Fréttablaðið - 29.05.2004, Side 52

Fréttablaðið - 29.05.2004, Side 52
KRISTJÁN ÞORVALDSSON Hver er fegursta kona í heimi? „Helga Jóna Óðinsdóttir, barnsmóðir mín.“ Hvaða atriði eru mikilvægust í sam- bandi við fegurð? „Útgeislunin er ríkur þáttur og það bætir upp fegurðina ef þær eru skynsamar og skemmtilegar.“ Hugsa íslenskar konur nægilega vel um útlitið? „Það fer eftir landsvæðum. Í sum- um byggðarlögum ber óþarflega mikið á jogginggöllum og strákaklippingum á konum.“ Gerir það stúlkum gott að taka þátt í keppni sem þessari? „Mín stutta reynsla í þeim efnum segir mér að svo sé.“ 36 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Það er líklegra en ekki aðsigurvegari kvöldsins komifrá Reykjavík. Reykvískar stúlkur hafa oftast unnið í þau fimmtíu skipti sem keppnin hefur verið haldin, eða tuttugu og níu sinnum. Níu sinnum hefur sigur- vegarinn komið af Suðurnesjum, fimm sinnum frá Norðurlandi, þrisvar frá Vesturlandi og tvisvar frá Austurlandi og Suðurlandi. Ungfrú Ísland hefur aldrei komið frá Vestfjörðum. Það er einnig líklegra en ekki að sigurvegarinn verði rúmir 170 sentimetrar á hæð og vegi í kringum 55 kíló. Þannig, eða þar um bil, hefur það verið síðustu ár. Fegurðarsamkeppni Íslands stendur á gömlum merg en fyrsta keppnin var haldin árið 1950. Sigurvegarinn þá, Kolbrún Jónsdóttir, hlaut raunar titilinn fegurðardrottning Reykjavíkur en fjórum árum síðar varð Ragna Ragnarsdóttir fyrsta fegurðar- drottning Íslands. Margt hefur breyst síðan þá, ekki síst lögun kvenna, tognað hefur úr þeim en þyngdin ekki aukist í samræmi við það. Stúlkurnar sem keppa á Broadway í kvöld hafa stundað þrotlausar æfingar síðustu vikur auk annars undirbúnings af ýmsu tagi. Um áttatíu stúlkur tóku þátt í forkeppnunum sex, vítt og breitt um landið, og tuttugu og fjórar komust í lokakeppina. Elín Gestsdóttir, fram- kvæmdastjóri keppninnar, segir ásóknina mikla og fara vaxandi. „Áhuginn hefur aldrei verið meiri og það er greinilegt að margar stelpur langar að vera með.“ Ekki eru gerðar formlegar kröfur um tiltekið útlit keppenda en stúlkurnar þurfa að vera ógiftar og barnlausar og mega ekki vera bendlaðar við ósæmi- legt athæfi svo sem nektarmynd- ir, eins og segir í upplýsingum um keppnina. Önnur skilyrði lúta fyrst og fremst að heilbrigði. „Þær þurfa að vera orðnar átján ára, vera hraustar og heilbrigðar og reykleysi er algjört skilyrði. Þetta er orðið þannig í dag að þetta gengur út á heilbrigði og hollt líferni. Flestar stelpnanna æfa líka mikið og hugsa vel um sig,“ segir Elín. Annir fylgja nafnbótinni Feg- urðardrottning Íslands og skyld- urnar eru nokkar. „Fegurðar- drottning Íslands er fulltrúi landsins næsta árið og tekur þátt í nokkrum keppnum í útlöndum. Stúlkurnar sem lenda í næstu sætum á eftir taka líka þátt í keppnum erlendis. Sigurvegar- inn má einnig búast við að þurfa að taka þátt í ýmsum uppákom- um sem kunna að koma upp. Hún er fulltrúi íslenskrar fegurðar hvar sem er.“ Fyrir utan þátttökurétt í feg- urðarsamkeppnum í framandi löndum er til nokkurs að vinna. Verðmæti verðlauna sigurvegar- ans er yfir 1.250 þúsund krónur en henni falla meðal annars í skaut utanlandsferð, skartgripir og klæðaúttektir. Þeir eru til sem hafa horn í síðu fegurðarsamkeppna og segja þær ekkert annað en gripasýningar sem helst ætti að banna með lögum. Elín Gests- dóttir segist hafa fundið byr með keppninni á undangengnum árum. „Við finnum vel hversu fólk er miklu hlynntara þessu en var og það er bara vegna vinnu okkar við að breyta áherslunum og færa keppnina inn á brautir hollustu og heilbrigðis. Það er liðin tíð að stelpurnar þurfi að svelta sig eins og var. Slíkt bull og vitleysa er úr sögunni þannig að það er ekkert nema jákvætt við þetta.