Fréttablaðið - 21.08.2004, Síða 42

Fréttablaðið - 21.08.2004, Síða 42
Ég á James Brown að þakka það að ég sá bæði mörkin í leik Ís- lands og Ítalíu í sjónvarpinu. Ég sat hér við tölvuna mína á Frétta- blaðinu bíðandi eftir símtali frá guðföður fönksins þegar ég leit á sjónvarpsskjáinn og sá Eið Smára pota boltanum í netið. James var ekki búinn að hringja á tilsettum tíma og því lítið annað að gera en að bíða. Ég veit að þessi leikur hefði farið algjörlega framhjá mér ef það væri ekki imbakassi hér í vinnunni. Allt í einu potar einhver annar fótboltakappi boltanum inn og þjóðin verður best í heimi. Meira að segja ég verð stoltur af þessum spriklandi mönnum á vellinum, sem ég gæti ekki nefnt með nafni til þess að bjarga lífi mínu. Fót- boltagenin mín fóru í lakið. Mínar hetjur vita að maður meiðir sig bara í íþróttum og kjósa því margar þeirra í staðinn að sturta lífi sínu niður í salernið með stöðugu partístandi. Aðrir finna einhvern kraft til þess að halda stöðugt áfram. Enginn hefur verið jafn duglegur og herra James Brown, sem vann sig upp úr fá- tækt með tónlist sinni og hefur lagt sig allan í spilið eftir það. Á síðasta ári fagnaði hann hálfrar aldar af- mæli sínu í bransanum. Fótbolta- leikurinn var því algjört aukaatriði fyrir mér þennan dag því ég hugs- aði með mér að nú gæfist mér tækifæri til þess að þakka mannin- um fyrir framlag sitt. „Þú talar lélega ensku“ „Halló, hvað segir þú gott?,“ spyr James Brown mig, með sterkum Suðurríkjahreim sem gerir það erfitt að skilja hann. Ég segi nú bara allt gott, svara ég hálf hlæjandi með mínum harða harðfisksmálrómi. „Hvað get ég eiginlega gert fyrir þig, góði herra?“ Tja, mig langaði nú bara að spyrja þig nokkra spurninga ef ég mætti. Hvar ertu staddur í heim- inum? „Fyrirgefðu?“ Hvar ertu staddur? „Ég er heima. Í Suðurríkjun- um.“ Ég sá viðtal við þig fyrir svona tíu árum síðan þar sem þú talaðir um að hiphoppið væri komið und- an þér. „Hvað segirðu?“ segir James hálfmuldrandi. Ég var í raun að spyrja hvort þér fyndist hipphoppið vera frá þínum rótum? „Ég skil bara ekki hvað þú seg- ir.“ Fyrirgefðu, ég skal reyna aftur. Finnst þér að hipphopptónlist skuldi þér eitthvað? „Hvaða hljómsveit ertu að tala um?“ Enga hljómsveit, bara hipp- hopptónlist yfir höfuð. „Já, hipphopp!“ hrópar James upp yfir sig. „Þú segir þetta ekki rétt! Hvað segirðu? Þú talar ekki mjög góða ensku. Ég uppgötvaði hiphop fyrir mörgum, mörgum árum. Vegna þeirra hluta sem ég var að gera þróaðist hipphoppið. Þessi tónlist er byggð á soul og fönki og ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þessar hugmyndir. Ég notaði þær eins og Einstein gerði við eðlisfræðina, eða eins og Ford uppgötvaði bílinn eða Bell uppgötvaði rafmagnið!,“ segir Brown en ég kann ekki við að segja honum að það hafi alls ekk- ert verið Bell sem uppgötvaði raf- magnið. Það gerði í raun enginn, en vísindamennirnir Otto van Guericke og Benjamin Franklin eru þekktastir fyrir rannsóknir sínar á þessu fyrirbæri náttúr- unnar. Ekki lengur Ísland eftir tónleik- ana, heldur Hitavík! Það sem einkennir tónlist James Brown er ótrúleg tjáning hans. Það getur ekki nokkur maður sagt að kallinn leggi sig ekki allan fram við það sem hann gerir. Hæfileikar hans eru óumdeilan- legir, hvort sem tónlist hans fellur að skapi ykkar eður ei. Það eru fáar tónlistarstefnur sem krefjast þess jafn mikið af flytjendum að þeir leggi alla lífs og sálarkrafta í flutninginn. Þannig komast þeir hæfileikarík- ustu áfram. Annað hvort er sál í tónlistinni eða ekki, hana er ekki hægt að falsa. Eða hvað segir guð- faðirinn sjálfur? „Þú getur falsað sjálfan þig