Fréttablaðið - 17.09.2004, Side 8

Fréttablaðið - 17.09.2004, Side 8
VEÐURFAR Þó svo að blásið geti hressi- lega á Íslandi eru verstu illviðri hér tæpast hálfdrættingar á við illvíga fellibylji sem geisa nær miðbaug. Fellibylurinn Ívan er sem dæmi með meðalvindhraða upp á 58 metra á sekúndu og meira. Meðalvindhraði í storminum sem hér gekk yfir í fyrrinótt og í gær fór alla jafna ekki yfir 30 metra á sekúndu og var nær 20 metrum víðast hvar, en slagaði þó hátt í smæstu tegund fellibylja. Ein- staka vindhviður náðu þó um og yfir 50 metrum á sekúndu en í hvirfil- byljum á borð við Ívan, sem þar til fyrir skömmu var af stærð þrjú til fjögur, fara hviður vel yfir 70 metra á sekúndu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að lægstu mörk fyrir fellibyl miði við 33 metra vindhraða á sekúndu. „Það er þá fellibylur af stærðinni einn, en Ívan er til samanburðar af stærð- argráðunni fimm. Fellibylur er hins vegar alveg sér veðurfyrirbrigði og tæplega hægt að bera það saman.“ Á vef Veðurstofunnar kemur þó fram að mesti meðalvindhraði sem hér hafi mælst sé 62,5 metrar á sek- úndu. Þessi hraði mældist undir Skálafelli við Esju. „Skálafellið er mjög sérstakt og raunar einnig Stór- höfði,“ segir Óli Þór og bendir á að á þessum stöðum liggi land þannig að þar nái að bæta í vind á meðan hann fer yfir. Sama er líklega hægt að segja um Freysnes á Öræfum þar sem vindhviða feykti þaki af Hótel Skaftafelli undir morgun í gær. Sveiflur í sjávarhita á Kyrrahafi við miðbaug geta af sér veðurfyrir- brigðin El Niño og La Nina sem haft geta gífurleg áhrif á veðurfar um allan hnöttinn. El Niño veðurfyrir- brigðið verður til þegar hiti sjávar hækkar mikið, en La Nina þegar sjávarhiti lækkar umfram það sem venjulegt getur talist. Meðal afleið- inga hitasveiflanna eru fellibyljir, þurrkar, rigningar og flóð. Um þessar mundir telur Haf- og sjávarfræðistofnun bandaríska við- skiptaráðuneytisins að væg El Niño áhrif séu í uppsiglingu í austan- verðu Kyrrahafi og að þeirra muni gæta fram á byrjun næsta árs. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að erfitt sé að fullyrða hvaða áhrif veðurfyrirbæri á borð við El Niño hafi hér á landi þótt einhver séu þau. „Áhrifin eru tilviljana- kennd og fara eftir árstíma og ástandi hér,“ segir hann og telur frekar að hægt sé að benda á óbein, efnahagsleg áhrif. „El Niño hefur til dæmis fylgt fiskleysi við Perú, þannig að verð á fiskimjöli hækkaði. Á þessu græddum við en erum kannski ekki jafnháð slíkum sveifl- um nú.“ Trausti segir Alþjóðaveður- fræðistofnunin telja um helmings- líkur á að El Niño fari af stað nú. olikr@frettabladid.is 8 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Útför Péturs W. Kristjánssonar var gerð frá Grafarvogskirkju í gær: Pétur W. Kristjánsson jarðsunginn ÚTFÖR Pétur W. Kristjánsson tónlist- armaður var jarðsunginn frá Graf- arvogskirkju í gær. Hann fæddist 7. janúar 1952 og lést á Landspítalan- um 3. september eftir skammvinn veikindi. Pétur var í hópi þekktustu tónlistarmanna sinnar kynslóðar