Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 22
Íslenska óperan frumsýnir á morg- un óperuhrollvekjuna Sweeney Todd. Nýráðinn leikhússtjóri á Ak- ureyri, Magnús Geir Þórðarson, er leikstjóri sýningarinnar og hefur því í mörg horn að líta þessa dagana – en hann hafði þegar gert samning um uppsetningu Todds þegar hann var ráðinn norður. Magnús Geir er rétt um þrítugt en hefur viðamikla reynslu sem leikstjóri; hefur reyndar starfað við þá iðju frá því á unglingsárum. Í reynslusafni hans eru meira að segja tvær óperusýningar, Dido og Eneas og Poppea hjá Sumaróper- unni í Borgarleikhúsinu. Núna starfar hann í fyrsta sinn hjá Ís- lensku óperunni. Sweeney Todd er hins vegar engin venjuleg ópera og segir Magnús að reyndar hafi lengi verið deilt um það hvort hér sé á ferðinni ópera eða söngleikur. „Ég held að þetta geti í rauninni verið hvorugt og hvort tveggja,“ segir Magnús. „Þetta er stór og mikil melódramatísk saga og við höldum þeirri áherslu í uppsetning- unni – sem er í stórum stíl, þar sem tilfinningarnar eru stórar. Við höfum lagt okkur fram um að skapa mjög afgerandi andrúmsloft og heim þar sem fantasían er alls ráð- andi og stendur á eigin forsendum en á sér í rauninni ekki neina fasta stoð í raunveruleikanum. Það má eiginlega segja að tónlistin í sýning- unni sé að mörgu leyti svipuð kvik- myndatónlist. Sumar senur eru sungnar, aðrar leiknar. Þar er tón- list undirliggjandi og stækkar spennuna og dramatíkina. Þegar Sondheim skrifaði verkið sagðist hann vera undir miklum áhrifum frá hrollvekjum og tónlistin er ekk- ert ósvipuð áhrifstónlistinni í kvik- myndum Hitchcocks. Þetta er klárlega mjög óvenju- legt verkefnaval hjá Íslensku óper- unni. „Þetta er ögrandi verk og ólíkt því sem óperan hefur verið að gera hingað til. Síðan er það ögrandi að láta söngvara leika meira en venjan er og í sýningunni eru heilmiklar og flóknar brellur. Það hefur verið mjög gaman að búa til þennan heim. Það er góður hópur sem vinnur með mér, Snorri Freyr með leikmynd, Filippía Elís- dóttir með búninga, Þórður Orri með lýsingu og Lára Stefáns með dansa, og það hefur verið gaman að búa til þessa fantasíuveröld þar sem myrkrið er allsráðandi og Lundúna- þokan er kolsvört og myrk. Innan hennar eru þessar litríku persónur þar sem blóðheitar tilfinningar bera þær ofurliði.“ Magnús Geir segir óperuupp- setningu ólíka því að setja upp hefð- bundna leiksýningu. „Í fyrsta lagi eru það söngvarar sem eru að leika, auk þess að syngja. Í öðru lagi er nálgunin önnur. Vinnan er hraðari, þannig að það er ekki dvalið jafn mikið við ýmis atriði. Það er gengið hreinna til verks og ekki hægt að prófa sig áfram. Það er búið að skipuleggja og setja sýninguna upp áður en byrjað er að æfa. Síðan er gengið í að setja hana upp á þeim forsendum.“ Hvað tekur svo við á laugardag- inn, eftir frumsýninguna? „Þá er það bara „halló Akureyri“. Ég fer beint norður til þess að taka púlsinn. Ég hef verið í miklu sam- bandi þangað allan þennan tíma. Við vorum að byrja að æfa einþáttung- ana Ausuna eftir Lee Hall og Stól- ana eftir Eunesco og um leið og ég kem norður byrja ég að undirbúa næsta verkefni, sem er söngleikur- inn Oliver. Fyrsta verkefnið verður að leita að krökkum til þess að leika á móti atvinnuleikurunum.