en ekki þegar þú ert að spila tónlist- ina. Soul tónlist er aldrei spiluð með sama hættinum tvisvar. Kannski með sömu stælunum en útkoman verður aldrei nákvæm- lega eins. Þetta snýst allt um til- finningu. Það var lagið Papa’s Got a Brand New Bag sem hrinti öllu þessu af stað. Rappinu og hipp- hoppinu. Ég er ekki eftirherma og ég þakka Guði fyrir það. Ég á sand af seðlum en ég fæ þá líkleg- ast aldrei vegna þess fólk er ekki sanngjarnt! MC Hammer er sá eini sem borgaði mér fyrir það að notast við bút úr lagi eftir mig. MC Hammer var frábær ungur maður. Þegar ég byrjaði þá var ég að syngja ryþma og blús en ég komst aldrei upp með það. Mér fannst það ekkert leiðinlegt en ég náði ekki að þróa mig nægilega mikið áfram í því. Ryþmi, blús og djass eru náttúrulega alveg það sama.“ Þú talar mikið um Guð, hefurðu alltaf verið svona trúaður? „Ég hef alltaf verið kristinn og fór í kirkju þegar ég var yngri en ég var aldrei eins trúaður og ég er núna. Nú er ég 71 árs gamall og lít út fyrir að vera rétt rúmlega fer- tugur. Ég þakka Guði fyrir það!“ Hvernig er svo heilsan?, spyr ég vitandi það að kallinn hefur verið að berjast við sykursýki. Hann er sagður þrjóskur og við það að missa hæfnina til þess að ganga. Samkvæmt erlendu blöð- unum neitar hann sér um nær alla læknishjálp. „Hún er nokkuð fín. Ég er með slæm hné eins og BB King. En það er í lagi. Ég kem frá mjög fátækri fjölskyldu, pabbi minn hætti í skóla í öðrum bekk og mamma mín í fjórða. Þess vegna sá ég til þess að krakkarnir mínir myndu klára skólann, þó þau hafi ekkert viljað gera það. En að fara þá leið sem ég fór í lífinu er nánast ómögulegt. En ekkert er ómögu- legt fyrir Guð. Þess vegna þakka ég honum mikið fyrir, sama hvernig heilsan er.“ Hvað veistu eiginlega um Ís- land? „Ég veit ekkert um Ísland nema það að fyrir mörgum árum síðan þá brotlenti gamall umboðs- maður minn flugvél sinni þarna. Hann hét Jack Barnes en hann dó ekki í flugslysinu. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég kem til Ís- lands en ég skal sko segja þér eitt. Þetta verður ekki Ísland né Reykjavík þegar ég kem til baka. Þetta verður Hitavík!“ „Mig langar ekkert að vera svartur maður!“ Samkvæmt goðsögninni vann James Brown fyrir sér sem mellu- dólgur áður en hann náði að fram- fleyta sjálfum sér í tónlistar- bransanum. Auðvitað varð ég að spyrja hann hvort það væri eitt- hvað til í þessu. „Þetta var á þeim tíma sem svartir menn þurftu að gera allt, bara til þess að koma af. Svart fólk átti ekki neitt og þurfti þess vegna að lifa nánast á götunni. Það var búið að byggja allt utan um hvíta fólkið. Þetta var svona þá og þótti ekkert óeðlilegt. Í dag sjáið þið kannski í heimilidamynd að ég hafi unnið á hóruhúsi og finnst það svakalega merkilegt. Í sjónvarpinu í dag sér maður allt það sem var í gangi í hóruhúsinu í gamla daga. En þetta er fortíðin og ef fólk vill kynnast minni fortíð getur það nú bara lesið ævisöguna mína. Ég vil ekki tala um hana núna, ég vil bara tala um tónlist- ina.“ Þar með útilokaði James fjölda spurninga sem ég vildi vita um fortíð hans. Eins og hvernig hafi verið í fangelsinu árið 1988? Hvernig stæði á því að dætur hans hefðu farið í mál við hann nýlega? Hvort það hafi verið satt að hann hafi sektað hljóðfæraleik- ara í sveit sinni fyrir að gera vill- ur upp á sviði? Hvort hann sé með lögleiðingu kannabisefna, sem hann hefur verið handtekinn fyrir að nota? Er það satt að ein dóttir hans hafi lagt hann inn á geð- sjúkrahús árið 1998? Og hvernig standi á því að jafn trúaður maður og hann komi sér sífellt upp á kant við lögin? Allt í lagi, við höldum okkur þá við