og söng með mörgum vinsælum hljómsveitum, t.d. Pops, Náttúru og Pelikan. Hann vakti glaðværð hvar sem hann kom enda lífsglaður og ham- ingjusamur. Hann hafði unun af að segja af sjálfum sér og öðrum sög- ur sem jafnan var skellihlegið að. Síðari ár starfaði Pétur að plötu- útgáfu og sölu geisladiska en nú síðsumars vann hann að plötu með lögum Kim Larsen. Þá var hann öt- ull liðsmaður í réttindabaráttu hljómlistarmanna. Jakob Frímann Magnússon kvað að Pétri látnum: Heyr fríðan syngja Svaninn/ svellur Náttúru gígja./ Úr lífsins Póker flaug Pelikaninn/ í Paradís nýja. Eiginkona Péturs er Anna Linda Skúladóttir og áttu þau börnin Írisi Wigelund, Kristján Karl og Gunnar Eggert. ■ SVONA ERUM VIÐ Bygging íbúðarhúsa á Íslandi Játar bankarán með öxi MEINTUR MEÐHJÁLPARI HARÐNEITAR – hefur þú séð DV í dag? Verstu vindhviður á við blástur stærstu fellibylja Verstu óveður á Íslandi slaga upp í smæstu fellibylji sem geisa nær miðbaug jarðar. Einstakar vindhviður ná þó á sumum stöðum hér veðurofsa sem er viðvarandi í allra stærstu fellibyljum. Stormur sem varað er við (Yfir 20 m/s) Fyrsta stigs fellibylur: 752 fram til ársins 2002 1 2 3 4 33 til 42 m/s Annars stigs fellibylur: 249 fram til ársins 200243 til 49 m/s Þriðja stigs fellibylur: 147 fram til ársins 200250 til 58 m/s Fjórða stigs fellibylur: 92 fram til ársins 200259 til 69 m/s Fimmta stigs fellibylur: 23 fram til ársins 2002Yfir 70 m/s Mesta vindhviða hér á landi: Gagnheiðarhnúkur 16. janúar 199574,2 m/s Mesti 10 mínútna meðalvindhraði hér á landi: Skálafell við Esju 20. janúar 199865,5 m/s Mesta vindhviða í Reykjavík: 15. janúar 194259,4 m/s 5 SAMANBURÐUR FELLIBYLJA, STORMA OG VINDHVIÐA Heimild: Haf- og veðurfræðistofa viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna og Veðurstofa Íslands. N-ATLANTSHAFSLÆGÐ Yfir landið gekk dæmigerð haustlægð að- faranótt fimmtudags og fylgdi henni bæði rok og rigning. Víða þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk og nokkrar skemmdir urðu á eignum. EL NIÑO Í UPPSIGLINGU Á NÝ Fyrir miðri mynd í Austur-Kyrrahafi, má sjá rauðan flekk sem auðkennir hærra hitastig sjávar, en það er til marks um El Niño. M YN D /N O A A Hvolsvöllur: Tré rifnuðu upp með rótum LÖGREGLA Mikið hvassviðri var á Hvolsvelli og í nágrenni í fyrri- nótt og gærmorgun að sögn lög- reglu. Nokkur stór tré rifnuðu upp með rótum, gervihnatta- diskar skemmdust og þakplötur fuku. Járnplötur fuku af þaki íbúð- arhúss og útihúss á bænum Velli II skammt frá Hvolsvelli í hvass- viðrinu. Lentu járnplöturnar meðal annars á íbúðarhúsi að Velli I og hjuggu í gegnum klæðningu hússins. Þá brotnaði rúða í jeppabifreið við bæinn þegar járnplata fauk á hana. ■ 1.258 Íbúðir 2000 2001 2002 2003 1.711 Íbúðir 2.140 Íbúðir 2.311 Íbúðir KISTA PÉTURS BORIN ÚR GRAFARVOGSKIRKJU Líkmenn voru Pétur Steinþórsson, Steingrímur Steinþórsson, Brynjar Klemensson, Birgir Hrafnsson, Grettir Gunnarsson, Ástmar Ingvars- son, Jón Ólafsson og Sigurgeir Sigmundsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.