Fréttablaðið - 21.08.2004, Qupperneq 14
14 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
SLEPPT ÚR GÍSLINGU
Filippseyski hermaðurinn Ronaldo Fedel-
ino var sýnilega feginn þegar kommúnískir
uppreisnarmenn slepptu honum úr gísl-
ingu. Hann hafði verið í haldi þeirra í fimm
mánuði.
Tekjumunur landshluta:
Festist í sessi
EFNAHAGSMÁL Svo virðist sem
tekjumunur milli höfuðborgar-
svæðisins og landsbyggðarinnar
hafi fest sig í sessi á undanförnum
árum. Nú eru skattgreiðendur á
höfuðborgarsvæðinu með um
fimm prósent hærri tekjur en
landsmeðaltal en landsbyggðar-
fólk er að meðaltali tíu prósentum
undir meðaltali.
Í vefriti fjármálaráðuneytisins
er sýnd þróun launatekna á síð-
ustu tíu árum. Þar má sjá að fyrir
tíu árum var munurinn töluvert
minni en hann er nú. „Á fyrri
hluta tíunda áratugarins voru
meðaltekjur á hvern framteljenda
sem búsettur var utan suðvestur-
hornsins fjórum prósentum lægri
en landsmeðaltekjur meðan sam-
bærilegt meðaltal fyrir þá sem
bjuggu á því landsvæði var tveim
prósentum fyrir ofan meðaltalið,“
segir þar.
Breytingin er mest á Vestfjörð-
um. Þar voru tekjur að meðaltali
um tíu prósent yfir landsmeðaltali
í upphafi tíunda áratugarins en
eru nú um sex prósentum undir
meðaltalinu.
Tekið er fram í vefritinu að
tekjur erlendra verkamanna við
virkjunarframkvæmdir hafi mjög
lítil áhrif á þessar niðurstöður. ■
Sjö vikur frá láti Sri:
Rannsókn
að ljúka
MORÐRANNSÓKN Rannsókn á láti Sri
Rahmawati er lokið sem slíkri að
sögn Harðar Jóhannessonar, yfir-
lögregluþjóns í Reykjavík. Hann
segir að eftir sé endanlegur frá-
gangur gagna. Þá eigi lokaniður-
stöður krufningar á líki Sri og nið-
urstöður úr geðrannsókn á Há-
koni Eydal banamanns Sri enn eft-
ir að berast lögreglu en séu vænt-
anlegar á næstu dögum.
Sjö vikur eru síðan Hákon ban-
aði Sri á heimili sínu sunnudags-
morguninn fjórða júlí. Hann hef-
ur verið í haldi lögreglu síðan
þriðjudaginn sjötta júlí, þann dag
var hann handtekinn og úrskurð-
aður í gæsluvarðhald daginn eftir.
Fyrstu þrjár vikurnar þagði Há-
kon þunnu hljóði í yfirheyrslum
hjá lögreglu. Tuttugasta júlí var
ljóst að blóðið sem lögregla fann á
heimili Hákonar og í bíl hans væri
úr Sri en Hákon neitaði enn stað-
fastlega öllum sökum. Viku síðar
sagði Hákon lögreglu að hann
hefði varpað líki Sri í sjóinn við
Presthúsatanga á Kjalarnesi en
játaði ekki að hafa orðið henni að
bana fyrr en daginn eftir. Um-
fangsmikil leit lögreglu og björg-
unarmanna hófst í sjónum, fjör-
um, skerjum og eyjum, án árang-
urs. Rannsókn lögreglu á vett-
vangi studdi ekki frásögn Hákon-
ar og benti hann lögreglu að lok-
um á hraunsprungu í Almenningi
sunnan við Hafnarfjörð, þriðja
ágúst. Daginn eftir við nánari
rannsókn í sprungunni fannst kú-
bein sem Hákon er talinn hafa
banað Sri með en hún lést sökum
höfuðhöggs.
hrs@frettabladid.is
United-flugfélagið:
Eftirlaunin
í vaskinn
BANDARÍKIN, AP Stjórnendur United-
flugfélagsins segja líklegt að þeir
verði að leggja niður eftirlaunasjóði
starfsmanna til að bjarga fyrirtæk-
inu frá gjaldþroti. Fyrirtækið fékk
greiðslustöðvun í árslok 2001 og er
þegar hætt að greiða iðgjöld í eftir-
launasjóði, nokkuð sem verkalýðs-
félög hafa stefnt því fyrir.