“ ■ 22 7. október 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… … sýningu Þórunnar Hjartar- dóttur, Innsetningu, í Gryfjunni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Hún sýnir abstrakt olíumálverk, ljósmyndir af þremur vitum á Reykjanesi og tilheyrandi hljóð- mynd. Sýningunni lýkur á sunnu- daginn … Rómeó og Júlíu í Borgarleik- húsinu. Að- eins örfáar aukasýningar í október. … Spænsku menningarhátíð- inni í Salnum í Kópavogi. Fla- menco og funi í kvöld og annað kvöld. Aukatónleikar á laugardag. Sýningu Jóhanns G. Jóhannssonar, Tindum & Pýramídum, í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, lýkur á sunnu- daginn. Jóhann sýnir níu verk sem öll nema eitt byggja á þríhyrnings- forminu, formi sköpunarinnar. Myndefnið teng- ist jafnframt tón- list Jóhanns og á meðan á sýning- unni stendur er sýnt myndverk á plasmaskjá (tek- ið í Kverkfjöllum í Vatnajökli) sem gert var af Valdimar Leifssyni kvikmyndagerð- armanni við raftónverk Jóhanns, 3 Pýramídar, sem hann gaf út í tilefni síðustu aldamóta. Tónverkið byggir einmitt á þríhyrningsforminu eins og mynd- verkin. Sýningin er afrakstur árs- ins 2004 sem Jóhann ákvað að helga listsköpun í tilefni 40 ára tónlistarferils síns en á sýning- unni samtengir hann á táknræn- an hátt listgrein- arnar, tónlist og myndlist, sem hann hefur unnið að jöfnum höndum frá 1971. Sýningin er opin daglega frá kl. 13-18 og aðgangur er ókeypis. Kl. 19.30 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Flutt verða verk eftir Benjamin Britten, Gustav Mahler og Dímitríj Sjostakovisj. Einsöngvari er Ólafur Kjartan Sigurðarson og hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba. menning@frettabladid.is Pýramídarnir í Ráðhúsinu Litríkar persónur í koldimmri þoku ! Sweeney Todd Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Grimmdarleg saga, litríkar persónur og leiftrandi húmor! Frumsýning 8. október 2004 Miðasala: www.opera.is og í síma: 511 4200 MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON „Þetta er stór og mikil melódramatísk saga og við höldum þeirri áherslu í uppsetningunni – sem er í stórum stíl, þar sem tilfinningarnar eru stórar.“ Stílhreint og fágað, en... Í ágætu greinarkorni í leikskrá sýningar- innar eftir Martin Regal kemur fram að gagnrýni á verkið er það var frumsýnt 1978 hafi skiptst í tvö horn. Sumum fannst það algjör snilld meðan aðrir töldu það merki um að tími Pinters sem leikskálds væri liðinn. Það er hægt að vera sammála báð- um sjónarmiðum. Verkið býr yfir ein- hverjum seiðandi sjarma með sínum meitluðu samtölum sem snerta aðeins yfirborð þess sem rætt er um en tilfinn- ingarnar mara í djúpi þagnarinnar til- búnar að brjótast fram. En á hinn bóg- inn er verið að fjalla um framhjáhalds- sögu enskra milliyfirstéttarhjóna. Þetta mun vera fyrsta leikstjórnar- verkefni Eddu Heiðrúnar Backman og ekki í lítið ráðist. Hún velur þá leið að vera staðsetningu verksins trú og raun- ar undirstrika að það gerist í enskum veruleika, t.d. með framburði á þeim ensku orðum sem fram koma í þýðing- unni, og eins virtist mér að búningar Filippíu ættu að undirstrika þennan veruleika. Leikstíllinn er síðan hófstilltur og örlítið fjarrænn og textinn hafður í algjörum forgrunni. Tilfinngar brjótast lítið upp á yfirborðið og