Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 7. október 2004
Um flessar mundir fjölgar e-korthöfum grí›arlega
enda afslættir og endurgrei›sla sem fylgja
grei›slukortinu sífellt a› aukast.Tilbo›in í október
eru me›al annars:
Far›u inn á ekort.is til a› fá nánari uppl‡singar um tilbo›in.
til e-korthafa
Októbertilbo›
Debenhams
Naglaásetning í Nagla-
stúdíóinu „Professional“.
Gelneglur 4.000 kr.
M/french 4.400 kr.
Útilíf
20% afsláttur af
Meindl gönguskóm.
Snyrtistofan Hrund
15% afsláttur vi› kassa.
Avis
Mána›arleiga á bíl 27.000 kr.
Sjónvarpsmi›stö›in
21” sjónvarp á 17.990 kr.
Kaffi Sólon og
Cafe Victor
20% endurgrei›sla af öllum
vi›skiptum.
Hagkaup
10% af öllum snyrtivörum
ESSO
Stafræn myndavél á 11.900 kr.
2000 kr. afsláttur af 10 tíma korti.
Lindarsól og
Fjar›arsól
Allt stefnir í Íslandsmet í
hagnaði í ár. KB banki og
Landsbankinn stefna í sextán
til nítján milljarða hagnað.
Hagnaður skráðra fjármálafyrir-
tækja stefnir í að verða á sjöunda
tug milljarða á þessu ári, sam-
kvæmt afkomuspá Greiningar Ís-
landsbanka.
Mestur verður hagnaðurinn
hjá Landsbankanum eða tæpir
sautján milljarðar. Ef spá um
hagnað KB banka er lögð saman
við hagnað samkvæmt rekstrar-
áætlun danska bankans FIH verð-
ur hagnaðurinn hærri eða á nítj-
ánda milljarð króna.
Greining Íslandsbanka spáir
ekki um hagnað Íslandsbanka.
Hagnaður bankans var 10,6 millj-
arðar króna fyrir skatta fyrstu
átta mánuði ársins. Ekki er óvar-
legt að gera ráð fyrir um tólf
milljarða hagnaði af rekstri bank-
ans
Að þessu gefnu má búast við að
hagnaður skráðra fjármálafyrir-
tækja verði rúmir 65 milljarðar
króna á þessu ári.
Miklar hækkanir hafa verið á
hlutabréfum fjármálafyrirtækj-
anna og einkennist hagnaður
þeirra af gengishagnaði vegna
gagnkvæmra eignatengsla á tíma-
bilinu. Þannig birtist innleystur
gengishagnaður Íslandsbanka af
eign í Straumi í uppgjöri bankans.
Gengishagnaður eigna Burðaráss,
bæði innleystur og óinnleystur,
skilar 13,5 milljarða hagnaði í ár.
Sá hagnaður og bjartsýni um
framhaldið endurspeglast í gengi
Burðaráss, sem aftur kemur fram
í afkomutölum Landsbankans.
Greining Íslandsbanka segir
væntingar á markaðnum um
breytingar á landslagi fjármála-
markaðar. Það endurspeglist í
markaðsverðmæti fjármálafyrir-
tækjanna. Auk þessa eru miklar
væntingar til útrásar fyrirtækj-
anna.
Greining Íslandsbanka gerir
ráð fyrir áframhaldandi bjartsýni
á markaðnum um sinn. Það sem
helst gæti ógnað núverandi bjart-
sýni að mati Íslandsbanka eru að
umbreytingar á fjármálamarkaði
láti á sér standa. Þá gætu slæm
tíðindi af útrásarverkefnum haft
neikvæð áhrif á markaðinn.
