Fréttablaðið - 21.08.2004, Side 6
6 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
WASHINGTON, AP Rúmur þriðjungur
Bandaríkjamanna telur að Írakar
hafi verið í nánum tengslum við
al-Kaída fyrir innrás Bandaríkja-
hers og bandamanna þeirra sam-
kvæmt nýrri könnun. Þar kemur
einnig fram að fimmtán prósent
þeirra telja að Íraksstjórn hafi átt
beina aðild að hryðjuverkaárás-
unum í New York og Washington
11. september 2001.
Til viðbótar þessu telur meira
en helmingur að Írakar hafi ráðið
yfir gjöreyðingarvopnum eða hafi
haft í hyggju að koma sér upp
slíkum vopnum. Engar sannanir
hafa fundist fyrir því að Írakar
hafi ráðið yfir gjöreyðingarvopn-
um og flest bendir til þess að
Íraksstjórn hafi hvorki verið í
nánum tengslum við al-Kaída né
komið nálægt hryðjuverkaárásun-
um sem kenndar eru við 11. sept-
ember. Nefndir sem hafa rann-
sakað hryðjuverkaárásirnar og
aðdraganda innrásarinnar í Írak
hafa lýst efasemdum um fullyrð-
ingar Bandaríkjastjórnar um
gjöreyðingarvopnaeign Íraka og
gert lítið úr tengslum Íraksstjórn-
ar og al-Kaída. ■
Hærra olíuverð
kostar 2,4 milljarða
Landssamband íslenskra útvegsmanna telur að hækkun olíuverðs valdi
2,4 milljarða króna aukakostnaði fyrir útgerðarfélögin á Íslandi. Hærra
olíuverð hefur sérstaklega mikil áhrif á togveiðar.
SJÁVARÚTVEGUR Landssamband
íslenskra útvegsmanna telur að
hækkað markaðsverð á olíu kunni
að fela í sér kostnaðarauka upp á
2,4 milljarða fyrir íslenska útgerð
á ársvísu.
Að sögn Friðriks J. Arngríms-
sonar, framkvæmdastjóra LÍÚ,
hefur lágt afurðaverð, hátt olíu-
verð og hátt gengi krónunnar far-
ið saman á síðustu misserum en
allir þessir þættir hafa slæm áhrif
á rekstrarskilyrði sjávarútvegs-
ins.
„Olían er mikilvæg. Þetta er
einn stærsti útgjaldaliðurinn okk-
ar, næst stærstur á eftir launum,“
segir Friðrik. Hann segir olíu-
kostnað vega misþungt eftir teg-
und veiða og veiðarfæra. Hlutfall
olíukostnaðar er einna hæst í
veiðum þar sem notast er við troll.
„Í einstökum veiðigreinum get-
ur þetta skipt sköpum um hvort
veiðar séu arðbærar eða ekki,“
segir Friðrik.
Á mörkuðum í gær fór verð á
olíu hátt í fimmtíu dali á tunnu og
hefur aldrei verið hærra. Talið er
að verð á olíu fari ekki lækkandi á
næstunni og muni hugsanlega
fara enn hærra sökum ófriðarins í
Írak og óvissu í Rússlandi og
Venesúela.
„Við veltum þessu mikið fyrir
okkur fyrir afkomuspá okkar síð-
ast og það er alveg klárt að þetta
hefur einhver áhrif á afkomu fyr-
irtækjanna,“ segir Ríkharður
Daðason hjá greiningardeild KB
banka.
Hann segir að afkoma Vinnslu-
stöðvarinnar í vikunni hafi verið
betri en
búist var
við og
spennandi
verði að
sjá upp-
gjör hjá
Samherja
og HB
Granda á
næstunni.
„Samherji
hefur verið
að grípa til
a ð g e r ð a
meðal ann-
ars með því að láta skipin landa
um borð í önnur skip,“ segir Rík-
harður.
Ríkharður segir að útgerðarfé-
lögin hafi verið dugleg við að
finna leiðir
til að lág-
marka ol-
íukostnað
og annan
kostnað til
mótvægis
við óhag-
stæð ytri
s k i l y r ð i .
Hann telur
þó að ef ol-
í u v e r ð
h a l d i
áfram að
h æ k k a
jafnskart þá muni gagnaðgerðir
útgerðarfélaganna ekki duga til
og verðþróunin koma niður á af-
komu félaganna.
thkjart@frettabladid.is
Stefán Jón Hafstein:
Malbikunar-
stöðin seld?
BORGARMÁL Áhugi er fyrir því inn-
an R-listans að selja Malbikunar-
stöðina hf. að sögn Stefáns Jóns
Hafsteins, formanns borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði lögðu til á borgarráðs-
fundi á þriðjudag að Malbikunar-
stöðin hf., sem er í eigu borgar-
sjóðs, yrði seld.