má með því segja að Edda sé textanum trú. Hún hefur afar næmt eyra fyrir blæbrigðum texta og á auðvelt með að laða leikara sína inn á þær brautir sem hún vill fara. Leikararnir standa sig vel, innan þess ramma sem þeim er settur. Textaflutn- ingurinn var vélrænn og eintóna og hugsanir virtust ekki liggja að baki text- anum. Kannski átti þetta að vera stíl- bragð og sýna hversu persónurnar væru tengslalausar við tilfinningar sínar. Hvur veit? Kannski frumsýningarskjálfti, en afleiðingin var sú að sýningin var stílhrein og heilsteypt í einfaldleika sín- um, þó ekki hafi hún snortið undirritað- an svo orð sé á gerandi. Síðari hlutinn var síðan mun heilsteyptari og fyrsta at- riðið eftir hlé þar sem eiginmaðurinn, leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni, kemst að framhjáhaldi eiginkonunnar var tví- mælalaust sterkasta atriði sýningarinn- ar og fór Ingvar þar á kostum. Jóhanna Vigdís fer með hlutverk eiginkonunnar og einhvern veginn fannst mér það lakast frá hendi höfund- ar og hún fá minnstu úr að moða. Ég fékk þá tilfinningu í upphafi sýningarinn- ar að Jóhönnu liði ekkert sérstaklega vel í líkama þessarar konu en er á leið virt- ist ríkja meiri sátt með þeim og Jóhanna kom sérstaklega vel til skila kaldlyndi og kæruleysislegri grimmd eiginkonunnar. Felix Bergsson er síðan í hlutverki besta vinar eiginmannsins. Hann hefur hald- ið/heldur við eiginkonuna. Felix var í upphafi einna best stemmdur af leikur- unum og skapaði trúverðugan karakter sem tilfinningasljótt karldýr sem sefur hjá eiginkonu besta vinar síns að því er best verður séð af því að hann getur það eins og Clinton um árið. Skúli Gautason lék síðan lítið hlutverk ítalsks þjóns og gerði það að kómískri fígúru og var afar nærri því að vera stílbrot í sýningunni þó prýðilega væri það gert í sjálfu sér. Tónlist Gunnars Hrafnssonar og flutningur hennar á sviðinu var áhrifa- vekjandi, féll vel að verkinu og studdi það og var raunar einn af burðarásum verksins Jón Axel Björnsson sýnir hér sína fyrstu leikmynd og ekki verður annað sagt en honum takist vel upp. Eins og áður segir virðast mér búningar Filippíu eiga að undirstrika að persónurnar eru enskar yfirstéttartýpur en mér fannst þeir frekar gamaldags og viðamiklir og ekki styðja við persónusköpun leikar- anna. Lýsing Benedikts var dálítið spes ofan og hliðarlýsing mikið notuð og skóp það oft skemmtilegan blæ en stundum var fókusinn á leikarana dálít- ið ójafn án þess að það þjónaði sér- stökum tilgangi og vann raunar stund- um gegn þeim. ■ INGVAR SIGURÐSSON OG FELIX BERGSSON Textaflutningurinn var vélrænn og ein- tóna og hugsanir virtust ekki liggja að baki textanum. LEIKLIST ARNÓR BENÓNÝSSON Svik eftir Harold Pinter Samstarfsverkefni Sagnar ehf., Leik- félags Akureyrar, Leikhópsins Á sen- unni og Leikfélags Reykjavíkur. Þýðing: Gunnar Þorsteinsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Felix Bergsson og Skúli Gautason Leikmynd: Jón Axel Björnsson Búningar: Filippía Ingibjörg Elísdóttir Tónlist: Gunn- ar Hrafnsson Lýsing: Benedikt Axelsson Leikstjórn: Edda Heiðrún Backman Leikstjórinn Magnús Geir Þórðarson segir það hafa verið ögrandi og skemmtilegt að setja upp hina óvenjulegu óperu Sweeney Todd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.