Tíminn - 01.07.1973, Page 39
Sunnudagur 1. júli 1973
TÍMINN
39
O Diane
mamma. — Undrandi sagði frú
Bauer: — Hvað áttu við með
„nýju, litlu systur”? Eins og hér
væri ákveöið mál á ferðinni, sem
ekki þyrfti að rökræða um,
svaraði barnið:
— Jú, þegar ég kom til að fá
nýja, litla systur i jölagjöf.
Þetta var i febrúar 1970, og á
þeim tima var frú Bauer hvorki
ófrisk, né vænti þess að verða
það. En i april komst hún að þvi,
að hún var orðin ófrisk, og á jóla-
kvöld, 1970 eignaöist hún dóttur.
A fyrsta jóladag, eins og Diawe
hafðisagt 10 mánuðum áður, kom
hún ásamt föður sinum á sjúkra-
húsið að heimsækja móðurina og
sjá litla barnið.
Ekki löngu siðar gerðist það,
að Diane nam staðar á horni
mikillar umferðargötu, þar sem
hún var á ferö i fylgd með móður
sinni. Um leið og hún nam staðar
sagðihún— Það hefur orðið slys.
Það liggur barn i göturæsinu,
dáið. Fyrri atburöir höfðu kennt
frú Bauer að skeyta um það, sem
barnið sagði. Hún gekk til lög-
regluþjóns þar nálægt og bað
hann að sjá um, að eftirlit yrði
eflt á þessu ákveðna götuhorni
þar sem hún óttaðist, að þar yrði
slys. Lögreglan sagði., áð á þessu
horni væru umferðarljós, og að
lögreglan gæti ekkert frekar gert
til að iryggja umferðina. Tiu
dögum seinna ók fólksbill yfir
gatnamótin á rauðu ljósi og lenti
á minni bil, sem gereyðilagðist.
Einn karlmaður og tvær konur
fórust á staðnum, og litið barn, er
verið hafði i öðrum bilnum,
kastaðist út úr honum og fannst
látið á götunni.
Fyrir skömmu lét sál-
fræðingurinn frú Sokol svo um-
mælt, að enn væri ekkert
vitað um, hvaða gáfu eða hæfi-
leika Diane litla væri gædd. —
Við höfum athugað málið og
komizt aö raun um, að I öllu hefur
verið greint satt og rétt frá upp-
lifunum Diane litlu. Vegna þess
hve barnið er ungt, viljum við að
málið verði sem minnzt auglýst.
Foreldrar hennar algjörlega
mótfallin þvi, aö hún verði ljós-
mynduð eöa haftviðhana viðtal.
Við erum þeim alveg sammála.
Þegar viö höfum lokið rannsókn
okkar til fullnustu, munum við
gefa Itarlega skýrslu um allt
þetta mál, segir frú Selma Sokol
að lokum.
(lausl. þýtt —Stp)
Tristan
Alls voru þetta 262 manneskjur.
Geysifjöldi blaðamanna og borg-
ara var samankomin til að taka á
móti þeim. Frá höfninni fór fólkið
með bil til Pendell Camp, sem
vera átti heimili þess, þar til eitt-
hvað betra fengist.
Fjölmiðlar voru i stöðugu sam-
bandi við fólkiö og það var rann-
sakað á allan hátt, bæði andlega
og likamlega. Mál þess var tekið
upp á segulband og greint og
aldrei var endir á viðtölum. Það
sem fólki fannst merkilegast, var
að meðal alls þessa fólks frá
Tristan, voru ekki til nema sjö
ættarnöfn: Green, Glass, Hagen,
Lavarello, Swain, Rogres og
Repetto.
Brezk yfirvöld litu á það sem
mikið verkefni að koma Tristön-
um fyrir I nútimanum og mikið
var á sig lagt til að kenna þeim að
aölaga sig sem bezt. Þeir voru
kynntir fyrir velferðarþjóðfélag-
inu.heilsuvernd, umferðareglum,
lögreglu og atvinnuleysisbótum.