Eins og staðan er í dag vantar
andvirði um 600 milljarða króna til
að standa undir eftirlaunaskuld-
bindingum sjóðsins. Leggi United
eftirlaunasjóðinn niður lendir það á
stjórnvöldum að greiða rúma 450
milljarða króna upp í eftirlauna-
skuldbindingar. ■
Hagnaður VÍS:
Svipaður og
í fyrra
VIÐSKIPTI Hagnaður Vátrygg-
ingafélags Íslands á öðrum árs-
fjórðungi í ár nam 451 milljón
króna. Í fyrra var hagnaðurinn
á sama tímabili 491 milljón.
Það sem af er ári hefur VÍS
hagnast um 1.358 milljónir
króna sem er ríflega tvö hund-
ruð milljónum betra en í fyrra
þegar rekstarafgangurinn var
1.148 milljónir.
Hagnaður VÍS á öðrum árs-
fjórðungi kemur eingöngu frá
vátryggingarekstri en það sem
af er ári hefur hagnaður af fjár-
málarekstri verið 790 milljónir,
þótt sá liður hafi verið nei-
kvæður um þrettán milljónir á
öðrum ársfjórðungi. ■
MENNTUN Íslendingar náðu
áþekkum árangri og áður á
ólympíuleikum í efnafræði.
Fjórir Íslendingar kepptu en
enginn þeirra náði verðlauna-
sæti.
Í frétt frá keppendum segir að
Íslendingar hafi náð svipuðum ár-
angri og lið Norðmanna og Svía.
Tveir keppendanna koma úr
Menntaskólanum í Reykjavík,
einn úr Menntaskólanum við
Hamrahlíð og einn úr Mennta-
skólanum á Akureyri.
Keppnin fór fram í Þýska-
landi og sigraði rússneskur pilt-
ur í keppninni. ■
Fjölmenni við útför Sri Rahmawati:
Söfnun til stuðnings
börnum Sri
ÚTFÖR Sri Rahmawati var jarðsung-
in tíunda ágúst síðastliðinn. Útför
hennar var gerð frá Fossvog-
skapellu og var athöfnin utandyra
vegna blíðskapar veðurs.
Eftir athöfnina var Sri jörðuð í
reit múslima í Gravarvogskirkju-
garði. Fjölmenni var við útförina og
þakkar fjölskylda Sri þann mikinn
stuðning og samhug sem var auð-
sýndur.
Hafin er söfnun til handa börn-
um Sri sem hafa þurft að reyna
miklar hremmingar og eiga um sárt
að binda. Börnin verða í umsjá syst-
ur Sri og er ljóst að þau þurfa góða
aðhlynningu til að komast yfir þá
raun sem þau hafa þurft að ganga í
gegnum. Kostnaðarsamt er þegar
þrjú börn bætast við inn á heimili
og hefur því stuðningshópur opnað
bankabók til stuðnings fjölskyld-
unni. Þeir sem vilja létta undir með
fjölskyldunni geta lang inn á reikn-
ing 0139-05-6446, kennitölu 130147-
4109 í Múlaútibúi Landsbankans. ■
ÍSAFJÖRÐUR
Fyrir rúmum áratug voru meðaltekjur á
Vestfjörðum töluvert yfir landsmeðaltali.
Nú eru laun þar sex prósent undir lands-
meðaltali.
Ólympíuleikar í efnafræði:
Árangur svipaður
EFNILEGT FÓLK
Íslenska ólympíulandsliðið í efnafræði sem
keppti í lok júlí.
LEITAÐ AÐ SRI Á KJALARNESI
Í fyrstu vísaði Hákon lögreglu á rangan stað til að leita að líki Sri.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SRI RAHMAWATI
Sri var jarðsungin í blíðskaparveðri tíunda
ágúst síðastliðinn.
14-15 20.8.2004 19:49 Page 2