Tíminn - 01.07.1973, Page 8

Tíminn - 01.07.1973, Page 8
8 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 Þannig litur Notre Darae út I aiiri sinni dýrð, séð úr suðaustri, þvert yfir Signu. Hringjarinn í Notre Dame ¥*> l* Wi 1 ■!» •: « ■fT * ■■■ t kapellu Gondis kardinála í austurálmu kirkjunnar. er þessi fagri gluggiidtal litum. Það var á Quasimodo- sunnudegi á þvi herrans ári 1467 eftir messu, að litil, lifandi vera var lögð i rúm það framan við Notre Dame, þar sem venjan var að sýna fundin börn og lofa þeim að eiga sem vildu. — Þetta er ekki barn, sagði einn. — Þetta er vanskapaður apa- köttur, sagði annar. — Þetta er skrimsli, sagði sá þriðji. — Þetta er sambland af manni og dýri, sagði sá fjórði, sem sagt eitthvað ókristilegt, sem kasta ætti á eld. Ungur prestur, sem staðið hafði og hlustað á umræðurnar, ruddi sér braut gegn um hópinn. Hann skoðaði veruna litlu, vafði hana siðan hempu sinni og bar inn i kirkjuna. Quasimodo, eins og hann var kallaður, fæddist eineygður, með kryppu og skakkan fót. Hann óx upp i Notre Dame, kom sjaldan út fyrir dyr og lifði góðu lifi með kirkjunni, sem var full af marmaralikneskjum konunga, dýrlinga, og biskupa, sem ekki hlógu að honum og hæddu hann, eins og fólkið fyrir utan gerði. Aðrar styttur, af ófreskjum og djöflum, hræddist hann ekki held- ur, til þess voru þær allt of likar honum sjálfum. Þær hræddu fremur fólkið úti. Heimur Quasimodos Dýrlingarnir voru vinir Quasi- modos og blessuðu hann, ófreskj- urnar voru vinir hans og vernd- uðu hann. Hann úthellti hjarta sinu fyrir þeim, sitjandi timunum saman á hækjum sinum. Kæmi einhver, flýði hann i felur. Fyrir Quasimodo var kirkjan alheimurinn, öll náttúran. Hann dreymdi ekki um annan gróður, en þann, sem óx á marglitum glerrúðunum, né aðra skugga en þann, sem steinljósið varpaði, eða önnur fjöll en hinn mikla turn kirkjunnar. Þegar hann var 14 ára og varð hringjari i Notre Dame, bættist honum enn ágalli á likamann, til viðbótar við alla hina. Kirkju- klukkurnar sprengdu hljóðhimn- ur hans og hann missti heyrnina. En hann elskaði klukkurnar sinar heitar, en nokkuð annað i þessari móðurlegu byggingu. Hann tilbað þær, lét vel að þeim og skildi þær. Raddir þeirra voru það eina, sem hann gat enn heyrt. Á dögum, þegar hringja þurfti af öllum kröftum, flaug Quasi- modo upp hringstigann i turnin- um, miklu hraðar, en nokkur ann- ar gat hlaupið niður. Lafmóður steig hann inn i klukknaherbergið virti þær fyrir sér með ást og virðingu andartak og hrópaði sið- an til meðhjálpara sinna niðri að nú mættu þeir byrja. Þeir héngu I reipunum og brátt tóku klukkurn- ar að hreyfast. Quasimodo hafði ekki augun af þeim og auga hans opnaðist meira og meira og glampaði að lokum af ákafa, þeg- ar hávaðinn náði hámarki. Allt titraði og skalf og hljómarnir heyrðust i margra milna fjar- lægð. Fyrir kom, að Quasimodo hreifst svo af klukkunum, að hann settist upp á þá stærstu og rólaði sér þar, hrópandi hástöfum og augað skaut gneistum. Nú voru þetta ekki lengur Quasimodo og klukkan, heldur andi, sem fór gandreið um loftin á járnófreskju. Sál Notre Dame Þessi merkilega mannvera, Quasimodo, blés á einkennilegan hátt lifi i alla kirkjuna, aðeins með nærveru sinni. Engu likara en hann sendi rafstraum út frá sér, sem setti hjarta kirkjunnar af stað. 011 þessi mikla bygging varð eins og hlýðin og blið lifvera I höndum hans. Hún beið aðeins eftir skipun hans, til að hefja upp mikla raust sina. Hann var alls staðar og sást alls staðar. Þegar hann var ekki uppi i turninum, var hann úti á þaki, að fjarlægja hrafnahreiður og á næsta augnabloki rakst maður á hann sitjandi á bekk inni i kirkj unni. 1 næstu andrá var hann svo ef til vill hangandi i reipi sinu undir turninum, þar sem hann hringdi á meðhjálpara sina. Um nætur mátti iðulega sjá Öfélega veru ráfa um kring á hin- um brotnu og illa förnu svölum, sem lágu milli turnsins og út- byggingarinnar. Þá gerðist stór- kostlegur hlutur: Augu og munn- ar opnuðust um allt og flugur, ormar, hundar og kettir létu til sin heyra. Fólk hélt að þarna væru steindýrin að tala. Forn- egyptar hefðu áreiðanlega litið á Quasimodo sem anda musteris- ins, en á miðöldum var hanntal- inn sál Notre Dame. t lok 18. aldar, nokkrum árum eftir frönsku byltinguna, var hin illa farna kirkja boðin til sölu. Að- eins smágalli á formsatriðum, kom i veg fyrir að hún væri seld til niðurrifs. I staðinn var hún gerð að birgðaskemmu. Nokkru siðar skrifaði Victor Hugo „Notre Dame de Paris” þar sem hann lýsti kirkjunni eins og hún var dýrlegust á miðöldum. Bókin olli miklu fjaðrafoki, sem varð til þess, að Notre Dame var grafin upp úr gleymsku og franska rikið lagði fram milljóna- upphæðir til viðgerðarinnar. Byggingarsagan Þegar horft er á Notre Dame úr fjarlægð, likist kirkjan helzt skipi, sem liggur við akkeri á Signu. Það er engin tilviljun, að hún var reist þarna á stærstu eynni i Signu, La Cité. Þar var heilög jörð i fornöld. Þar lágu fornir þjóðvegir yfir ána og þar reistu fyrst Gallar og siðan Róm- verjar musteri sin. Þegar kristni hóf innreið sina, komu tvær litlar kirkjur i stað musteranna, en eftir þvi sem Paris stækkaði, fóru menn að vilja dómkirkju á staðnum. Arið 1163 hóf Marice de Sully biskup að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.