Margir voru forvitnir um, hvort
þetta fólk úr einangruninni gæti
yfirleitt aðlagað sig nútimanum.
Ekki leiö á löngu þar til svarið lá
ljóst fyrir. Þegar Tristanir voru
spurðir, hvort þeir vildu heldur
vera i Bretlandi eða fara heim,
svöruðu allir nema fjórtán, að
þeir vildu snúa aftur heim.
Breytingin vargeysileg og til að
nefna dæmi, má geta þess, að á
Tristan er ekkert til, sem heitir
hægri og vinstri. Það er bara
talað um austur- og vesturenda
borðsins, hússins eða eyjarinnar.
En þó voru ýmsar hliðar á
menningunni, sem verra var að
venjast. Til dæmis glæpir. A
Tristan hafði verið til einn einasti
riffill, læstur niðri i kistu og öllum
kom saman um, að aldrei yrðu
not fyrir hann. 1 Bretlandi kom
það fyrir, að ráðist var á einn
Tristana og átti að ræna hann.
Þar sem hann hafði enga
peninga, tóku árásarseggirnir,
sem voru unglingar, það til
bragðs, að taka af honum úrið og
j brjóta það. Maðurinn fékk tauga-
áfall, þvi Tristanir hafa aldrei
beitt valdi til nokkurs. Margir
þeirra fóru ekki út úr fyrir húsdyr
lengi eftir þetta.
Löngunin til að snúa aftur jókst
stöðugt og eftir ákafar fortölúr,
féllst rlkisstjórnin á aö nokkrir
skyldu fá að fara til baka til að
athuga málið. Fyrst fóru opinber-
ir fulltrúar og þegar þeir skýrðu
frá þvi. að fjallið heföi hægt um
sig fékk 51 maöur leyfi til að fara
heim. Þeir sendu svo góðar frett-
ir, að næstum allir ákváðu að
fara. Það undarlega var,að eld-
gosið hafði ekki eyðilagt mikið og
auk þess hafði eyjan stækkað.
En þrátt fyrir þetta voru
vandamálin ekki úr sögunni.
Mengun hafsins hafði leitt til
þess, að humarinn var svartur og
útlit er fyrir, að fiskiðnaöurinn sé
að fara á höfuðið. Sjúkdómar alls
konar gera vart við sig og það
versta af öllu: úrkynjun, sem er
afleiðing af of litlu nýju blóði.
En nú eru ibúar Tristan da
Cunha staðráðnir i að þola hvað
sem er. bEinn þeirra sagði: — Þó
fjallið gjósi aftur, förum við ekki
fyrr en hraunið skolar okkur út á
sjó. Hvað sem gerist, munu
Tristanir ekki flýja heimili sin i
skelfingu framar. —SB.
Barnatími
okkur voða hrædd. En nt
strýkur þú vonandi ekki ac
heiman aftur?
Sigga: Nei, aldre
nokkurn tíma. Ég vil verí
heima hjá pabba oc
mömmu, en ekki hjc
dvergunum.
Pabbi: Hvað segirðu
varstu hjá dvergunum?
Sigga (gætir að, hvor
hún sjái dvergana í nánd
Já, þeir vildu fá mig mec
sér inn í f jallið og gera mic
að fósturdóttur sinni. Oc
þau ætiuðu að láta mig éte
illgresi og orma og mýs.
Mamma (lítur hrædd i
kring um sig): Já, það er
eitthvaðóhreint við þennar
stað. Komið þið, við skul-
um flýta okkur heim.
Sigga (heldur í hönd
pabba síns): Aumingja
kisa. —
Pabbi: Jæja,ertu nú farin
að segja það.
Sigga: Já, úr því að mér
féll svona illa að eiga að
éta illgresi og mýsog verða
að dvergþá get ég hugsað
mér, að henni hafi þótt
vont að eiga að éta gras og
verða að kú.
Pabbi: Já, þarna sérðu.
