Tíminn - 01.07.1973, Side 1

Tíminn - 01.07.1973, Side 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Hér veröur haldin ÞjóOhátiö Vestmannaeyja i sumar, á Breiðabakka. Mun siðan vera ætiunin að Siggi Fteim, brennukóngur i Eyjum, komi hlaupandi með kyndil úr nýja gignum. A neðri myndinni er Herjólfsdalur eins og hann litur nú út undir ösku- lagi. HÖLDUM ÞJÓÐHÁTÍÐ Á BREIÐABAKKA — segir formaður Týs í Vestmannaeyjum ÓV-Reykjavik: — Við höldum þjóðhátið í Vestmannaeyjum i sumar, ef við fáum nauðsynleg leyfi til þess frá Aimannavarnar- ráði, sagði Eggert Sigurlásson, formaður iþróttafélagsins Týs i Vestmannaeyjum en i ár er það hlutverk Týs að halda 99. þjóðhá- tið Vestmannaeyinga. — Við höfum enn ekki sótt form- lega um leyfin — gerum það næstu daga — en við höfum rætt við menn úr Almannavarnarráði og erum bjartsýnir á að þetta takist, sagði Eggert ennfremur A fundi, sem haldinn var nýlega til að ræða þessi mál, var samþykkt að halda þjóðhátið i Eyjum i sumar og þá á svoköll- uðum Breiðabakka, sem er úti við Stórhöfða, þar sem fjaran heitir Klauf. Gárungarnir hafa oftlega kallað þá fjöru „Costa del Klauf” þar eð aðstaða til sól- dýrkunar er þar góð og hafa félagarnir i Vestmannaeyja- hljómsveitinni Logar á stundum farið þangað með sin tæki og tól og haldið tónleika. Á Breiðabakka Framhald á bls. 15. Nú skiljum við sérstöðu íslands — segir formaður vesturþýzkrar þingmannanefndar Undanfarna viku hafa sex vestur-þýzkir þingmenn verið hérlendis i opinberu boði. Fyrir vestur-þýzku þingnefnd- inni var þingkonan Antje Huber frá Ruhr-Essen. Frú Huber er úr flokki Willy Brandts og er ein 13 kvenna, sem sitja á þingi fyrir sósia Ide mókrat a. Nefnd fimm isienzkra þing- manna undir forystu Björns Fr. Björnssonar hefur leiðbeint þýzku þingmönnunum og verið þcim innan handar. Skiljum nú sérstöðu islands bjóðverjarnir hafa viða farið, m.a. ferðast um Suðurland og sótt heim ýmsar stofnanir, Hafrann- sóknastofnunina, Viðskiptmála- ráðuneytið, Framkvæmda- stofnun rikisins, Seðlabankann og Búnaðarfélag Islands og reynt hefur verið eftir föngum að kynna þeim islenzkt atvinnulif. — Við sem i nefndinni erum, skiljum nú hver nauðsyn Islands er að fiskveiðunum, sagði frú Huber, þegar blaðamaður Timans ræddi við hana. Okkur hefur verið ákaflega vel tekið, við höfum ferðazt um landið, rætt við ráðamenn um fiskveiðar, land- búnað og fjárhagsmál. Þessa gestrisni ætlum við að reyna að endurgjalda og næsta ár bjóðum við islenzkum þingmönn- um að koma til Vestur-Þýzka- lands. Við Þjóðverjar eigum að visu hagsmuna að gæta i sambandi við fiskveiðar hér við land, en þeir jafnast auðvitað ekki á við hags- muni tslendinga, sem eiga allt sitt undir fiskveiðum. Þess vegna er það einlæg von okkar, að samningar takist með tslendingum og Þjóðverjum, sagði frú Huber að lokum. Apel er bjartsýnn Þá komum við að máli við Apel, aðstoðarutanrikisráðherra Vestur-Þýzkalands, sem er for- maður vestur-þýzku samninga- nefndarinnar. — Ég er bjartsýnn, sagði dr. Apel, enn greinir okkur á, en ég held, að við leysum málið i ágúst. t hverju er ágreiningurinn fólginn? Málið er margþætt. 