Tíminn - 01.07.1973, Page 36
Mondragon. Séð yfir hluta þessa 30 þúsund manna bæjar, þar sem lýðræði og jafnrétti er óviða eins mikið i verki og hvergi á Spáni.
MONDRAGON
- „Vin Spánar"
í Baskahéraði á N-Spáni
blómgast samvinnuhreyfingin
Enda þótt hugmyndin um þútt-
töku verkamanna i stjórnun
iðnaðarins njóti æ meira fylgis og
sé raunar i framkvæmd sums
staðar, var ekki liklegt, að hún
gæti orðið aö veruleika á Spáni
Frankós. En i bænum Mondragon
á Norður-Spáni, i héraðinu Gui-
puzcoa, hafa engu að sfður risið
upp samvinnufyrirtæki, er veita
10.000 manns vinnu. Stjórn þeirra
er raunverulega f höndum verka-
manna. Verkamannaráð getur
rekið forstjórana, ef þvi sýnist
svo. Blaðamaður Observers, Ro-
bert Oakeshott, heimsótti bæinn
siðastliðið haust. Álitur hann, að
Mondragon geti veitt háþróuðum
iönaöarrfkjum mikilvæga lexiu.
Fer grein hans hér á eftir, endur-
sögð og stytt mjög.
Fyrir 30 árum kom ungur,
kaþólskur prestur, Fr José Maria
Arizmendi, til hinnar litlu borgar
Mondragon I Baskahéraðinu á
Noröur-Spáni. Hann hafði stutt
hið hrapandi lýðveldi I Spænsku
borgarastyrjöldinni 1936-1939, er
hafði þær afleiðingar, að honum
voru flestar bjargir bannaðar i at
vinnulegu tilliti. Fr José Maria
hélt þvi af stað i leit að nýrri leið.
Fyrst fór hann út i tækninám og
lauk sinum prófum þar, og á
miðjum 6 .. áratug þessarar aldar
steyptihann sér út i iðnaðarfram-
leiðslu á samvinnugrundvelli. 1
dag eru samvinnufyrirtæki þau,
sem hann átti hugmyndina að, —
hópur tengdra fyrirtækja, er
veita rúmlega 10.0000 manns at-
vinnu — stærstu framleiðendur is
skápa á Spáni og meðal stærstu
framleiðenda á vélaverkfærum.
Þau hafa sinn eigin i banka. Þau
hafa sina eigin menntastofnun,
sem útskrifar bæði vélamenn og
iðnaðarmenn, sem og hálærða
verkfræðinga. Þessi samvinnu-
samsteypa er einstök i sinni röð,
alla vega I Vestu-Evrópu.
„Segja má, að þessi velheppn-
aða starfsemi hér sé orðin til fyrir
sakir samvinnu eða bandalags
kaþólsku kirkjunnar og tækninn-
ar”, sagði einn af eldri samvinnu-
mönnunum i Mondragon.
Þessi Baska-fyrirtæki eru á
margan hátt harla óvenjuleg. Sé
litið á söguna, hafa samvinnu-
fyrirtæki gert það allgott i smá-
söluverzlun og að nokkru marki i
jarðyrkju. Frakkland hefur
undarlega sérstöðu að þvi leyti,
að þar sem samvinnufyrirtæki á
annað borð þrifast, eru þau tengd
lágtækniframleiðslu eins og stig-
véla- og skóframleiðslu. En i
Mondragon á Spáni er framleiðsl-
an hátæknivædd og geysileg velta
er I gangi.
Mondragon er I fjallahéraði um
50 mllur inn i landi, ihn af stóru
hafnarbæjunum San Sebastian og
Bilbao. 1 dag er Ibúafjöldinn rétt
um 30 þúsund og hefur aukizt
mjög ört á liðnum árum, þar sem
hin blómstrandi fyrirtæki hafa
mjög laðað fólk að sér. Meðalald-
ur starfsfólks fyrirtækjanna i
Mondragon er 32 ár.
Samhliða aukinni tækniþróun
og velmegun hafa óhjákvæmilega
Hér er Fr. Jósé Maria (i miöið) ásamt nokkrum af ráðamönnum hinna ýmsu fyrirtækja. Grundvallar-
stjórnin er í höndum hinna almennu starfsmanna. Þeir koma saman til þings og kjósa framkvæmda-
stjóra og aðra ráðamenn.
risið upp háar ibúðarblokkir og
fleira i þeim dúr. En gamla,
hellulagða torgið með kirkjuna á
eina hlið og nokkurs konar bæjar-
stjórahöll á hina, virðast vera I
þvi fari, sem hlýtur að hafa varað
um aldir. Og þessi staður, torgið,
er hin raunverulega miðstöð lifs-
ins I bænum. Á helgidögum er
kirkjan troðfull af fólki á öllum
aldri, sem syngur sina dýrðlegu
sálma af mikilli innlifun. Og á
kvöldin er torgið fullt af ungu
fólki, sem dansar eftir popp-
músik.
Samvinnufyrirtækin I Mon-
dragon hafa á slnum snærum
ýmis smærri fyritæki og þjón-
ustu, eins og smásöluverzlanir.
Þá eru f gangi samvinnubú og
samvinnurekstur 3'. fiskibátum.
Það siðarnefnda hefur þó ekki
gengið mjög vel. En 90% af verð-
mæti og vinnu liggur i stórfram-
leiöslu, hönnun og uppbyggingu.
Aherzlan er um fram allt lögð á
að samhæfa nútima tækni, þjóð-
félagslegt réttlæti og lýðræði.
Þetta er einkar áhugaverð þróun,
sem gaman er að fylgjast með.
Og flestir virðast njóta lifsins hið
bezta þarna i Mondragon.
Framleiðsla hófst i Mondragon
1956, er fimm nýútskrifaðir verk-
fræðingar og tæknifræðingar úr
skóla, sem Fr José Maria hafði
komið á fót, mynduðu með sér
kjarna fyrstu iðnaðarsamvinn-
unnar. Aðstaðan og búnaðurinn
var ekki upp á marga fiska um
þetta leyti. En i dag eru 55 fram-
leiðslufyrirtæki innan samvinnu-
hreyfingarinnar i Mondragon,
þar af 47 i iðnaði. Stærsta eining-
in, ULGOR, sem framleiðir aðal-
lega isskápa, veitir meir en 2.500
manns vinnu. Heildarsöluverð-
mæti siðast liðið ár er álitið hafa
numið meira en 10 þúsund
milljónum peseta eða þvi sem
næst 65 milljónum sterlings-
punda.
Salan hefur aukizt árlega um
yfir 30% siðan árið 1966. Annað
merki um velgengni fyrirtækj-
anna er, hve sjálffjármögnunin er
mikil. A fimm ára timabili, frá
1967 til 1971, var meira en
helmingur fjármögnunar greidd-
ur af eigin arði fyrirtækjanna. Af
könnun, sem Bank of Spain gerði
nýlega, kom i ljós, að þessi tala
var rúmlega helmingi hærri en
samsvarandi meðaltala fyrir
spænska einkaiðnaðinn i heild.
Launa- og skattamál starfs-
manna samvinnufyrirtækjanna i
Mondragon eru afar lýðræðisleg,
en of langt mál yrði að fara að
rekja þau náið. Þess má þó geta,