Greiningardeildin telur ólíklegt í
bjartsýninni sem ríkir að slök
uppgjör vegna núverandi rekst-
urs fyrirtækja breyti viðhorfum
fjárfesta.
haflidi@frettabladid.is
Hugbúnaðarfyrirtækið Maritech,
dótturfélag TölvuMynda hf., hef-
ur keypt Integra Sistemas, hug-
búnaðarfyrirtæki sem sérhæfir
sig í gerð bókhalds- og fram-
leiðsluhugbúnaðar fyrir sjávarút-
vegsfyrirtæki í Chile. „Þarna
starfa sjö manns, en fyrirtækið er
með mörg af stærstu sjávarút-
vegsfyrirtækjum Chile í viðskipt-
um,“ segir Halldór Lúðvígsson,
forstjóri Maritech.
Halldór segir kaupin gerð með
það fyrir augum að styrkja við-
skiptamannahópinn í Chile. Fyrir-
tækið hefur komið sér fyrir á
mörkuðum í löndum þar sem
sjávarútvegur er sterkur, svo sem
í Noregi og Kanada. Hann segir
uppbyggingu í Suður-Ameríku
rökrétt framhald af útrás fyrir-
tækisins. ■
Maritech
kaupir í
Chile
HALLDÓR LÚÐVÍGSSON Forstjóri Maritech segir uppbyggingu í Suður-Ameríku rökrétt
framhald af útrás og vexti fyrirtækisins.
MIKIÐ Í KASSANN Mikið kemur í kassann hjá Björgólfi Guðmundssyni, formanns
bankaráðs Landsbankans, og Sólon Sigurðssyni, bankastjóra KB banka. Gert er ráð fyrir
að samanlagður hagnaður starfsemi KB banka og Landsbankans verði um 35 milljarðar.
Hagnaður hátt í
70 milljarðar
ÁÆTLAÐUR ÁRSHAGNAÐUR
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA 2004
Íslandsbanki* 12.000
FIH** 7.300
KB banki 10.934
Landsbanki Íslands 16.901
Straumur 7.183
Burðarás 13.475
Samtals 67.793
* ágiskun
** eigin rekstraráætlun
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Auka hlut í ExcelSækja fé til
útrásar
Landsbankinn hefur lokið við
sölu á skuldabréfum upp á um
níu milljarða króna. Þessir
fjármunir koma til með að
styrkja eigið fé Landsbankans
og aðstoða bankann í fjármögn-
unaruppbyggingu að því er
fram kemur í frétt frá Lands-
bankanum.
Skuldabréfaútboðið var unn-
ið í samstarfi við alþjóðlega
fjármálafyrirtækið HSBC og
voru bréfin seld í gegnum net-
einkabanka í Sviss, Niðurlönd-
um og Frakklandi.
Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri segir að útboðið
staðfesti sterka stöðu Lands-
bankans hjá erlendum fjárfest-
um. Hann segir bankann nú bet-
ur í stakk búinn til að ráðast í
fjárfestingar á erlendri grund. ■
Fulltrúar Air Atlanta eiga nú í við-
ræðum um kaup á 39 prósenta
hlut í flugfélaginu Excel Airways.
Fyrir á Atlanta fjörutíu prósent í
félaginu. Þann hlut keypti Atlanta
í byrjun árs á tæplega fjóra millj-
arða króna. Hópur stjórnenda fé-
lagsins á um fimmtung.
Við þau tíðindi að eigendur Air
Atlanta hyggðust gera tilboð um
kaupin hrundi hlutabréfaverð í
Excel um nærri helming en hækk-
uðu svo lítillega aftur fyrir lokun
markaða. Félagið er nú metið á um
tólf milljarða króna og má því gera
ráð fyrir að fjárfesting Atlanta nú
nemi um fimm milljörðum.
Magnús Þorsteinsson á 75 pró-
sent í Air Atlanta á móti Arngrími
Jóhannssyni, stofnanda félagsins. ■
ATLANTA EYKUR HLUT SINN Air Atlanta stendur
nú í viðræðum um kaup á um fjörutíu prósenta hlut
í Excel Airways. Fyrir á Atlanta um fjörtíu prósent.