Fréttablaðið - 17.09.2004, Síða 19

Fréttablaðið - 17.09.2004, Síða 19
19FÖSTUDAGUR 17. september 2004 á mánudaginn, spurður um boð- aða málssókn öryrkja. Og ráð- herra virðist hafa nokkuð til síns máls. Í fréttatilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu í tilefni af gerð samningsins þann 25.mars 2003 segir: „Samkvæmt útreikn- ingum sérfræðinga heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins verður kostnaðurinn við þessa hækkun grunnlífeyris og kerfis- breytinguna rúmur einn milljarð- ur króna á ársgrundvelli.“ Einn milljarður var því sú tala sem var nefnd í upphafi og það var sú tala sem Jón Kristjánsson fékk heim- ild fyrir á ríkisstjórnarfundi. Útfærsla ráðuneytisins Ráðherra var því vandi á höndum. Við umræðu á Alþingi á síðasta haustþingi brugðust Öryrkja- bandalagið og stjórnarandstaðan ókvæða við þegar í ljós kom að ríkisstjórnin ætlaði sér einungis að verja einum milljarði til máls- ins en ekki einum og hálfum. Ljóst var að ráðherra hafði gripið til þess ráðs að hafa útfærsluna á kerfisbreytingunni nokkuð öðru- vísi en öryrkjar halda fram að hafi verið ákveðin upphaflega. Lækkunin á hinni aldurstengdu uppbót grunnlífeyris er mun brattari í útfærslu ráðuneytisins. Þannig fær einstaklingur sem greinist öryrki um 40 ára aldur mun minni uppbót heldur en gert var ráð fyrir í útfærslu öryrkja. Þessi útfærslumunur gerir það hins vegar að verkum að hið nýja kerfi kostar ekki einn og hálfan milljarð á ársgrundvelli, heldur um milljarð. Áhætta öryrkjanna Jón Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann vilji uppfylla kröfur öryrkja með aukinni fjárveitingu. Það kemur í ljós við kynningu fjárlagafrumvarps nú í október hvort honum verður að vilja sín- um. Yfirlýsingar forsætisráð- herra og annarra benda ekki til þess. Í ljósi þessa yfirlýsta vilja Jóns er hins vegar spurning hvort Öryrkjabandalagið hafi gert rétt í því að vaða í ríkisvaldið af svo mikilli hörku og raun ber vitni. Velvilji ráðherrans gæti hugsan- lega glatast. Áhættan hlýtur líka að vera meiri í ljósi þess að lítið hefur farið fyrir beinhörðum samningi í þessum efnum, a.m.k. í hinni opinberu umræðu, sem öryrkjar geta vísað í með óyggj- andi hætti til að styðja þá fullyrð- ingu sína að ákveðin útfærsla hafi verið ákveðin og skjalfest í upp- hafi. Það yrði þó væntanlega dóm- stóla að kveða úr um það. Jón Kristjánsson hefur nokkrum sinnum lýst yfir von- brigðum sínum með þróun þessa máls. „Þegar við formaður Ör- yrkjabandalags Íslands byrjuðum að ræða saman um hvernig bæta mætti hag öryrkja sérstaklega þá byrjuðum við á núllpunkti,“ sagði ráðherra í ræðustól á Alþingi í desember síðastliðnum, og hann hélt áfram: „Við byrjuðum á núll- punkti og enduðum í milljarði að þessu sinni. Sá árangur er sigur að mínu mati en ekki svik.“ Talaði Jón jafnframt um það hversu „grábölvað“ honum þætti að „sitja undir svikabrigslum“ í þessu máli. Að öllum líkindum verður ekki lát á því að sinni. ■ MENNTAMÁL Stúdentar við Háskóla Íslands efndu til mótmæla fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna við lok- un hennar í gær. Þeir stilltu upp stólum og borðum fyrir framan húsið til að stúdentar gætu haldið áfram að læra. Með þessum hætti mótmæltu þeir styttingu af- greiðslutíma bóklöðunnar, en í ár fékkst ekki fé frá háskólanum til að halda safninu opnu á kvöldin líkt og fengist hefur undanfarin ár. Jar- þrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að í næstu viku verði kröfur stúdenta teknar fyrir á fundi háskólaráðs auk þess sem spjótunum verði beint að mennta- málaráðherra. Jarþrúður segist undrast forgangsröðun háskólans. ,,Það er furðulegt að skólinn geti lagt átján til tuttugu milljónir króna í skrautgrindur utan á nýtt náttúrufræðihús en geti ekki hald- ið bókhlöðunni opinni á kvöldin, sem kostar fjórtán til fimmtán milljónir.“ ■ Þjóðarbókhlaðan: Stúdentar mótmæla styttingu afgreiðslutíma Húsnæðiskaup: Morðingi vill afslátt NOREGUR, AP Norskur maður sem var dæmdur til 21 árs fangelsisvist- ar fyrir að eiga þátt í morðunum á foreldrum sínum hefur krafist þess að fá afslátt af kaupverði heimilis foreldranna. Rök hans eru þau að við verðmat heimilisins hafi ekki verið tekið tillit til vissra skemmda. Skemmdirnar eru eftir byssukúlur sem skotið var að foreldrum hans þegar þau voru myrt. Per Orderud, kona hans og systir hennar voru dæmd fyrir morðin, sem voru framin árið 1999. Aldrei var þó kveðið upp úr um hvert þeirra hefði skotið gömlu hjónin. ■ MÓTMÆLI VIÐ BÓKHLÓÐUNA Stúdentar mótmæltu á táknrænan hátt með því að stilla upp borðum og stólum fyrir framan húsið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.