Sigga (lítur við, um leið
k
VEITINGAHÚSIÐ
Lækjarteig 2
Rútur Hannesson og
félagar
Fjarkar
Opið til kl. 1
og hún fer út til vinstri með
foreldrum sínum. Veifar til
hægri): Vertu sæll, Búmpi
minn. Þú ert nú samt allra
bezti dvergur.
Búmpi (rekur höfuðið út
úr runna og nýr augun með
annarri hendinni): Vertu
sæl, litla mannstúlka.
(Þegar Sigga og foreldrar
hennar eru horfin, koma
allir dvergarnir inn á sviðið
og horfa með raunasvip til
vinstri)
Dvergapabbi: Fer hún þá
ekki þarna heim með for-
eldrum sínum, sem eru þó
svo vond við hana. Og þó
gat henni liðið svo vel
hérna hjá okkur.
Dvergamamma: Já, því-
lík heimska!
Búmpa: Ja, því líkt og
annað eins!
(Tjaldið)
Þjórsárbrú
hinn bóginn þurfum við á traustri
brú aö halda vegnan fram-
kvæmdanna við Sigöldu og
annarra hugsanlegra virkjana.
Við þurfum til dæmis að koma
sjötiu tonna spennubreyti upp að
Sigöldu. Stundum höfum við
bjargað okkur með þvi að fara
yfir á þurrum eða mjög vatnslitl-
um farvegi, en á sumrin er svo
mikið i ánni, að það er ekki hægt.
Það hefði út af fyrir sig ekki
komið sér neitt verr fyrir Lands-
virkjun að reisa brúna neðar —
jafnvel verið þægilegra að þvi
leyti, að þá hefðu orðið færri
brekkur á leiðinni. Þetta
strandaði bara á þvi, að það heföi
orðið dýrara að gera brú við
Þjórsárholt — annars vegar
hefði þurft að leggja i töluverðan
kostnað við vegagerð og hins
vegar eru aðstæður þannig þar
að ekki kemur til greina annað en
hengibrú, en brúin við Sandafell
verður reist á stöplum, sem er
mun ódýrara. Um aðstæður upp
frá er það að segja, að
snjóþyngsli eru ekki til baga, —
auk þess er þægilegt að brúa ána
þarna, þvi að við getum veitt
henni i burtu á meðan á brúar-
smiðinni stendur. Það er lika
búið að veita ánni i einn ál til þess
að minnka kælflöt hennar og þar
með ismyndun. Hitt er svo annað
mál. að við skiljum vel, að urgur
sé i bændum — við höfum frétt af
þessari óánægju og skiljum full-
komlega sjónarmið þeirra, en það
er ekki við okkur að sakast —
þetta er fjárhagslegt atriði.
Vegagerðin bundin af
vegaáætlun
Að siðustu snerum við okkur til
Vegagerðar rikisins og hittum
Sigurð Jóhannsson vegamála-
stjora að máli.
— Þetta mál er svo vaxiö, sagði
Sigurður, aö vegna samgangna á
milli Búrfells og Sigöldu verður
Landsvirkjun, að fá brú þarna
upp frá , hvað, sem tautar og
raular, þott hún þurfi ekki að vera
sérlega veigamikil. Hefði sá
kostur verið valinn að reisa minni
háttar brú við Sandafell, þyrfti að
brúa ána annars staðar vegna
þungaflutninga, en það eina, sem
Landsvirkjun vildi leggja í
hugsanlega brú við Þjórsárholt
var sá munur, sem orðiö hefði á
brú fyrir létta og þunga umferð.
Hann hefði verið svona 5-10 milij.
króna og það sér hver maður, aö
sú upphæð hefði hvergi nærri
hrokkið til. Vegagerðin getur ekki
greitt muninn, þvi að við erum
bundnir upp á krónu af Vega-
áætlun Alþingis, þótt sumir
virðist halda að við höfum fjár-
veitingavaldið i okkar höndum.
Þjórsárholtsbrú er ekki á vega-
áætlun og þess vegna getum við
ekki borgað hana.
