Fréttablaðið - 21.08.2004, Síða 24
Það verður líf og fjör í miðborgReykjavíkur í dag þegar
Menningarnótt er haldin í níunda
sinn. Yfir 200 viðburðir eru á dag-
skrá þessarar mestu menningar-
og mannlífsveislu ársins og má
ætla að nokkur þúsund manns
komi að hátíðinni með einum eða
öðrum hætti. Herlegheitin hefjast
klukkan 11 þegar formleg setn-
ingarathöfn fer fram og um leið
eru hlauparar í Reykjavíkurmara-
þoni ræstir af stað. Hver viðburð-
urinn rekur svo annan, og margir
á sama tíma, fram til klukkan 23 í
kvöld þegar botninn verður sleg-
inn með flugeldasýningu á Mið-
bakka. Óvíst er að glaumnum
ljúki um leið, líklegra er að fjörið
standi fram á rauða nótt.
Samkvæmt reynslu undanfar-
inna ára er misjafnt hvernig fólk
hagar gjörðum sínum á Menning-
arnótt. Sumir láta sér nægja að
skreppa í bæinn, fljóta stefnu-
laust um í mannhafinu og reka inn
nefið hér og þar. Aðrir skipu-
leggja sig út í hörgul og fara á
milli staða og viðburða eftir fyrir
fram ákveðinni dagskrá. ■
24 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
Söluhæsta fartölvan í Evrópu
ACER
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
WWW.SVAR.IS
tækni
FARTÖLVUR
Sýning Línu Rutar. Gallerí Fold kl 14.
Lína Rut er alveg bráðflink. Kúlumyndirnar hennar eru stórskemmtilegar.
Laufskálaupplestur og opinn hljóðnemi. Hallargarðurinn, Fríkirkjuvegi kl.
16 og 20.
Þarna ætla skáld að lesa úr verkum sínum, að auki er frjálst uppistand og
aldrei að vita nema maður kippi með sér tveimur eða þremur ljóðum.
Stofutónleikar Önnu Pálínu og Aðalsteins Ásbergs, ásamt sænska tríóinu
Draupner og Pétri Grétarssyni. Þjóðmenningarhúsið kl. 18 og 21.
Bæði sé ég Þjóðmenningarhúsið út um gluggann hjá mér en hef lítið gert
af því að fara þangað og svo finnst mér þau bara nokkuð góð.
Skáldaat, keppni um besta ljóðaflytjandann. Tjarnarbíó kl. 20.
Ég sendi inn í forkeppnina og vonast til að komast í úrslit.
Barkarbrenna Tedda. Í vinnustofu hans á mótum Klapparstígs og og
Skúlagötu kl. 22.22.
Það er gott að ylja sér við eldinn hjá Tedda.
Flugeldasýningin. Miðbakka kl. 23.
Ég er enginn sérstakur rakettukarl en þarna er mikil stemmning, maður
hittir margt fólk.
Þorsteinn Eggertsson rit- og textahöfundur.
Vonast til að komast í skáldaatið
Menningarnótt er haldin í níunda sinn í dag. Yfir 200 viðburðir eru á dagskránni og víst að tugþúsundir manna munu leggja leið sína í
miðborgina. Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga til að kynna sér það sem er í boði og mæla með einstökum atburðum.
Nóttin, nóttin hún er yndisleg
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
ÞARNA ÆTLA GUÐRÚN, JÓHANN, JÓN KARL, UNNUR OG ÞORSTEINN AÐ VERA Í DAG OG KVÖLD
ANNA PÁLÍNA OG AÐALSTEINN ÁS-
BERG Þau verða í Þjóðmenningarhúsinu
ásamt fleirum klukkan 18 og 21.
MIKIÐ MÆÐIR Á LÖGREGLUNNI Í DAG Lögreglukórinn syngur við lögreglustöðina við Hlemm og er í mörg horn að líta fyrir lög-
reglumenn á vakt.
FRÁ MIÐBAKKA 80 þúsund manns komu saman á stórtónleikum Rásar 2 á Hafnar-
bakkanum í fyrra. Búist er við enn fleirum í ár.
FYRIR BÖRNIN:
Litasamkeppni í Pennanum-Eymundsson kl. 11-16
Bátasigling á Tjörninni kl. 13-15
Dagskrá í Café Árnesi við Suðurbugt kl. 13-17
Skátagleði í Hljómskálagarðinum kl. 13-17
Teiknisamkeppni í Gallerí Fold kl. 14-16
Draugasögur í Borgarbókasafni kl. 14-16
Lesið fyrir börnin í Iðu kl. 14-18
Teiknimyndasamkeppni í Húnoghún, Skólavörðustíg kl. 14-18
Karíóki, andlitsmálning og grill í Alþjóðahúsi kl. 15-17
Barnadiskótek í Pravda kl. 15-17
Hestaleiga á Ara í Ögri kl. 15-17
Börn og blóm í Blómálfinum kl. 15-17
Húllumhæ í Ráðhúsinu kl. 16-17
Húlakeppni, snú snú og teygjutvist við Kirsuberjatréð á Vesturgötu kl. 16-18
Fagur fiskur í sjó í Höfuðborgarstofu kl. 16-18
Skralli trúður í Landsbankanum Austurstræti kl. 18
Tónleikar í Ráðhúsinu kl. 19
Draugaganga um miðbæinn, lagt af stað frá Borgarbókasafni kl. 19:30
Jólasveinar í Jólahúsinu Skólavörðustíg kl. 20-21
24-25 Helgarefni 20.8.2004 19:48 Page 2