Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 28
Birta af kertum lífgar alltaf upp á heimilið – og þó dagurinn sé orðinn langur þá er enn notalegt að kveikja á kertum seint á kvöldin og fá sér heitt kakó. Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður rekur textílverk- stæði og verslunina Má Mí Mó við Tryggvagötu. Hún út- skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1998. „Ég fór í textíldeildina því ég hafði mikinn áhuga á inn- anhússhönnun. Ég vildi strax stofna minn eigin rekstur eftir að ég útskrifaðist, svo ég færi ekki að gera neitt annað, og opnaði því Má Mí Mó. Ég hanna munstur og þrykki á efni til heimilisins, púða og fleira. Ég leik mér líka svolítið með að setja saman ólík efni. Ég hef líka verið að fara meira út í fylgihluti eins og töskur, arm- bönd og buddur. Eftirspurnin kallaði á það.“ Guðlaug er ekki síst þekkt fyrir að hanna falleg og óvenjuleg gluggatjöld. „Einhvern tímann þegar ég var í fjallgöngu fékk ég þá hugmynd að gera létt og gagnsæ gluggatjöld og nota í þau íslensk fjallablóm. Taka náttúr- una inn á heimili fólks. Svo hefur þetta þróast í ýmsar átt- ir. Nú er ég með ný munstur sem eru svolítið í nýbarokk stíl. Það er byggt á gamla barokkgrunninum, sem er þung- ur og með miklu útflúri, en ég er búin að færa hann nær nútímanum. Þá þrykki ég á efni með nokkurskonar „púffaðferð“, þannig að munstrið lyftist aðeins frá efninu. Þessi munstur hef ég sýnt í Stokkhólmi, mun sýna í Frakk- landi í apríl og í Kaupmannahöfn í maí.“ Guðlaug segir það vissulega vera draum hvers hönnuð- ar að selja eitthvað erlendis. „Þá stækkar náttúrlega markaðurinn. En mér finnast Íslendingar hafa mikinn áhuga á list og hönnun. Þeir leggja mikinn metnað í heim- ili sín og eru stoltir af sínum hönnuðum og listafólki.“ audur@frettabladid.is Ljósin í bænum: Rósbleik birta Guðlaug Halldórsdóttir hannar munstur og þrykkir á efni til heimilisins. Textílhönnun í Má Mí Mó: Fjallablóm í gluggatjöldum Ljósin loga í sitthvorri stofunni og gefa frá sér lifandi rósableika birtu með appel- sínugulum keim. Rómantískt og passar vel við íbúðina sem er í hjarta Reykjavíkur, innan um bari og búðir bæjarins. Ljósakrónurnar tvær sem eru frá sjöunda ára- tugnum eru samsettar úr hringlaga plötum úr harðplasti og mynstrið er í anda hippatímans. Eigendur ljósanna telja sig lukkunar pamfíla því báðar ljósakrónurn- ar voru skildar eftir í geymslu í eldra húsnæði þeirra hjóna og fyrri eigendur sýndu „þessu drasli“ engan áhuga. Innan um gamalt og ónýtt dót í geymslunni var plast- poki fullur af sýrulituðum plastdiskum sem enginn áttaði sig á hvað var í byrjun. Við nánari athugun komu þessar skemmtilegu krónur í ljós og hafa síðan veitt hjónakornunum í miðbæjarkotinu birtu og yl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.