tónlistina. Segðu mér, eftir 50 ár í bransanum, færðu aldrei leið á því að spila þessi sömu lög, aft- ur og aftur? „Nei, ég fæ sko aldrei leið á þessu. Maður fær ekki leið á því að syngja þjóðsönginn, er það? Maður fær heldur aldrei leið á því að syngja „Guð blessi Ameríku“. Mér leiðist aldrei, ég verð bara stoltur. Ég þakka Guði, ríkis- stjórninni og landinu sem ég bý í fyrir velgengni mína. Að fátækur svartur maður eins og ég var geti komist á þennan stað. Ég vil ekk- ert vera svartur maður en ég er heldur ekkert að reyna flýja það. Mig langar heldur ekkert að vera hvítur, gulur eða rauður. Mig langar bara að vera maður! Ég hef aldrei séð manneskju sem ég ber ekki kærleika til. Ég hef séð fullt af fólki sem hefur sóað tækifær- um sínum. Það sem við þurfum þessa dagana, meira en nokkurn tímann áður, er að sýna kærleika. Heimurinn þarf á ást að halda, eins og Burt Bacharach sagði í texta sínum. Við þurfum að tjá ást, sýna hana og dreifa henni yfir sem flesta.“ Hvað finnst þér um nútíma popptónlist? „Popptónlist er ekki til. Það er farið. Popp í dag er rapp. Okkur vantar fönk, því rapptónlist er númer eitt í heiminum í dag. Flest hvíta fólkið botnar ekkert í því. En þeir þurfa að skilja það því það er mjög mikil ást í fönkinu. Rapp- ararnir eru hættir að rappa um glæpi. Núna syngja þeir um ást- ina. Mér finnst að það mætti alveg stroka út suma af þeim textum sem hafa sloppið út. Það þarf að beina hugsunarganginum aftur að kærleikanum. Þegar rappararnir sjá mig missa þeir vatnið því þeir geta ekki gert það sem ég geri. Þeir eru þó að gera góðar plötur og gera vinnu sína vel. Mig langar til þess að fá konuna mína til þess að rappa með mér því að ég get ekki gert það. Þannig langar mig til þess að sýna fólki hvað er á seyði í heiminum í dag. Sýningin mín er svona vinsæl vegna þess að það er mikið lagt í hana. Hún er ekki rétt, hún er hárrétt! Það eiga allir eftir að vera heillaðir af því sem þeir sjá. Við vorum að koma frá Austurríki og Englandi. Við fengum um 500 þúsund manns á Glastonbury-hátíðina. Ég fékk að hitta konungsfjölskylduna og svona, þetta var alveg frábært.“ Þannig að þú fylgist vel með því sem er að gerast í tónlist í dag? „Ég er enn oná. Ég og kona mín hlustum á rapp í svefnherberginu. Ég hlusta á þetta, met þetta og rannsaka.“ Áttu einhverja uppáhaldslista- menn af yngri kynslóðinni? „Já, fullt en ég ætla ekki að segja það. En ég skal segja þér það að ég vil að allir mæti með góða skapið. Því Pappi er kominn með splúnkunýjan poka, Mér líð- ur vel! Alveg eins og kynlífsvél. Gerðu það, gerðu það, gerðu það! Þetta er karl, karl, karlsmanns heimur! Það hefur verið gaman að tala við þig en aðrir blaðamenn bíða. Ég elska þig mjög mikið og þegar ég mæti skal ég sýna þér smá rapp frá strætinu. Þú ert góð- ur maður, og Guð blessi þig.“ Þar hafið þið það, James Brown elskar mig. Ég mun deyja hamingjusamur maður. biggi@frettabladid.is 30 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR James Brown elskar mig JAMES BROWN Leiðist aldrei á sviði, enda líkir hann lögum sínum við þjóðsöng Bandaríkjanna. EKKI ALLTAF Á TOPPNUM Þessi mynd var tekin árið 1988 eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og að eiga marijuana. Brown sat inni í nokkra mánuði í kjöl- farið en Georgía hreinsaði sakaskrá hans fyrir stuttu þegar hann var gerður að heiðursborgara. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands en ég skal sko segja þér eitt. Þetta verður ekki Ísland né Reykjavík þegar ég kem til baka. Þetta verður Hitavík! ,, 42-43 (30-31) Helgarefni 20.8.2004 19:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.