Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 38
Markhópar lúxusbílanna Fæstir eru á því að sú staða ofurtrúar á framtíðina sem var uppi á mörkuðum í ársbyrjun 2000 ráði ríkjum nú. Samt sem áður má greina ýmis ein- kenni þessara dásamlegu tíma þegar ríkidæmi Excel-skjalanna var allsráðandi. Frumherjarnir í Oz eru aftur farnir að láta á sér kræla og hlutabréf hafa hækkað mikið. Markaðsfræðingar eru fljótir að átta sig á hvar markhóparnir liggja. Eignamynd- un hefur verið mikil í hlutabréfum og þeir sem fara inn á síðu Kauphallarinnar til að tékka á ríkidæmi sínu eru gripnir glóðvolgir af markaðs- mönnunum. Á borða á síðu Kauphallarinnar er auglýst glæsibifreið af Lexus- gerð, sem er ekki á færi þeirra sem fá þann einn arð sem kemur úr venjulegu launaumslagi. Líf í list og viðskiptum Tortryggni ríkti lengi vel milli viðskiptalífsins og listaheimsins. Sómakærir listamenn forðuðust auð- valdið eins og heitan eldinn. Viðskiptalífið leit á sama tíma á flesta listamenn sem auðnuleysingja á framfæri ríkisins. Nú er öldin önnur og vaxandi skilningur á að þessir heimar geti haft gagn og gaman hver af öðrum. Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur fund í næstu viku um tengsl lista og viðskipta. Fundar- stjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir, nýráðinn Þjóðleik- hússstjóri og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, flytur erindi. Bankinn á verð- mætt listasafn, auk þess sem eig- endur hans hafa verið áhugasamir um að styrkja listviðburði. Björgólfur Thor styrkti sýningu Ólafs Elíassonar, en Björgólfur eldri óð beint í frjó- magn grasrótarinnar og lét Lands- bankann styrkja Klink og Bank. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.883 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 492 Velta: 2.028 milljónir +1,77% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 26 7. október 2004 FIMMTUDAGUR Lýsi reisir nýja verksmiðju við Fiskislóð á Örfirisey í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er búið að koma geymslu- tönkum fyrir innandyra áður en grind er reist utan um húsið. Sívaxandi alþjóð- legur markaður er fyrir Lýsi og eru 85 prósent framleiðs- lunnar seld erlendis. Lýsi reisir nú myndarlegt verk- smiðjuhúsnæði við Fiskislóð á Örfirisey. Þeir sem átt hafa leið þar um hafa rekið upp stór augu yfir því óvenjulega vinnulagi sem er á byggingunni. Þar er búið að setja upp geymslutanka fyrir lýsi innan í grind hússins. Með nýju verksmiðjunni tvöfaldast fram- leiðslugeta fyrirtækisins. Að sögn Katrínar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Lýsis, er mik- ið hagræði fólgið í því að koma stærstu tönkunum fyrir í húsinu áður en útveggir og þak eru sett upp. „Þetta gerir það að verkum að menn komast betur að og þetta hentar vel fyrir þá tanka sem eiga að vera innandayra að setja þetta upp um leið og grindin er reist,“ segir hún. Gert er ráð fyrir að nýja verk- smiðja Lýsis verði prufukeyrð í mars en þá tekur nokkurn tíma að fínstilla tækin áður en fram- leiðsla fer á fullt. Í nýjum höfuðstöðvum Lýsis verður hreinsunarstöð, rannsókn- arstofur, skrifstofur og aðstaða til pökkunar á vörunni. Geymslu- rými nemur þrjú þúsund tonnum. Stóru tankarnir sem komið hefur verið fyrir inni í nýju verksmiðj- unni taka áttatíu tonn en utan dyra verða nokkrir 115 tonna tankar. „Við finnum að við erum að koma inn á mjög góðum tíma með þessa aukningu. Það hefur verið mikil umfjöllun um ágæti vörunn- ar og markaðurinn okkar hefur stækkað jafnt og þétt,“ segir Katrín. Ágæti Omega-3 fitusýru hefur ítrekað verið sannað í rann- sóknum og það er á grundvelli þess sem Lýsi hyggur á aukna landvinninga. Um 85 prósent af framleiðslu Lýsis eru flutt út og gerir Katrín ráð fyrir að það hlutfall haldi áfram að hækka þótt einnig hafi orðið vart aukinnar eftirspurnar á íslenskum markaði. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 52,80 +2,33% ... Bakkavör 28,50 +1,42% ... Burðarás 15,80 - ... Atorka 6,40 +6,67% ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,90 +1,28% ... KB banki 491,00 +1,24% ... Landsbankinn 15,00 +6,38% ... Marel 54,80 +0,18% ... Medcare 6,45 - 1,53% ... Og fjarskipti 3,85 - ... Opin kerfi 25,70 -1,15% ... Samherji 13,25 -0,38% ... Straumur 10,35 +0,49% ... Össur 93,00 +1,64% Tvöfaldar framleiðslugetu AFL 8,47% Atorka 6,67% VÍS 6,52% Medcare -1,53% Opin kerfi -1,15% Flugleiðir -0,56% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is HITI Í LANDSBANKANUM Þegar eldur kom upp í Landsbankanum 1. desember 2003 var fyrirtækið metið á 45 milljarða króna og það hefur áfram verið heitt undir bankanum því hækkunin síðan er um 170 prósent. Nú er bankinn talinn 121,5 milljarða virði. Landsbankinn fram úr Íslandsbanka                                     !     " #" #   $    #  %  !     !  &  !       && '  %  %  (  (   )*++,! -.+,     -           *  # %           ,  *    /0 ! /1 ! /2    3415 , /0415  #" #           , 6  %  (        ( 75 555         ' 8 8   9 (4 2:: ;757 & 4 2:: ;055  <     NÝ VERKSMIÐJA LÝSIS Fjórir áttatíu tonna tankar og fimm þrjátíu tonna sjást á myndinni en þeim er komið fyrir inni í nýjum höfuð- stöðvum Lýsis áður en ytra byrði hússins er klárað. Þessi verktilhögun auðveldar aðgengi að tækjunum og felur í sér mikið hagræði. Fjárfestingarfélagið Atorka hef- ur nú eignast 68,7 prósent í Sæplasti. Nikkei-vísitalan í Japan hefur tekið ágætan kipp á síðustu dög- um. Í gær hækkaði vísitalan um tæplega eitt prósent og stendur í 11.385 stigum. Nikkei hefur nú hækkað fimm daga í röð. Þýska hlutabréfavísitalan DAX hefur einnig hækkað á síðustu dögum og náði að brjóta fjögur þúsund stiga múrinn á mánudag- inn í fyrsta sinn síðan 1. júlí. Vísi- talan er þó langt frá hámarkinu sem var í ársbyrjun 2000, yfir átta þúsund stigum. Hlutabréf í Afli verða afskráð af Kauphöll Íslands í kjölfar kaupa Atorku á félaginu. Síðasti við- skiptadagur með hlutabréf í Afli er á föstudaginn. Við lok viðskipta í Kauphöll Ís- lands í gær var Landsbankinn tal- inn verðmætari en Íslandsbanki. Þetta er í fyrsta sinn sem mark- aðsverðmæti Landsbankans er hærra en Íslandsbanka í lok dags þótt sú staða hafi nokkrum sinn- um áður komið upp innan við- skiptadags. Landsbankinn er nú metinn á 121,5 milljarða króna, sem er 120 milljónum króna meira en mark- aðsverðmæti Íslandsbanka. Verðhækkun á Landsbankan- um hefur verið ævintýraleg á síð- ustu misserum og svo virðist sem ekki sé lát á þeirri þróun. Í af- komuspá greiningardeildar Ís- landsbanka, sem kom út á þriðju- dag, er bréfum í Landsbankanum spáð áframhaldandi hækkun um- fram hækkun annarra hlutabréfa. Líklegt er að þessi bjartsýna spá Íslandsbanka hafi að hluta til valdið því að Landsbankinn hækk- aði um 6,38 prósent á markaði í gær. Í upphafi árs var Landsbank- inn metinn á 43,5 milljarða króna en Íslandsbanki á 67,2 milljarða. Síðan þá hefur markaðsvirði Landsbankans hækkað um 179 prósent en Íslandsbanka um 81 prósent. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.