Tíminn - 01.07.1973, Side 14

Tíminn - 01.07.1973, Side 14
14 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 ■y. Klettar viö Gömluhöfn á Sauöey ' sem heyrir til eyjaklasanum viöGotland Kalkbrennsluofn viö Lörjehöfn á Gotlandi. „margbýli” (partskiptning), og þessi skipting jaröa færðist slöan mjög i aukanaviövaxandi ihlutun sænskra stjórnvalda á 17. öld, einkum eftir að styrjöld lauk við Dani laust fyrir miðja öldina. Jarðir skiptust þá i tvö eða fleiri sjálfstæð býli i eigu fjölskyldu- meðlima, en við slika skiptingu varð hið upphaflega sveitabýli stundum áþekkt smáþorpi. Til þess að aðgreina býli eða parta sömu jaröar hvert frá öðru var orðunum „Litlu-” eða „Stóru-” eða öðrum áþekkum orðum skeytt framan við upphaflega bæjarnafnið. Hús, sem upp komu, þegar jarðarpartur var þannig tekinn i sérstaka ábúð, stóðu að jafnaði fast upp að gamla bæjar- stæðinu. Húsaskipun jarðarinnar varð þvi oftnæstaólöguleg tilsýnd- ar. Þegar kom fram á 18. og 19. öld voru gefin út fyrirmæli um niðurskipun húsa á sveitabýlum, og stuðluðu þau að reglubundnara og lögulegra formi býia. Gott dæmi um þessa þróun er jöröin Mýri, en hún liggur vestan- vert á Rómasléttunni. Þár voru undir lok 18. aldar fjórir ábúend- ur Tveir þeirra höfðu krafizt þess að fá aukiö landrými fyrir sig og sina. Hús jaröarinnar ftóðu þá mjög óskipulega bæði mannabú- staðir og búfénaðarhús. Viö skiptinguna hlaut hver ábúandi um sig hálftunnu lands rétt- hyrnda að lögun, en allt húsa- svæðið var umgirt götum eöa tröðum („kvior”), sem til austurs lágu að brunni eða vatnsbóli. Skipting jarðarinnar kraföist ný- býgginga og breytinga á þeim húsum, sem fyrir voru á jörðinni. t skiptaskjölum frá árinu 1817 er eins konar uppdráttur af jörðinni i sinni nýju mynd. Hann sýnir fjögur býli, sem liggja samhliða með ferhyrndum, aflöngum jarðargeira hvert fyrir sig og göt- um meðfram. Allt skipulag henn- ar minnir á eyktaskiptinguna, á raðbyggt sveitaþorp. Hvert býli fyrir sig er til að sjá í þeim gamla gotlenzka stil, sem áður var getið. Grafreitir á Eylandi. Hinar mörgu miðaldarústir eða leifar mannvistarhúsa úr steini, sem viða má sjá út um sveitir Gotlands eiga fá sina lika i Skandinaviu. Einkum eru þetta geymsluhús, skemmur, oft stór- fenglegar byggingar á sinn hátt, tvi- eða þrilyft, þ.e. hvolfmyndað- ur kjallari, þar yfir eins konar salur, („salsstuga”) með svala- göngum, en yfir geymsluloft. Þessar húsaleifar eru vitnisburð- ur um stórmannleg-. hýbýli far- manna fornaldar og miðalda, um frægðartima Gotlands, þegar bóndinn var jafnframt kaupmað- ur og réð fyrir hafskipi. Sveitakirkjur niutiu talsins bera einnig fjölskrúðugt vitni um auðsæld Gotlendinga á miðöldum og viðfeðm menningarsambönd. Margar hverjar standa enn óskertar i upphaflegri mynd sinni, tignarlegar með sinar mjó- dregnu gotnesku turnspirur, svalagöng, eða áttstrenda turna, ein og ein allt frá upphafi kristni i landinu. 1 veggi sumra þessara gömlu kirkja hafa veriö felldir steinar úr eldri guðshúsum, sum- ir eru veggirnir lika með innsett- um rismyndum. Gotlenzkir stein- höggvarar gátu sér oröstir langt út fyrir landsteinana, og má fyr- irhitta skirnarfonta úr stein- smiöjum þeirra bæði I Sviþjóð sjálfri svo og i Danmörku. Hvar- vetna i sveitakirkjunum getur að lita glermálverk, freskur og feg- urstu tréskurðarverk svo og úr smiðajárni. Eins og eðlilegt er, hafa myndgerðarmenn á ey Hvit- stjörnu haft sérstakt og næmt auga fyrir