— Af Landvegi er sömu sögu að
segja það kemur til kasta
Alþingis að ákveða hvað gert
verður i þvi máli, þegar Vegaá-
ætlun verður endurskoðuð næsta
vetur. Spurningin er hér eins og
annars, hvernig eigi að skipta
kökunni. — Aætlanir Vega-
gerðarinnar um vegasamband
við Sigölduvirkjun frá vegamót-
um Suðurlandsvegar og Hruna-
mannavegar sýna, að leiðin upp
Skeið og Þjórsárdal aö Sanda-
felli og þar yfir Þjórsá á
Sprengisandsveg er miklu
ódýrari en þær tvær leiðir aðrar,
sem til greina koma.
© Landsþing
uppeldismálum, svo aö uppeldis-
hlutverkið verði foreldrum auð-
veldara, enda eðlilegast að upp-
eldi barna fari að mestu leyti
fram á heimilunum.
Landsþingið varar viö sivax-
andi neyzlu unglinga á áfengi og
fiknilyfjum, sem stundum virðist
mega rekja til óeðlilega mikilla
fjárráða.
5) 20. landsþing Kvenfélaga-
sambands Islands þakkar dag-
skrárstjórum sjónvarps og hljóð-
varps fyrir ágæta fræðsluþætti
um uppeldis- og fræðslumál, sér-
staklega ber að þakka þættina um
mannslikamann, almenna kyn-
fræöslu og um viðhald og þróun
lifsins. Landsþingið óskar eftir
áframhaldandi fræöslu á þessum
sviðum og telur hana til mjög
mikils gagns við uppeldisstörf
heimilanna.
Landsþingið þakkar- einnig
aðra fræðsluþætti, svo sem um
garðyrkju, almenna húsmæðra-
fræöslu o.fl., og væntir þess, að
árlega verði fluttir slikir þættir.
Landsþingið óskar eindregið eftir
að þessi fræðsla verði aukin að
mun i samráði við Leiðbeininga-
stöð húsmæðra og Heimilisiðnað-
arfélag Islands, þar sem þaö tel-
ur, að slik fræðsla nái til allflestra
heimila i landinu.
6) Landsþing K.í. leggur til, að
lögð verði aukin áherzla á vernd-
un sögustaða og merkingu þeirra,
sem og náttúruvernd.
7) Landsþing K.t lýsir af gefnu
tilefni óánægju sinni með dreif-
ingu mjólkur og mjólkurafurða á
ýmsum stöðum landsins og tel-
ureðlilegtað þær verzlanir, sem
uppfylla sett skilyrði geti haft á
boöstólum sem fjölbreyttastar
mjólkurvörur i aðgengilegum
umbúðum.
8) Þá skoraði landsþingið á
fjárveitinganefnd Alþingis að
veita Kvenfélagsasambandi ts-
lands þá fjárhæð til starfsemi
sinnar, sem um er sótt fyrir næsta
ár og minnir i þvi sambandi á ótal
sjálfboðastörf, sem kvenfélög
landsins leggja af mörkum i þjón-
ustu menningar- og mannúðar-
mála um land allt.
9) Landsþingið beinir þvi til fé-
laga innan vébanda K.I., að þau
stuöli að aukinni félagslegri að-
stoð við foreldra vangefinna
barna.
0Menn og mdiefni
Liðsflutningar
yfir Atlantshaf
„Með tilliti til norska öryggis-
hagsmuna beinist athyglin eink-
um að áhrifum sovézka flotans á
Norður-Atlantshafi á getu Banda-
rikjanna til liðsflutninga á hættu-
timum. Aukinn máttur Sovétrikj-
anna og geta þeirra til að trufla
samgöngur milli Bandarikjanna
og Noregs mun að öllum likindum
hafa áhrif á ákvörðunartöku á
hættutimum, þegar flytja þarf
bandariskt lið til Norður-Noregs.
