Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 10
10 7. október 2004 FIMMTUDAGUR Í KOSNINGAHAM Hamid Karzai, forseti Afganistans, flutti ræðu á framboðsfundi á íþróttaleikvangi í Kabúl, höfuðborg landsins. Fyrstu lýðræðis- legu kosningar í sögu landsins fara fram á laugardag þegar kosið verður um forseta. Bandaríkin beittu í 29. sinn neitunarvaldi á ályktun gegn Ísrael: Neituðu að gagnrýna herferðina SÞ, AP Bandaríkjastjórn beitti neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar þar sem þess var krafist að Ísra- elar hættu þegar í stað hernað- araðgerðum sínum á Gaza. Um áttatíu Palestínumenn hafa látið lífið á einni viku frá því að Ísraelsher hóf einhverjar umfangsmestu aðgerðir sínar frá upphafi átaka Ísraela og Palestínumanna fyrir fjórum árum. Stór hluti þeirra sem hafa látist eru konur og börn. Að- gerðirnar eru svar Ísraela við eldflaugaárásum Palestínu- manna og hófust daginn eftir að tvö ísraelsk börn létust í slíkri árás. Í ályktunartillögunni, sem Eg- yptar lögðu fram, voru hernaðar- aðgerðir Ísraela sagðar miklu meiri en efni og aðstæður gæfu tilefni til. John Danforth, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, sagði ekki hægt að samþykkja ályktunina þar sem ekkert væri minnst á of- beldisverk Palestínumanna. Þetta var í 29. skipti sem bandarísk stjórnvöld beita neit- unarvaldi á ályktun sem beinist gegn Ísrael, þar af í sjöunda sinn síðan George W. Bush komst til valda. ■ Sitja ekki við sama borð og önnur börn Foreldrar drengs með alvarlega einhverfu segja verkfall kennara ekki bitna á þeim heldur drengnum þeirra. Þeim finnst ómannúðlegt að veita ekki einhverfum börnum undanþágur frá verkfallinu því slíkar breytingar á daglegu lífi kosti margra mánaða afturför. Eyrarbakki: Neyðarboð í búðarleik LÖGREGLA Menn frá Securitas höfðu samband við lögregluna á Selfossi út af neyðarboði sem kom frá pósthúsinu á Eyrarbakka. Það furðulega við neyðarboðið er að ekkert pósthús hefur verið á Eyrarbakka um nokkra hríð þar sem því hefur verið lokað og hús- inu breytt í íbúðarhúsnæð. Skýringin á því hvers vegna á boðið barst lögreglu er sú að í húsinu er neyðarhnappurinn enn virkur. Að sögn varðstjóra á Sel- fossi voru það börn í búðarleik sem komu neyðarboðinu af stað þegar þau notuðu hnappinn við leik sinn. ■           !"# $% &'(                  !" !  )' !"# $% &'( #$ %   &' '        !"                                      *     !"#  $%&'(($  #)$* + ,$*&'$(-  $%&'(()-)$ $%."(- - *(/ *)# / +,$)(-)/.##0 )(-+12)-(%)#  % ) 3#0-)$ 0%&'(()/("!$%2%&2 /  ""*3 3#*.$3#- +%) .$(-3# .(##(- ./(- &03(+  )/)#( " "% $$&2(- %&'(($ *% (((/ "0%%&'(  )"+ ) 4(-*)-(5/)-4  53(5 "#)6- 54)(52$(. 3#/)3#*7$()#7/)"08)3# 3 + ,$".#(-3($(-/)&(-5 "#)6-(-5(-53(3#.$(- 4)"(- -!-.#(((- )"."(-+ &    +  ,-  -  )$% $*$ 0/)&  )!$(-9 0(3( ) /)&((-(/ *+,$*&'$(-% / $  &'* $ 0 #!$( )$"0 3 53#8) .  -  3-$ $-(#(9 ,$4(-(-3(3#( )3# )/)" $+ / 0  -  1 "( $4 (-  "#)6-9,$#)(-% $ "6%# )3#3(-%# $% # - + $  -  (*)-(3  *29/(7&(-*)-( 3 3#*)-(/ ")(-*")$(-+ 1 * -  (/)-4  )#9 /(7&(-/)-4  3# #3- ")(-#)$(- *")$ + 2 -  ,$4(- (- %((*.$54)(3#)&(- 2$(. 0*+ : #- )#(*.#$ .3(/(+ KENNARAVERKFALL Jóhannes Jóns- son og Pálína E. Þórðardóttir, for- eldrar Jóns Þórs, sex ára ein- hverfs drengs, segja beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefur orðið hjá Jóni Þór eftir að kennaraverkfallið skall á. 25 til 28 einhverf börn í sérdeildum í fjór- um skólum á höfuðborgarsvæðinu fengu ekki undanþágu frá kenn- araverkfallinu. Jón Þór er, eins og aðrir ein- hverfir, mjög háður reglu og skipulagi og segja foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Jóhannes segir ekkert tiltökumál fyrir þau hjónin þótt