heilagri Mariu, er hún skyldi fram stiga I sýnilegri mynd. Af henni má sjá margár og fagrar myndstyttur á Gotlandi, svo sem Sedes Sapientiae („sæti visdómsins”) með Jesubarniö i fanginu. Fegurri eru þó aðrar, til dæmis hin grannvaxna, tigulega Maria frá Hamrakirkju fögur og sorgmædd i sinum fyrirmannlega gotneska fellingaskrúöa. Sameiginlegar menjar manna- vistar frá eldra skeiði járnaldar eru hinir fjölmörgu formanna- haugar á báðum þessum baltn- esku eyjum, alls um tvö þúsund talsins. Þeir eru að jafnaði um- luktir steingerði úr aflöngum steindröngum. A Gotlandi kallast haugarnir „vastar.” Mörg vand- leyst gáta biður fornleifafræðing- anna, þar sem þeir eru. Yfir höf- uð eru eylönd þessi auðug af hvers kyns fornmenjum. Má þar ekki hvað sizt nefna mynd- skreytta bautasteina frá yngri járnöld. Höfuðstaður Gotlands — Visby — er forn og sögufrægur bær, i mörgu tilliti einhver merkileg- asta borg Sviþjóðar, en að auki ein hin elzta I öllu Sviariki. óljóst er þó um upphaf þessa bæjar og seinna borgar. Sakir góðrar legu og greiðra verzlunarsambanda má telja fullvist, að hún hafi þeg- ar á vikingaöld náð að skáka sér fram við hlið Bjarkeyjar og Heiðabæjar. Austurlenzk silfur- mynt, arabisk, þýzk og engilsax- nesk, sem fundizt hefur i jörð á báöum eyjunum I þúsundatali, er glöggur vitnisburður um lang- ferðir kaupmanna á vikingaöld. Visby var þingstaður og hinn sameiginlegi blótstaður Gotlend- inga.og þar á samkvæmt Gota- sögu fyrsta kirkja landsins að hafa staðið. Eitt af þvi sem hvað mest efldi bæinn á miðöldum, var verzlun og viðskipti viö Hólm- garö, Visby var eins konar mið- stöð þeirra viöskipta og I Hólm- garði höfðu Gotlendingar sett á fót sitt eigiö verzlunarhús eða verzlunarmiöstöö þegar á elleftu öld, — þar við bættust svo við- skipti þeirra viö þýzkar borgir sem fóru sivaxandi, þegar kom fram á miðaldir. Siðari helming- ur tólftu aldar var hið mikla upp- gangstimabil Visby, og átti Norö- ur-Þýzkalandsverzlunin hvað mestan þátt I þvi. Á þessu tima- bili voru þar reistar margar og veglegar kirkjur — eða alls sautján talsins, — einnig sjúkra- hús. Margar voru kirkjurnar og sjúkrahúsin I eigu klaustra, aðrar eign kaupmannasamtaka, „gild- anna,” sem svo voru nefnd á mið- öldum. En þegar dró fram til fjórtándu aldar komst Eystra- saltsverzlunin, eða öllu heldur forræði hennar, i hendur Liibeck- kaupmanna. Þá voru Hansamenn komnir til skjalanna i veldi sinu, og þess máttu Visbybúar kenna I hvivetna, þótt velmegun bæjarins héldist lengi enn, en þegar hér var komið var bæjarsamfélag Vis by orðið tviskipt — annars vegar gotlenzkt, hins vegar þýzkt, og þetta setti ævarandi mark á bæ- inn. Einkennileg og dapurleg mótsetning kemur einnig fram i gerð múrsins umhverfis bæinn, en hann mun frá þrettándu öld, utan hans var landið sjálft með sinu sérstæða samfélagi bænda, innan hans alþjóðleg miðstöð verzlunar og siglinga á miðöld- um. Leifar þessa borgarmúrs standa enn eftir, og mega teljast einstæðar um margt i Norður- Evrópu. En Visby hlaut sitt sér- staka auknefni, er fram liðu stundir, nefndist af mörgum „Bær rósanna.” Nú á timum er Visby iðnaðar- bær, að sjálfsögðu er hún einnig miðstöð fjármála-og viöskiptalifs Gotlendinga sjálfra, og þar eru stjórnstöðvar landsins. Mikilvæg- ur þáttur fjármálalifs borgarinn- ar og landsins alls er „túrisminn” svonefndi, en upphaf hans má rekja langt aftur á nitjándu öld. Veglegastar allra fornaldar- menja á Gotlandi