Tilraunir bandarisku fulltrúa-
deildarinnar til að takmarka vald
forsetans til að senda bandariskt
herlið til baráttu erlendis kunna
að gefa Rússum fleiri tækifæri til
aö hafa áhrif á ákvöröunartöku i
Washington með sýndaraðgerð-
um til að rugla hættumat. Núver-
andi ástand krefst skjótra að-
gerða — til dæmis mætti koma
þungum vopnum fyrir i Noregi á
friðartimum, svo að flytja mætti
liösstyrk i skyndi með flugvélum.
Þá er einnig liklegt að efla þurfi
varnir norskra flugvalla til að
koma i veg fyrir eyðileggingu
þeirra eða hertöku. Tiðar sigling-
ar STANAVFORLANT og ann-
arra flotadeilda NATO um Nor-
egshaf eru til þess fallnar að
minnka óttann af ferðum sovézku
herskipanna.
Ef til vill er nauðsynlegt að
Itreka mikilvægi samvinnu
Bandarikjanna, Bretlands, ts-
lands og Noregs að eftirliti á haf-
inu. Bretland, sem er eina raun-
verulega flotaveldið i Vestur-
Evrópu, gæti lagt mikið af mörk-
um til varna Evrópu með þvi að
einbeita sér að þvi að tengja
Norður- og Mið-Evrópu saman
með þátttöku i vörnum beggja. Ef
Bretar tækju ákvörðun um það að
fela Norður-herstjórn NATO
varnir brezku eyjanna, hefði það
vafalaust mikil pólitisk áhrif og
gæfi til kynna, að friður verður að
haldast á öllu þessu svæði. Tæki
Bretland þetta hlutverk að sér,
einkum i tengslum við Efnahags-
bandalagið, væri mikilvægt skref
stigið til tryggingar varanlegum
friði i Evrópu.”
Batnandisambúð
Siðan Holst birti þetta yfirlit,
hefur viðhorfiö á Noröur-Atlants-
hafi breytzt mjög i friðarátt, þar
sem risaveldin, sem þar ráöa
rikjum, stefna mjög aö þvi, að
bæta sambúð sina. Jafnframt
hefur sambúöin á meginlandi
Evrópu stórbatnað. Rússum virð-
ist'full alvara I þvi, aö bæta sam-
búðina og eru þvi næsta óliklegir
til að gera nokkuð, — a.m.k.
meöan sú stefna helzt, — sem
gæti oröið til að auka tortryggn-
ina að nýju.
Athyglisvert er, að Holst minn-
ist ekki á þann möguleika, aö
Rússar reyni aö hertaka tsland.
Hann talar eingöngu um, að
Rússar kunni að reyna landgöngu
á nálægum ströndum, þ.e. Norð-
ur-Noregi. Hins vegar telur hann
þá ættu geta vofað yfir Isiandi, að
„gripið yrði til ótimabærra árása
á bandarisku flugstöðina á ts-
landi”, t.d. ef „tekin yrði upp sú
stefna i sjóhernaði, sem einkenn-
ist af einu kjarnorkuskoti”. Hin
bætta sambúð Bandarikjanna og
Sovétrikjanna dregur vafalaust
úr þeirri hættu, og þó einkum, ef
enginn her væri staðsettur á
Keflavikurflugvelli.
Eins og fram kemur hjá Holst,
hafa Sovétrikin fyrst og framst
eflt flota sinn á Norðurhöfum i
varnarskyni eða vegna þess, að
NATO-þjóðirnar hafa haft þar
yfirburði. Það er hin gamla
stefna, að keppa að svokölluðu
jafnvægi. Vafalitið verður hin
bætta sambúð til að draga úr
þessu kapphlaupi, — enda er það
einmitt fyrsta takmark hinna
nýju samninga Bandarikjanna og
Rússa að draga úr kjarnorkuvig-
búnaöinum, — en hannn hefur
verið hvað mestur á Norður-At-
lantshafinu.
Þ.Þ.
Allar konur
fylgjast með
Tímanum