„Það er áhugi fyrir því að selja
stöðina en það gengur ekki upp
nema tryggt sé að það verði sam-
keppnismarkaður í greininni, en
ég er ekki viss um að svo verði,“
segir Stefán Jón. „Borgin er einn
stærsti kaupandinn á þessu efni
og við verðum að meta málið
vandlega.“ ■
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,11 0,32%
Sterlingspund 129,91 0,21%
Dönsk króna 11,8 0,07%
Evra 87,72 0,07%
Gengisvísitala krónu 121,57 -0,25%
KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTA-
BRÉF
Fjöldi viðskipta 258
Velta 1.627 milljónir
ICEX-15 3.225,65 0,95%
MESTU VIÐSKIPTIN
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.269.847
Bakkavör Group hf. 79.828
Landsbanki Íslands hf. 77.343
MESTA HÆKKUN
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1,92%
Medcare Flaga 1,59%
Jarðboranir hf. 1,46%
MESTA LÆKKUN
Opin Kerfi Group hf. -1,19%
Kögun hf. -1,18%
Marel hf. -0,89%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ 10.003,1 0,3%
Nasdaq 1.813,6 1,0%
FTSE 4.355,2 -0,1%
DAX 3.726,5 0,6%
NIKKEI 10.889,14 -0,13%
S&P 1.087,2 0,5%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
VEISTU SVARIÐ?
1Hvaða verksmiðja er þetta?
2Hvaða ríkisstjórn sagði af sér áfimmtudag?
3Hvaðan var 1.400 vegabréfum stolið?
Svörin eru á bls. 50
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Er ekki viss um að samkeppni verði næg
verði stöðin seld.
Í umfjöllun blaðsins í gær um
minnkandi afslætti apótekanna til
sjúklinga var ranghermt að ríkið
hefði lækkað greiðsluþátttöku
sína í magalyfjum, hjartalyfjum
og geðlyfjum. Að öðru leyti
stendur umfjöllun blaðsins
óbreytt. Lesendur eru beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum. ■
■ LEIÐRÉTTING
BANDARÍSKIR HERMENN Í ÍRAK
55 prósent Bandaríkjamanna telja ekki að
innrásin í Írak auki öryggi í Miðausturlöndum.
Fimmtán prósent Bandaríkjamanna telja Saddam tengjast hryðjuverkaárásum:
Trúa á tengsl Íraks og al-Kaída
FRIÐRIK J.
ARNGRÍMSSON
Framkvæmdastjóri LÍÚ.
RÍKHARÐUR DAÐASON
Hjá greiningardeild KB
banka.
HÆKKANDI OLÍUVERÐ ÚTGERÐUNUM DÝRKEYPT
Kostnaður við olíu er annar stærsti kostnaðarliður í útgerð á eftir launum. Mikil verðhækk-
un á olíu á síðustu vikum er því dýrkeypt fyrir íslenskar útgerðir.Leigjendasamtökin:
Nýr formað-
ur kjörinn
HÚSNÆÐISMÁL Þórir Karl Jónas-
son var kosinn nýr formaður
Leigjendasamtakanna á aðal-
fundi sem haldinn var í lok síð-
asta mánaðar. Varaformaður er
Hörður Arinbjarnar, Jón Kjart-
ansson frá Pálmholti var kosinn
gjaldkeri og Sigvarður Ari
Huldarsson, ritari.
Jón frá Pálmholti taldi að
næg verkefni væru fyrirliggj-
andi. „Í gangi er endurskoðun á
húsnæðiskerfinu og útlit fyrir
að lán hækki og skuldir aukist,“
sagði hann. ■
KJARADEILA „Það ríkir enginn
ágreiningur milli okkar varðandi
kostnaðaraukann. Þetta mat frá
Akureyri á kröfum kennara byggði
á gömlum tölum,“ segir Birgir
Björn Sigurjónsson, formaður
launanefndar sveitarfélaga um
samningaviðræður við Kennara-
samband Íslands.
Óformlegar samningaviðræður
leystust upp í fyrradag eftir að
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
á Akureyri, fullyrti að kröfur kenn-
ara hefðu hundrað prósenta kostn-
aðarauka í för með sér. Björn segir
að 30 til 35 prósenta kostnaðarauki
sé nær lagi.
„Við náðum að leysa vandamálið
sem Kristján Þór bjó til og fáum nú
vonandi frið til að vinna eftir þeim
áætlunum sem við lögðum upp
með,“ segir Eiríkur Jónsson, for-
maður Kennarasambandsins. Við-
ræður halda áfram á mánudaginn.
Birgir Björn segir að deilendur
hafi breytt vinnubrögðum sínum til
hins betra frá því í vor, en þó sé
málið erfitt. Eiríkur segist óttast að
til verkfalls muni koma. ■
Kjaradeila kennara og sveitarfélaga:
Viðræður eftir helgi
BIRGIR BJÖRN SIGURJÓNSSON
Segir vinnubrögð deilenda hafa breyst til
hins betra frá því í vor.
06-07 20.8.2004 22:10 Page 2