eru þær, sem tengdar eru skipum þeirra tima. Þaö eru lika grafir (sbr. haugana, sem áður var getið) frá bronsöld —- yngra skeiði hennar, slðasta árþúsundi fvrir Krists burð. Oft geyma þessar grafir krukkur eða ker með brunnum beinum. Gröfin eða grafreiturinn er að jafnaði umluktur steinum, sem reknir eru niður I jörðina þétt saman, þannig að minnt gæti á borð- stokka skips, stundum er hver röð allt að þvi áttatiu feta löng, og oft liggja þessir skipulögöu grafreitir margir saman og samsiða, undarlega fagrir og vekja helgi- tilfinningu þess, sem á þá horfir, klædda grænum grassverði og umlukta furutrjám. Sú trú fornaldarmanna, að hin- ir framliðnu ættu fyrir sér báts- ferð yfir haf inn i annan heim, hlýtur aö hafa haldizt árþúsund- um saman með norrænum þjóð- um, þótt aðrar hugmyndir um dauðann og viöskilnað lifs kunni að hafa blandazt þar saman við i timans rás.Skipsmyndir á hellu ristum, sem skýrðar hafa verið og útlagðar á margvislegan hátt, bera ef til vill einmitt vitni um hugmyndir manna að fornu um þessa siglingu yfir haf dauð- ans. Skipagrafir Gotlands, haug- ar Vestfoldarkonunga i Noregi, myndskreyttir bautasteinar vik- ingaaldar innan endamarka Svia- rikis eru minnisvarðar stór- menna fornaldarinnar. En hundr- uð fornmenja vitna um hitt, að þannig var einnig búið um hvern venjulegan bónda, sem nokkurs mátti sin. Einnig hann hlaut leg i báti sinum eða skipi brenndur eða óbrunninn ásamt vopnunum, sem á hverjum tima heyrðu til hvers- dagsbúnaði hans og verkfærun- um, sem búskapur hans útheimti. Perla Eystrasalts kallast Got- land i auglýsingapésum ferða- mannaþjónustu nútimans. Nafnið mun ekki mjög gamalt, ekki held- ur sérlega vel við-eigandi, ef höfð er i huga saga landsins og staða þess frá fornu fari, en eitthvað hafa þeir þó haft fyrir sér, sem tengdu það þessari sögufrægu baltnesku eyju.Húsatóftirnar got lenzku, fornaldargrafirnar og loks kirkjur eyjarinnar segja all- ar eina og sömu sögu: um ást manna á húsi og heimili, sem átti sér ævafornar rætur þar I landi, þá eyjarekeggjar loks tóku kristna trú. • Yfirleitt liggja þessir grafreitir bronsaldar með sjó fram, sumir hverjir jafnvel á eyjum úti. Ein- hvers staðar i eyjaklasanum við Gotland er haugur, kenndur við Angantý, þann, sem frá segir I Orvar-Oddssögu. Frá félaga hans á vikingaferðum, Hjálmari hugumstóra, og endalokum hans er einnig sagt þeirri sögu. Svo sem margir garpar þeirra tima orti hann visur á banastund- inni og leit þá yfir liðna ævi. Hjálmar kvað þá visu þessa eina af mörgum fögrum, segir sagan: Átta ek á foldu fimm ból saman, en þvi undak aldri ráði. Nú verð ek íiggja litt megandi, sveröi undaðr Sámseyju i. Þannig var sungiö og kveðið á vlkingaöld. En er kom fram á miöaldir voru dansar stignir á éyjum þessum. Þá urðu til dans- visur, sem enginn veit höfunda að fremur en til forna. Hér er ein dansvisa að lokum, og er lagið að minnsta kosti kennt við Gotland: „Uti var hage dar vaxa blS bar. kom, hjartans fröjd! Vill du mig nágot sS traffas vj dar. Kom, liljor och akvileja, kom, rosor och salivia! Kom, ljuva krusmynta, kom hjartans fröjd!” (Grein þessi er samantekt úr langri grein eftir Sviann Sölve Göranson, er nefnist öiand och Gotland. 1 endinn er lltillega stuðzt viö aöra grein um Gotland eftjr Sigrid Undset. A.S.) Garðshlið á Hejnum á Gotlandi er meöal margra fagurra menja um handverk steinhöggvara á miðöldum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.