Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 7. október 2004
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Hverjar eru Sahara Hotnights?
Þessar fjórar sænsku stelpur hafa
verið að í þó nokkurn tíma. Þeg-
ar þær voru að byrja mátti líkja
rokktónlist þeirra við PJ Harvery. Í
dag eru þeir meira undir áhrifum
frá bandarískum rokksveitum frá
áttunda áratugnum. Fylgja
þannig vinsældum landa sinna í
The Hives vel eftir. Þær eru þó
undir jafn miklum áhrifum frá
Pretenders sem og The Ramo-
nes. Þær eru búnar að skapa sér
þó nokkuð fylgi í Evrópu og eru
að verða þekktar í Bandaríkjun-
um. Þöguli gítarleikarinn og
bassaleikarinn eru systur. Koma
líka á Airwaves.
| HLJÓMSVEITIR VIKUNNAR |
Allir fá gjöf
Sláðu til og komdu í hóp ánægðra áskrifenda DV. Allir þeir sem
gera 12 mánaða áskriftarsamning geta valið sér eina af
ofangreindum gjöfum. Takmarkað upplag er af hverri gjöf þannig
að það er ekki eftir neinu að bíða. Hringdu í síma 550 5000 og
tryggðu þér áskrift að spennandi blaði - og veldu þér eina gjöf.
Áskriftarsíminn er 550 5000
Hringdu núna!
- sem gerast áskrifendur að DV í 12 mánuði
- sem greiða með boðgreiðslum eða beingreiðslum
Hvað vilt þú fá?
1. DVD - spilari frá Radíóbæ
2. Tvær leikhúsferðir fyrir 2 í Borgarleikhúsið - sýning að eigin vali
3. Gisting í eina nótt fyrir tvo á Hótel Örk
-kominn tími til
Afmælistilboð!
25% afsláttur
af öllum peysum
30% afsláttur
af öllum
meðgöngufatnaði
Tilboðin gilda fimmtudag til
sunndags.
Wilco: A Ghost Is Born
„Vel heppnuð fimmta breiðskífa hjá sveit sem er
orðin það viðurkennd í bandarísku rokki að hún
hlýtur að fara að gefa af sér eftirhermur.“
BÖS
Ceres 4: C4
„Þótt Ceres virki grimmur er það dálítið blekkjandi því
flest lögin eru poppuð. Engu að síður ágætis plata.“
FB
Radio 4: The Stealing of a
Nation
„Nýjasta dansrokkundur New York veldur von-
brigðum. Platan rennur öll í eina önglalausa súpu.
Vissulega athyglisvert, en ekki nægilega mikið til
þess að verða eftirminnilegt.“
BÖS
BRIAN WILSON: SMILE
Bara vegna þess að það er einfaldlega ekki
annað hægt! Meistarastykki Brians Wilson
var 37 ár í framleiðslu.
PLATA VIKUNNAR
Bono semur
við aðdáendur
Bono, söngvari U2, hefur lofað að-
dáendum sínum að hljómsveitin
hætti umsvifalaust ef hún gerir
tvær lélegar plötur í röð. „Við
þurfum ekki að hafa áhyggur af
því í hvaða skóla við sendum
börnin okkar, af því að borga
sjúkrareikninginn eða húsnæðis-
lánið. Í staðinn lofum við ykkur
því að gera ekki lélega plötu,“
sagði Bono í nýlegu útvarpsvið-
tali. „Tvær lélegar plötur og við
erum hættir. Það er okkar samn-
ingur við aðdáendur. Það er ekki
inni í myndinni að lifa svona góðu
lífi eins og við lifum og vera hund-
lélegir á sama tíma. Það er ekki
ásættanlegt,“ bætti hann við.
Nýjasta plata U2, How to Dis-
mantle an Atomic Bomb, kemur
út þann 22. nóvember og er eftir-
væntingin mikil. Hefur hún að
geyma ellefu glæný lög. „Í fyrsta
sinn höfum við gert plötu sem við
erum hæstánægðir með. Við
þurftum góða ástæðu til að yfir-
gefa heimili okkar og ég held að
við höfum fundið ellefu slíkar.“ ■
U2 Bono og The Edge á tónleikum fyrr á árinu. Þeir félagar eru
hæstánægðir með nýju plötuna sína.
Hverjir eru Interpol?
Hljómsveit frá New York sem
kom indie-rokki aftur á kortið. Ef
þeir spila rétt úr málum sínum
gætu þeir orðið ein af stærri
rokksveitum fyrsta áratugarins.
Urðu stórstjörnur eftir útgáfu
frumraunar þeirra, Turn on the
Bright Lights, og eru í miklu upp-
áhaldi hjá risasveitum á borð við
The Cure og Red Hot Chili Pepp-
ers sem báðar hafa fengið þá til
að hita upp fyrir sig á síðasta ári.