1 fyrsta lagi er þaðaflamagnið, undanfarin tiu ár hafa vestur-þýzkir togarar veitt að meðaltali 120.000 tonn ár- lega hérviðland. Ég bauð 100.000 en þá bauð Lúðvik Jósefsson 65.000 tonn. Þetta verður athugað i Bonn og i Reykjavik. Þá er það aflasvæðið — við viljum fá að fara inn fyrir 30 milur að vissu marki, en það vill islenzka nefndin ekki fallast á. Næsti samninsaliður F'ramhald á 25. siöu. Veslur-þýzka þingkonan Huber, sem er formaður þingmanna- nefndarinnar, sem er hérá landi i boði Alþingis. Timamynd Gunnar.j Danskt íslandsblað fylgirit Tímans Kaupmannahafnarblaðið AKTUELT mun gefa út sér- stakt aukabiað tileinkaö ts- landi hinn 4. júli n.k. Blaðið, sem verður fylgiblað meö AKTUELT, verður 12 siður i stóru broti, um það bil helmingi stærra broti en TtM; INN. Mjög hefur veriö vandað til þessa fylgiblaðs og verður i þvi forvitnilegt efni um tsland og tslendinga. Grintur Gunnarsson, blaða- maður i Kaupmannahöfn, hef- ur ritstýrt blaöinu og ritað i það. t blaðinu verða m.a. við- töl við forseta tslands, for- sætisráðhcrra og Gunnar Gunnarsson, rithöfund. Þá verða i blaðinu fróðlegar greinar um islenzkt atvinnulif og önnur málefni. Þetta sérstaka blað verður jafnframt fylgibiað nteð TtMANUM hinn 4. júli n.k. og fá þvi allir lesendur Timans það þann dag þetta danska ts- landsblað, bæði áskrifendur og þcir. sem kaupa Timann i lausasölu. ÍSLENZK ÞJÓÐHÁTTAKORT í BÍGERÐ HHJ—Rvik— t lok ágústmáðaðar næstkomandi mun Árni Björns- son forstöðumaður þjóðhátta- deildar Þjóöminjasafnsins halda utan til Þýzkalands þeirra erinda að kynna sér gerð þjóðháttakorta, en Þjóðverjar eru miklir kunn- áttumenn i þvi efni, enda hafa þýzkir þjóðháttafræðingar lengi stundað slika kortagerð. t Þjóðminjasafni i' biður úr- vinnslu og rannsókna mikið efni um islenzka þjóðhætti, þar á með- al svör við 27 spurningalistum, sem safnið hefur látið frá sér fara. Frumrannsóknir á svörun- um benda, að sögn Árna, i þá átt, að ísland sé ekki eins samstætt um það er að þjóðháttum lýtur og oft er talið, heldur megi skipta landinu i afmörkuð „menningar- svæði”. Að þessari för lokinni má vænta þess að tekið verið til við gerð Is- lenzkra þjóöháttakorta, þótt enn sé ekki timabært að segja af- dráttarlaust, hvenær farið verði að gefa út slik kort enda er Þjóð- minjasafnið bæði fáliðað og félit- ið. Timinn leitaði frétta hjá Arna um Þýzkalandsförina: — Hver eru tildrög þessarar farar, Arni? — Menn hafa haldið Island t spurningalista þeim sem Arni vikur að I viðtalinu, var m.a. spurt hvort menn hefðu tekið mark á einhverju I atferli dýra. Svörin sýndu, að flestir tóku mark á háttum fugla, einkum komutima og hljóðum farfugla. Helztir spáfuglar voru lóan og spóinn, en þcim næst komu hrossagaukur og skógarþröstur og siöan hrafn og márietla. Aðrir fuglar voru nefndir en miklu sjaldnar. Þetta þjóðháttakort sem hér má sjá og Arni hefur gert, sýnir hverju menn trúðu I sambandi viö komu lóunnar. Það leynir sér ekki vera að mestu eina heild með til- liti til þjóðhátta. Ýmislegt hefur þó orðið til þess að vekja þann grun hjá mér, að svo væri ekki, t.d. athugun, sem ég gerði á svör- um við einum af spurningalistum safnsins, þar sem fjallað er um sumardaginn fyrsta og siði, sem tengdir eru honum. Þessi rann- sókn sýndi, að sumardagurinn fyrsti er öðru fremur yngis- meyjadagur um landið austan- vert, en dagur drengja eða pilta á Vestfjörðum. Fleiri dæmi mætti Framhald á 25. siöu hvernig átrúnaöurinn skiptist eftir landshlutum. Á Vesturlandi miðju vakti það ugg, ef lóan kom snemma. En þegar kemur norður i Arnarfjörð er lóan mönnum au- fúsugestur og svo er undantekn- ingalitið vestur eftir Norðurlandi og austanlands, þar til kemur i Breiðdal, en þá skiptir um. Þó er lóan vel séð i öræfum og Suður- sveit en annars litin hornauga á Suðurlandi. Eins og sjá má sést á kortinu i einni sjónhendingu hversu háttað var átrúnaði manna i þessu efni. (Kortiö er úr/árbók Fornleifa- félagsins 1970) Grænlenzkar stúlkur giftar tslendingum. Þættir frá Gotlandi og Eylandi Ég var gift steinaldarmanni Um vikinga og Vinland 40 síður

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.