verkfallið hafi stöðvað skólastarf en það sé stórmál fyrir Jón Þór. „Ég trúi ekki að forsvarsmenn kennara séu svo grimmir við þessa krakka. Þeir hljóta hrein- lega að vera illa upplýstir um ein- hverfu og hvaða áhrif þetta hefur á börnin. Að veita ekki undanþág- ur fyrir þessi börn er hreinlega ómannúðlegt,“ segir Jóhannes. Einu rökin sem komið hafa fram segir hann vera að allir verði að sitja við sama borð. Þau rök séu léleg því einhverf börn sitji hrein- lega ekki við sama borð og önnur börn. „Jón Þór á tvíburasystur og hún fer bara út að leika með eldri systur þeirra og hinum börnunum í hverfinu. Við getum ekki hjálpað Jóni Þór á sama hátt og við hjálp- um stelpunum með sitt náms- efni,“ segir Pálína. Þau segja Jón Þór alla tíð hafa verið einstaklega skapgóðan en eftir að kennaraverkfallið skall á sé hann farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins hafi hann grátið mikið og fari nú oft að gráta út af engu sem sé ólíkt hon- um. Hann er líka farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður kom það örsjaldan fyrir. Pálína segist alveg eins búast við því að þurfa að fara með Jón Þór í aðlögun þegar skólinn hefst að nýju. Til að framfarir verði þarf að fylgja fastri dagskrá. Eins þarf að halda mjög reglubundið við þeim framförum sem hafa náðst. hrs@frettabladid.is Héraðsdómur Reykjavíkur: Sýknaður af skjalafalsi DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur maður var sýknaður, í Héraðs- dómi Reykjavíkur, af ákæru um skjalafals. Maðurinn var ákærður fyrir að skrifa nafn annars manns á tilkynningu sem hann framvís- aði hjá Umferðarstofu um sölu bifreiðar hans. Maðurinn segist hafa haft um- boð til að rita nafn bíleigandans á tilkynninguna enda hafi hann ver- ið á Litla-Hrauni á þeim tíma. Bíl- eigandinn neitar að hafa gefið um- boð og kærði málið upphaflega en hann bar hins vegar ekki vitni í málinu. Fyrrverandi sambýlis- kona bíleigandans hefur borið vitni um að maðurinn sem er ákærður hafi séð um ýmis mál fyrir þau og stutt þau fjárhags- lega á meðan fyrrum sambýlis- maður hennar sat í fangelsi. Þótti dómnum að ákæruvald- inu hefði ekki tekist að sanna að maðurinn hefði ekki haft umboð frá bíleigandanum. Ekki hafi einu sinni verið reynt að fá vitnisburð bíleigandans, sem er Breti, fyrir dómi. ■ VILJA SJÁLFSTÆÐI Sveitarstjórn- armenn í Trans-Dniester héraði í Moldóvu hafa ákveðið að efna til kosninga um hvort héraðið segi skilið við Moldóvu eða krefjist aukinna réttinda í formi ríkja- sambands við Moldóvu. Héraðið lýsti yfir sjálfstæði 1990 en hefur aldrei hlotið alþjóðlega viður- kenningu. LEIÐTOGI Í HALDI FRAKKA Mikel Albizu Iriarte, leiðtogi ETA, var hand- tekinn í Frakklandi um helgina. Hann hefur verið á flótta í ellefu ár. Fimm handtekin: Biðu skipana um árásir SPÁNN, AP Spænska lögreglan handtók í gær fimm meinta með- limi ETA, aðskilnaðarhreyfingar ETA. Að sögn spænskra yfirvalda beið fólkið, fjórir karlar og ein kona, fyrirmæla um að gera árás- ir á Spáni. Handtakan fylgir í kjölfar að- gerða frönsku lögreglunnar gegn ráðamönnum ETA sem hafa hafst við í Frakklandi. Þar fengust upp- lýsingar sem leiddu til handtöku fimmmenninganna fyrir dögun í gær. Fólkið var handtekið í San Sebastian og Irun í Baskahéruð- um Spánar. ■ SENDIHERRAR RÆÐA SAMAN Dan Gillerman, sendiherra Ísraels, ræddi við John Danforth, sendiherra Bandaríkj- anna, eftir að ályktun gegn Ísrael var felld í öryggisráðinu. JÓN ÞÓR JÓHANNESSON OG PÁLÍNA E. ÞÓRÐARDÓTTIR Jón Þór æfir sund og gjörbreyttist geta hans á sundæfingum eftir að kennaraverkfallið hófst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ EVRÓPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.