“ Ekki er heiglum hent að gera upp á milli stúlknanna tuttugu og fjögurra og dómurum því nokkur vandi á höndum. Horfa þeir til framkomu stúlknanna í bikiníum og á síðkjólum og taka við þær viðtöl til að kynnast þeim nánar. En hvernig ganga þau fyrir sig? „Við erum að fiska eftir því hvaða innri mann stúlkurnar hafa að geyma og forvitnumst um lífsviðhorf þeirra og framtíðaráætlanir,“ segir Elín. Sjálf situr hún í dómnefndinni við sjötta mann og segist horfa einna helst til þess að sigur- vegarinn hafi bein í nefinu. „Besta viðmiðunin sem við höf- um er Ungfrú Ísland í dag, Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir, hún er til fyrirmyndar á allan hátt.“ ARNAR LAUFDAL, eigandi Broadway BJÖRN LEIFSSON, eigandi World Class ELÍN GESTSDÓTTIR, frkvstj. Fegurðarsamk. Ísl. ÍRIS BJÖRK ÁRNADÓTTIR, Ungfrú Skandinavía 2002 KRISTJÁN ÞORVALDSSON, ritstjóri Séð og heyrt RÓSA MATTHÍASDÓTTIR, snyrtifræðingur og eigandi Gasa SVERRIR BERG STEINARSSON, kaupmaður í Next Fegurðardrottning Íslands verður valin við hátíðlega athöfn á Broadway í kvöld. Tuttugu og fjórar stúlkur keppa um titilinn eftirsótta og vonast eftir frægð og frama í kjölfarið. Hlutfall ljóshærðra og dökkhærðra stúlkna í keppninni er jafnt. Fegurst fljóða M YN D /B JÖ RN B LÖ N D AL Hvað segja dómarar? BJÖRN LEIFSSON Hver er fegursta kona í heimi? „Mér fannst Sophia Loren alltaf rosalega falleg hér í gamla daga en í dag finnst mér gellur á borð við Christina Aguilera og Britney Spears rosalega flottar.“ Hvaða atriði eru mikilvægust í sam- bandi við fegurð? „Það er bara fegurð.“ Hugsa íslenskar konur nægilega vel um útlitið? „Já, mér finnst þær mjög duglegar við það upp til hópa. Þær legg- ja mikið upp úr að líta vel út.“ Gerir það stúlkum gott að taka þátt í keppni sem þessari? „Já, ég held að þetta efli sjálfstraust þeirra og bæti fram- komu þannig að þetta hjálpar þeim í framtíðinni.“ RÓSA MATTHÍASDÓTTIR Hver er fegursta kona í heimi? „Mér fannst Guðrún Bjarnadóttir alltaf vera ein af fegurstu konum í heimi þegar hún var upp á sitt besta en vil líka nefna frönsku leikkonuna Catherine Deneuve og Hólm- fríði Karlsdóttur.“ Hvaða atriði eru mikilvægust í sam- bandi við fegurð? „Útgeislunin skiptir öllu máli, hlýleg framkoma og velvild. Greind, heilbrigt líferni og að geta komið vel fyrir sig orði skiptir líka miklu máli.“ Hugsa íslenskar konur nægilega vel um útlitið? „Þær eru of uppteknar við að að klæðast nýjustu tísku og vera með rétta varalitinn í stíl en ekki nógu áhugasamar um að læra ákveðna grunn- þætti, t.d í förðun, sem eru mjög mikil- vægir.“ Gerir það stúlkum gott að taka þátt í keppni sem þessari? „Tvímælalaust, þetta styrkir þær og eykur sjálfstraustið. Svo er það auðvitað mikil ögrun að taka þátt í svona keppni. Þær vita að ef þær standa sig þá eru tækifærin handan við hornið.“  DÓMNEFND KVÖLDSINS [ Anna Birta TryggvadóttirÁstrós Guðmundsdóttir Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir Guðrún Halldórsdóttir Guðrún Lena Eyjólfsdóttir Halldóra Rut Bjarnadóttir Hjördís María Ólafsdóttir Hrafnhildur Harðardóttir Hrafnhildur Ragnarsdóttir Hugrún Harðardóttir Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir Írena Elínbjört Sædísardóttir Jónína Brá Árnadóttir Karen Ósk Lárusdóttir Kristjana Hákonardóttir Margrét Birna Valdimarsdóttir Margrét Magnúsdóttir Matthildur Dröfn Birgisdóttir Ólafía Kristjánsdóttir Ragnheiður Björnsdóttir Sigrún Bender Sjöfn Sæmundsdóttir Steina Dröfn Snorradóttir Þórdís Björg Björgvinsdóttir ]

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.