Tíminn - 01.07.1973, Side 2

Tíminn - 01.07.1973, Side 2
2 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 Diane Bauer. Hún er eitt af þeim óskýranlegu fyrirbrigöum, er valda nútima visindum óbærilegum höf- uðverk. Frú Selma Sokol, einn fremsti sáifræðingur Bandarikjanna f dag. —Nei, við getum ekki enn skýrt hæfi- leika Diane litlu. Við erum að rannsaka hæfileika hennar og munum siðar gefa Itarlega skýrslu um þá. Diane hin Jramsýna' Diane Bauer var fjögurra ára gömul i nóvember 1966, er móðir hennar vaknaði upp morgun einn um fjögurleytið og heyrði, að barnið var að tala við ein- hvern, sem hún kallaði „Gran”. Frú Bauer vakti mann sinn, og bæði heyrðu þau skýrt og greinilegt samtal, sem eftir öllu að dæma var milli Diane og ömmu hennar, Gran Dot, eins og hún var kölluð Eugene Bauer og kona hans, Rena di Mauro, fóru á fætur og gengu hljóðlega inn i barnaher- bergiö, sem lá næst við þeirra herbergi. Dyrnar á milli her- bergjanna voru opnar. Barnið sat uppi í rúminu slnu og rabbaði við einhvern, sem foreldrarnir gátu ekki séð. Er þau komu inn I her- bergið, leit litla stúlkan á þau og sagði: • — Eruð þið lika komin til að segja bless við Gran? Frú Bauer gekk til barnsins og settist á rúmstokkinn. — Við hvern varstu að tala?, spurði hún. Barnið hnyklaði brýrnar. — Auð- vitað við Gran Dot, svaraði hún, eins og hana furðaði spurningin — Hvað sagði Gran Dot við þig, Di?, spurði faöirinn, — Gran kom til þess að segja bless við mig, sagði Diane litla — Hún sa^ðist ætla i langt ferðalag og að ég ætti alltaf að vera þæg og góð stúlka og muna eftir henni, vegna þess að henni þætti svo vænt um mig. — Hvernig var hún klædd? spurði frú Bauer. — Auðvitað í náttkjól, sagði Diane. — Hún var i siða, hvita náttkjólnum, sem hún er alltaf i, þegar hún er hjá okkur. — Farðu nú að sofa Diane min, sagði faðirinn. Barnið hallaði sér aftur I rúminu og féll brátt i fasta svefn. Foreldrarnir gengu hljóðlega út úr herberginu, afar áhyggjufull. — Við vissum, við hverju við máttum búast, sagði frú Bauer seinna. — Ég vissi, að móðir min hafði dáið þarna um nóttina. Rétt fyrir klukkan sjö morguninn eftir hringdi siminn. Bauer tók hann, og var honum þá tilkynnt, að tengdamóðir hans, hin 64 ára gamla Dorothy Allison, venjulega kölluð „Gran Dot”, hefði látizt i svefni um nóttina á sjúkrahúsi, þar sem hún hafði verið lögð inn viku áður vegna hjartaslags. Bauer hjónin skrifuðu niður allt það, er skeð hafði um nóttina, vegna þess að þetta var ekki i fyrsta sinn, sem dóttir þeirra hafði upplifað hliðstætt, sem kalla mætti sýn. Einn helzti sál- fræðingur Bandarikjanna, frú Selma Sokol, tjáði foreldrunum, að likur væru á þvi, að barnið væri gætt sérlega næmúm skiln- ingshæfileikum og að öllum lik- indum dulskynjunarhæfileikum, þar sem það, er gerzt hafði þessa nótt, væri bezt skýrt sem dul- skynjun eða fjarskynjun. Frú Allison hafði búið i nær 300 km fjarlægð frá Bauer-hjón- unum, og hafði verið vön að heimsækja þau nokkrum sinnum á ári. Siðast hafði hún heimsótt þau fyrir tveim mánuðum, og þá hafði farið mjög vel á með henni og litlu stúlkunni, Diane. — Konan var að deyja og langaði að kveðja barnið, og það gerði hún með fjarskynjun, sagði frú Sokol. Það var um enga aðra skýringu að ræða. En barnið hafði mörgum sinnum áður sýnt ógnvekjandi hæfileika til að sjá fyrir óorðna atburði, og i húsi þvi er Bauer- fjölskyldan hafði búið i áður, hafði hún upplifað nokkuð, sem hefði getað hrætt liftóruna úr hvaða ' fullorðnum manni, sem væri. Diane var um það bil tveggja og hálfs árs, er hjónin fengu leigt gamalt hús meðan þau biðu þess, að þeirra eigið hús yrði fullbúið. Skömmu eftir að þau fluttu inn, heyrði frú Bauer, að Diane var að tala við einhvern inni i barnaher- berginu. Það var um miðjan dag. Er frú Bauer ætlaði að grennslast nánar fyrir um þetta, sá hún að stúlkan var alein, en talaöi e ngu að siður við einhverja ósýnilega persónu. Móðirin varð skelkuð, en barnið svaraði hreint út og blátt áfram — Þessi fallega kona er komintilaðleika viðmig.meðan ég er hérna. Þegar herra Bauer kom heim um kvöldið, sagði konan hans honum frá þvi, er gerzt hafði. Með varkárni lagði hann spurn- ingar fyrir barnið. Og það eina, sem Diane sagði, var, að til hennar hefði komið falleg kona i bláum kjól og hvitum skóm, með gyllt hár, - til að leika við hana. Bauer átti langt tal við prestinn um þetta mál og spurði hann Bauer-hjónin. Hvorugt þeirra er gsett hinum minnstu dulrænum hæfileikum. Fyrst urðu þau hrædd, en síðan náði skynsemin og sannleikurinn yfirhöndinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.