Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2004, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 30.04.2004, Qupperneq 28
Birta af kertum lífgar alltaf upp á heimilið – og þó dagurinn sé orðinn langur þá er enn notalegt að kveikja á kertum seint á kvöldin og fá sér heitt kakó. Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður rekur textílverk- stæði og verslunina Má Mí Mó við Tryggvagötu. Hún út- skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1998. „Ég fór í textíldeildina því ég hafði mikinn áhuga á inn- anhússhönnun. Ég vildi strax stofna minn eigin rekstur eftir að ég útskrifaðist, svo ég færi ekki að gera neitt annað, og opnaði því Má Mí Mó. Ég hanna munstur og þrykki á efni til heimilisins, púða og fleira. Ég leik mér líka svolítið með að setja saman ólík efni. Ég hef líka verið að fara meira út í fylgihluti eins og töskur, arm- bönd og buddur. Eftirspurnin kallaði á það.“ Guðlaug er ekki síst þekkt fyrir að hanna falleg og óvenjuleg gluggatjöld. „Einhvern tímann þegar ég var í fjallgöngu fékk ég þá hugmynd að gera létt og gagnsæ gluggatjöld og nota í þau íslensk fjallablóm. Taka náttúr- una inn á heimili fólks. Svo hefur þetta þróast í ýmsar átt- ir. Nú er ég með ný munstur sem eru svolítið í nýbarokk stíl. Það er byggt á gamla barokkgrunninum, sem er þung- ur og með miklu útflúri, en ég er búin að færa hann nær nútímanum. Þá þrykki ég á efni með nokkurskonar „púffaðferð“, þannig að munstrið lyftist aðeins frá efninu. Þessi munstur hef ég sýnt í Stokkhólmi, mun sýna í Frakk- landi í apríl og í Kaupmannahöfn í maí.“ Guðlaug segir það vissulega vera draum hvers hönnuð- ar að selja eitthvað erlendis. „Þá stækkar náttúrlega markaðurinn. En mér finnast Íslendingar hafa mikinn áhuga á list og hönnun. Þeir leggja mikinn metnað í heim- ili sín og eru stoltir af sínum hönnuðum og listafólki.“ audur@frettabladid.is Ljósin í bænum: Rósbleik birta Guðlaug Halldórsdóttir hannar munstur og þrykkir á efni til heimilisins. Textílhönnun í Má Mí Mó: Fjallablóm í gluggatjöldum Ljósin loga í sitthvorri stofunni og gefa frá sér lifandi rósableika birtu með appel- sínugulum keim. Rómantískt og passar vel við íbúðina sem er í hjarta Reykjavíkur, innan um bari og búðir bæjarins. Ljósakrónurnar tvær sem eru frá sjöunda ára- tugnum eru samsettar úr hringlaga plötum úr harðplasti og mynstrið er í anda hippatímans. Eigendur ljósanna telja sig lukkunar pamfíla því báðar ljósakrónurn- ar voru skildar eftir í geymslu í eldra húsnæði þeirra hjóna og fyrri eigendur sýndu „þessu drasli“ engan áhuga. Innan um gamalt og ónýtt dót í geymslunni var plast- poki fullur af sýrulituðum plastdiskum sem enginn áttaði sig á hvað var í byrjun. Við nánari athugun komu þessar skemmtilegu krónur í ljós og hafa síðan veitt hjónakornunum í miðbæjarkotinu birtu og yl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.