af Moskvu. ABC-BARNAHJÁLP „Menntun er meginforsenda framfara. Það þekkj- um við Íslendingar af eigin raun úr okkar sögu. Stuðningur við uppbygg- ingu skóla og menntun í þróunar- löndum er einhver öflugasta þróun- arhjálp er við getum veitt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í hvatningar- orðum sínum á upplýsingaspjöldum sem dreift verður í tengslum við ár- legt kynningar- og söfnunarátak ABC-barnahjálpar. Átakið ber yfir- skriftina „Börn hjálpa börnum“ og tók menntamálaráðherra við fyrsta spjaldinu í gær og ýtti þar með átakinu úr vör. Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, hefur ákveðið að tileinka næsta áratug baráttunni gegn ólæsi. Um 862 milljónir manna, 15 ára og eldri, eru taldar ólæsar í heiminum í dag og um 113 milljónir barna hafa ekki tækifæri til að ganga í skóla. Kynningin í ár er með breyttu sniði og taka flestir grunnskólar á landinu þátt í henni. Grunn- skólabörn fá að sjá fræðslumynd- band um starf ABC-barnahjálpar og kjör fátækra barna á Indlandi. Síðan fá börnin upplýsingaspjald um ABC sem þau fara með heim til foreldra eða forráðamanna. Í dag fá um 4000 börn, aðal- lega á Indlandi, í Úganda og á Fil- ippseyjum hjálp fyrir tilstilli starfsins og velvild íslenskra stuðningsforeldra. Fyrir tilstilli ABC-barnahjálpar er nú verið að byggja grunnskóla í Kittetika í Suður-Úganda og er ætlunin að söfnunarféð renni til byggingar- innar. Þá stendur líka til bygging grunnskóla í El Shaddai á Ind- landi. Þeir sem vilja styrkja byggingu skólanna geta lagt framlög inn á reikning 0515 - 14 - 110000. ■ Árlegt kynningar- og söfnunarátak ABC-barnahjálpar hafið: Barist gegn ólæsi ÞINGVELLIR Samkvæmt könnun Umhverfisstofnunar er minnihluti fylgjandi því að greiða aðgangs- eyri að Þingvöllum eða öðrum þjóðgörðum landsins. Þjóðgarðar: Engan aðgangseyri UMHVERFISMÁL Yfirgnæfandi meirihluti er mótfallinn því að greiða aðgangseyri að íslenskum þjóðgörðum ef til þess kemur. Þetta kemur fram í könnun sem Umhverfisstofnun stendur fyrir á heimasíðu sinni og yfir þúsund manns hafa tekið þátt í. Alls eru tæplega 750 manns á móti því að greiða fyrir aðgang að þjóðgörð- um, en rúmlega 250 er fylgjandi þeirri stefnu. ■ að stofna sérstakan úrvinnslusjóð fyrir tveimur árum og með honum er vonast til að ná markmiðum fyrr en ella. Í úrvinnslusjóðnum er úr- vinnslugjald lagt á ýmsar vörur til að greiða fyrir endurnýtingu eða förgun úrgangs. Þetta eru vörur sem verða að spilliefnum, s.s. dekk, bílar, mjólkurfernur og heyrúllu- plast. Fleiri vörur munu væntan- lega bætast við í framtíðinni, m.a. veiðarfæri, raftæki og umbúðir. Sjóðurinn veltir á þessu ári um 700 milljónum króna en á næsta ári er reiknað með að veltan nái einum milljarði. Sjóðurinn virkar þannig að fyrirtæki þurfa að greiða ákveð- inn toll af þeim umbúðum sem fylgja vörum þeirra. Er hann þannig hvatning til þeirra til að vera eins umhverfisvæn og mögu- legt er. Eins getur sjóðurinn leitt til betra verðs fyrir neytendur. Samkvæmt landsáætluninni eru framtíðarmarkmið fyrir 1. janúar 2011 skýr. Urðun lífræns úrgangs skal verða 25% minni en 1995, engin dekk fara í urðun, 85% af bílhræjum fara í endur- nýtingu, 4 kg á íbúa á ári af raf- tækjum fara í endurvinnslu og endurnýting umbúða verður 60%. Það er því ljóst okkar Íslendinga bíður krefjandi en jafnframt spennandi verkefni í því mark- miði að bæta umhverfi okkar. freyr@frettabladid.is SORPHAUGAR Umhverfisráðherra segir átaks þörf í urðun heimilisúrgangs. ÁTAKINU ÝTT ÚR VÖR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra ýtti kynningar- og söfnunarátaki ABC- barnahjálpar úr vör í gær. Átakið ber yf- irskriftina „Börn hjálpa börnum“ en það er tileinkað byggingu skóla og söfnun stuðn- ingsforeldra, sem styrkja fátæk og munaðar- laus börn til náms.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.