Tíminn - 01.07.1973, Side 13
TÍMINN
PIONER
erpottþéttur
Norsku Pioner / /plastbátarnir'
hafa marga kosti, l ./en fyrst og fremst öryggi.
Tvöfaldur byrðingur^^-^með lofthólfum milli laga
kemur í veg fyrir að Pioner geti sokkið.
Þeir eru auðveldir í flutningi og meðförum. Tvær gerðir
eru fyrirliggjandi, Pioner 8, þriggja manna bátur, 48 kg
og Pioner 12, sex manna og vegur 100 kg.
Pioner er ómissandi fyrir þá, sem eyða sumarleyfinu
við vötn eða strendur landsins.
Umboðsmenn á Islandí:
Vesturgötu 2, Rvk.
Sími: 26733 (3 línur).
eftir að reynast arðbær. Einna
mikilvægastur jarðarávöxtur Ey-
lands nú eru brúnar baunir og
ýmsar laukjurtir, en á Gotlandi
einkum ertur til niðursuðu, gúrk-
ur og mórillur (eins konar kirsu-
ber).
Iðnaður er enn ekki i stórum stil
á Gotlandi, hvað þá hinu landinu,
en eins og eðlilegt er byggist hann
á hvorutveggja ýmiss konar
steinefnum unnum úr jörðu svo
og á framleiðslunni sjálfri. Kalk-
iðnaður stóð með blóma á Got-
landi á 17. og 18. öld, og var hann i
höndum allundarlegrar kliku, eða
svonefndra „kalkpatróna.” Kalk-
brennsla var lengi vel i höndum
almúgamanna, en nú er sú verk-
grein undir lok liðin. Minjar
hennar — um fimm hundruð kalk-
brennsluofnar — standa enn á við
og dreif um landið, margir hverj-
ir lifga þeir upp umhverfið með
sérkennilegri gerð sinni og lögun.
Um siðustu aldamót var tekið aö
flytja út kalkstein, en um miðja
19. öld var verksmiðjurekstur
hafinn á Eylandi til vinnslu og
nýtingar kalksteins þar, sem er
tvilitur, grár og rauður og nálgast
marmara að herzlu. Mikilvægust
er þó sements- og betonsfram-
leiðslan. Slite-verksmiðjan á Got-
landi telst einhver stærsta og
nýtizkulegasta verksmiðja
sinnar tegundar i öllu Sviariki.
Þótt margt sé hér áþekkt með
tveim löndum, að þvi er tekur til
legu og landfræði allrar, er hins
vegar margt er skilur, ekki sizt að
þvi er byggð varðar og
byggingarhætti. A Eylandi hefur
byggð frá fornu fari verið i þorp-
um, þorplöndum niðurskipt i
smáteiga, er siðan mynda sam-
hangandi „delder”. Hins vegar
hefur gotlenzka býlið sinar eigin
landspildur og engjalönd án
nokkurrar sameignar við aðra, en
þar hafa frá fornri tíð og allt fram
á þennan dag verið sjálfstæð
bændabýli. Orsökin mun sú, að
Eyland varð snemma að lúta þvi
skipulagi, sem við gekkst I
Austur-Sviþjóð. A Gotlandi við-
hélzt hins vegar fornlegt sam-
félagsskipulag, sem ekki náðizt
að kreppa að á sama hátt og i hin-
um austursænsku akuryrkju-
svæðum.
A Eylandi standa þorpsbýlin
yfirleitt þétt saman, mynda viða
stór þorp einkum nær strand-
lengjunni, úr lofti að sjá eru þau
einkennilega regluleg að niður-
skipun allri. Frá 18. öld er þessi
lýsing Linnés varðveitt, en þá
þegar hefur byggðin færzt nær
ströndum landsins: „Þorp og
bændabýli standa hér yfirleitt
með ströndum fram i skjóli
klettaveggja með hafið á aðra
hönd, en á hina eru engjalönd og
akrar, og þá tekur við sjálf kalk-
steinssléttan („alvaret”) með
lindum sinum og sætu upp-
sprettuvatni.
Þorptýpan eylenzka hefur ekki
myndazt af neinni tilviljun. Upp-
runa hennar má rekja til upphafs
miðalda eða enn lengra aftur.
Hun virðist bundin eyktaskipting-
unni, staðsetning húsa, lóðar eða
jarðarskika, sem hverju þorps-
býli var áætlaður, algerlega
skipulegur að lögun og niður-
skipan. Vanalega voru hús og lóð
Hestahópur I skógi á Gotlandi. Þetta er hálfvillt hestategund, sem eiga kyn sitt að rekja beint til smá hesta á járnöld. Þeir hafast nú einkum við I
barrskógum í Lojstaheiði á Gotlandi.
Húsum i eylenzkum þorpum
var að gotlenzkum hætti skipað
niður i ferhyrnta umgerð um-
hverfis hlað eða „inntún” og vissi
skíðgarður út að götunni. Sjálf
mannahúsin lágu fjær henni en
peningshús. Yfirleitt voru hús
gerð úr eikar-veða furubjálkum
(veggir þeirra mynduðu svonefnt
„skiptesverk”), hlöðubyggingin
hins vegar að jafnaði úr kalk-
steini. Nú eru þessi eylenzku þorp
merkilegur vitnisburður um
byggingar og samfélagshætti lið-
ins tima.
A Gotlandi var sveitabýlum
aldrei skipað niður i slikar þorps-
byggðir.hvorki með lögbindingum
né reglubundinni lögun jarð-
næðis. Svo virðist, sem hin got-
lenzku sveitabýli standi viðast
enn á þeim stað, sem þeim var
valinn i fornöld. Ef leita skal eftir
samsvarandi byggingarháttum-i*
einbýlisjörðum, er þá helzt að
finna i norðurhluta Bóhúsléns i
Sviþjóð.
V •
Visbymúrinn, sem ekki á sinn lika I Norðuráifu.
aflangur ferhyrningur, sem lá
hornrétt út frá þjóðveginum. Sér-
hvert þorpsbýli kallaðist i jarða-
mati „áttungur.” Þetta bendir
einnig til eyktarinnar. Þessi þorp
hefðu vel mátt nefnast raðbæir,
samkvæmt skipulagi sinu. Sums
staðar stóðu þó þorpsbýlin i
tveimur samfelldum röðum út frá
þorpsgötunni. Það skipulag
þorpsbýla var algengt i Vestur-
Evrópu.
Hin stóru sveitabýli á Gotlandi
vitna um bændasamfélag, sem
grundvallað var og borið uppi af
fjölmennum fjölskyldum (m.ö.o.
ættarsamfélag). Allt fram á 17.
öld tiðkaðist það, að á einu
bændabýli sætu tvær, fjórar og
allt upp i sex fjölskyldur, þótt
heimilishald væri sameiginlegt
og aðeins einn húsbóndinn skatt-
skyldur. Á 16. öld var þó farið að
skipta slikum jörðum niður i