Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 8
8 7. október 2004 FIMMTUDAGUR Kennaraverkfall á þingi: Aðeins 30 á þingpalla STJÓRNMÁL Aðeins 30 kennurum var hleypt á þingpalla á meðan utandagskrárumræður stóðu yfir um kennaradeiluna. Meinuðu þingverðir nokkrum fjölda kenn- ara inngöngu í Alþingishúsið. Jóhanna Sigurðardóttir, vara- forseti Alþingis, varð síðan að grípa til þess ráðs að biðja kenn- ara um að láta ekki skoðanir sín- ar í ljós á meðan umræður stæðu yfir. Kennarar fögnuðu tvívegis með lófataki. Annars vegar þeg- ar Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingunni sótti hart að forsætis- og menntamálaráð- herra og hins vegar þegar Ög- mundur Jónasson Vinstri græn- um sendi verkfallsmönnum í kennaradeilunni og sjómanna- hreyfingunni kveðjur í barátt- unni við útgerðarmenn fyrir norðan. „Nú er kominn tími til að for- sætisráðherra fari af afneitun- arstiginu. Ríkisvaldið verður að tryggja sveitarfélögum fé til að geta greitt starfsfólki mann- sæmandi laun,“ sagði Ögmund- ur og fékk lófatak að launum. ■ Ný víglína hefur verið dregin á vinnumarkaði Brim og Iceland Express gera aðför að kjarasamningum að mati Alþýðusambandsins. Fyrirtæki sögð í stéttarfélagatukthúsi. Verkalýðsforystan segir þetta leiða til átaka. Ný víglína hefur verið dregin á ís- lenskum vinnumarkaði. Fyrirtæki sem leita hagræðingar ráða starfsfólk utan almennra kjara- samninga og utan þess skipulags sem hér hefur viðgengist þar sem launafólk og fyr- irtæki mynda með sér samtök til að semja um kaup og kjör. Alþýðusambandið hefur boðað baráttu gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum. Brim Nýlega samdi útgerðarfélagið Brim sérstaklega við sjómenn á Sólbaki EA, utan við kjarasamn- inga sjómanna, á sama tíma og samtök þeirra standa í harðri kjarabaráttu við útgerðamenn og eru samningslausir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sagði þá að forystumenn sjó- manna hefðu þrásinnis verið beðn- ir um nútímalegri kjarasamninga til að nýta mætti tækninýjungar um borð í fiski- s k i p u n u m og fækka um leið sjó- mönnum í áhöfnum. Miðstjórn Alþýðusam- bandsins brást harðlega við og taldi þetta aðför að skipulögðum vinnumarkaði og umsömdum lág- markskjörum. Í ályktun frá sam- bandinu sagði að þó að stundum hefði komið til ágreinings væri það einkenni þessa fyrirkomulags að ágreiningur væri leystur við samningaborðið en ekki á einstök- um vinnustöðum eða í borðsal ein- stakra skipa. Iceland Express Nýjasta dæmið um þessa þró- un er uppsögn allra flugfreyja hjá Iceland Express. Þeim var í stað- inn boðið að ráða sig hjá bresku flugrekstrarfélagi. Ólafur Hauks- son, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir félagið í stéttarfé- lagatukthúsi. ,,Við þurfum að lengja vinnutíma flugfreyjanna og treystum okkur ekki til að ná viðunandi lausn með hefðbundn- um aðferðum hér innanlands, það er með kjarasamningi.“ Hann segir að kjarasamningar flug- freyja muni alltaf miðast við hagsmuni Flugleiða þar sem níu af hverjum tíu flugfreyjum séu starfsmenn fyrirtækisins. ,,Þetta er eins og að draga úlfalda í gegn- um nálarauga því ef okkar litli hópur samþykkir tilslakanir þá koma Flugleiðir á eftir og fara fram á það sama.“ Ólafur segir lággjaldaflug- félög verða að vera sveigj- anleg í rekstri og þau þurfi að laga sig að alþjóðlegum aðstæðum. Hins vegar sé tregðulögmálið allsráðandi við gerð kjarasamninga. ,,Það er ágætt að búa við stöðugleika en við verðum að geta samið beint við okkar starfsfólk án milligöngu heildarsamtaka.“ Heimsvæðing bitnar á flug- freyjum Ásdís Eva Hannesdóttir, formað- ur Flugfreyjufélagsins, segir flug- freyjur Iceland Express vilja gera hefðbundinn kjarasamning á ís- lenskum forsendum. Ef ekki verði breyting á viðhorfi flugfélagsins muni það standa uppi með breskt starfsfólk um áramót. Hún segir þetta nýja stöðu í verkalýðsbaráttu hér á landi. ,,Það hefur ekki gerst áður að íslenskt fyrirtæki segi upp íslenskum starfsmönnum sínum til þess að ráða það aftur hjá erlendu rekstrarfélagi og á erlendum kjör- um. Heimsvæðingin er farin að bitna á okkur.“ Hún segir Iceland Express ekki líða fyrir fjölda flugfreyja hjá Flug- leiðum. ,,Í fyrsta lagi hafa Flugleið- ir ekki alltaf fengið sitt fram eins og gerist og gengur í kjaraviðræðum og í öðru lagi hefur Iceland Express fengið tilslakanir af okkar hálfu sem Flugleiðir hafa ekki fengið.“ Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, segist víða sjá tilhneigingu hjá atvinnurekendum til að komast undan kjarasamningum. Með því séu þeir að færa kjarabaráttuna á það stig sem hún var árið 1920. ,,Deila okkar við Brim á Akureyri er af sama meiði, einnig deilan við Iceland Express. Að ógleymdum ágreiningi okkar við Landsvirkjun og Impregilo vegna erlendra starfs- manna við Kárahnjúka og launa þeirra.“ Hann segir þetta mikið áhyggju- efni sem verið sé að fjalla um inn- an Alþýðusambandsins. ,,Þetta verður þema á ársfundi sambands- ins og þetta hlýtur að kalla á breytt viðhorf og ný vinnubrögð að hálfu v e r k a l ý ð s h r e y f i n g a r i n n a r. Kannski er hægt að bregðast við þessu innan ramma kjarasamninga en á endanum hljóta að verða um þetta átök. Verkalýðs- hreyfingin getur ekki set- ið hjá og fylgst með þessu fara í þetta far. Við mun- um ekki skilja fólk eftir óvarið fyrir þessum ágangi.“ Gylfa þykir undarlegt að vinnu- veitendur tali um að þeir séu í stétt- arfélagatukthúsi. ,,Ef þeir geta ekki komið fram við starfsmenn sína eins og þeim sýnist þá telja þeir sig vera í tukthúsi. Ef það er tukthús þá hafa þessi fyrirtæki ekkert hér að gera. Bara af því að þeir þurfa að fara eftir lögum og kjarasamning- um þá séu þeir þvingaðir. Ég veit ekki hvað aðrir landsmenn segja um lög sem þeir þurfa að fara eftir. Atvinnurekendur verða að fara eft- ir lögum eins og hver annar.“ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að samskipti verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda séu ekki að taka breytingum. ,,Mér hugnast ekki að útgerðarfélag Sólbaks hafi sagt sig úr okkar samtökum. Það breytir því samt ekki að félagið verður að fara eftir kjarasamningum sem gilda. Hvað Iceland Express varðar, sem er ólíkt Sólbaksmálinu, þá stendur erlent flugrekstrarfélag að baki því. Það er því ekkert sem rekur félagið til að gera kjarasamninga hér og í raun má segja að flugfreyjurnar hafi verið undantekning í þeirra starfsmannastefnu, því að til að mynda eru flugmennirnir með er- lenda samninga.“ Ný víglína, sömu vopnin Þrátt fyrir að víglínan í vinnu- markaðsdeilum hafi færst þá eru vopnin sem beitt er enn þau sömu. Sjómenn voru handteknir á Akur- eyri þegar þeir reyndu að stöðva löndun úr Sólbaki. Þeir láti líklega ekki staðar numið og kunna að draga upp verkfallsvopnið. Hvort Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, flýi þá af hólmi skal ósagt látið en staðan í kjaravið- ræðum sjómanna og útvegs- manna er viðkvæm. Samúðar- verkföll koma líka til greina því um þotur og skip gildir það sama, þau þarf að þjón- usta af láði. Það má því reik- na með vígaferlum á íslensk- um vinnumarkaði á næst- unni ef svo fer fram sem horfir. ■ ASÍ: Stuðningur á láði og legi KJARAMÁL Miðstjórn Alþýðusam- bands Íslands lýsti í gær yfir fullum stuðningi við Sjómannasambandið í aðgerðum sínum gegn Brimi og við flugfreyjur og flugþjóna í kjarabar- áttu þeirra við Iceland Express. Miðstjórnin segir að verið sé að gera tilraun til að brjóta lögvarin lágmarkskjör og réttindi kjara- samninga. Þá segir að ASÍ muni beita sér af fullum þunga gegn öllum tilraunum í þessa veru og hvetur þess vegna launafólk, verkalýðsfélög og einnig samtök atvinnurekenda til að gera hið sama. ■ Íbúðalánasjóður: Hámarkslán að hækka LÁN Íbúðalánasjóður hefur hækkað hámarkslán vegna kaupa á notuðum íbúðum. Ráðherra hefur ákveðið að hækka hámarkslánin úr 9,2 milljón- um króna í 11,5 milljónir. Hámarks- lán vegna nýbygginga hækka einnig. Þau hækka úr 9,7 milljónum króna í 11,5 milljónir. Auk þessa hefur ráð- herra ákveðið að almennt lán að við- bættu viðbótarláni geti að hámarki orðið 13 milljónir króna. Þessar breytingar hefa þegar tekið gildi. ■ SVONA ERUM VIÐ SVÍNAKJÖTS- FRAMLEIÐSLA – hefur þú séð DV í dag? Hrottalegur ferill Annþórs handrukkara Friðrik Þór hefur ástæðu til að óttast þennan mann HEIMILD: HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS 1970 402 1.000 2.533 3.330 6.205 1980 1990 1995 2003 BEÐIÐ FYRIR UTAN Töluvert margir kennarar urðu að gera sér að góðu að bíða fyrir utan Alþingishúsið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R GUÐMUNDUR H. GUÐMUNDSSON, BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING VINNUDEILUR SJÓMANNA OG FLUGFREYJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.