Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis
penni
Verð 99 kr/stk
BIC M10
penni
Verð 43 kr/stk
SKOÐIÐ HEIMASÍÐU MÚLALUNDAR. ÞAR ER MEÐAL ANNARS AÐ FINNA TILBOÐ Á ÓDÝRUM GEISLADISKUM
STABILO BOSS
Verð 95 kr/stk
Teygjumöppur
af öllum gerðumGeisladiskar 800 MB
10 stk. Hver diskur í
þunnu hulstri.
Verð 995 kr/pakkningin
Geisladiskar 100 stk
Verð 4.930 kr/pakkningin
Geisladiskar 50 stk
Verð 2.963 kr
pakkningin
PILOT SUPER GRIP
VERÐ 95 KR
bréfabindi
SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Sælir eru
einfaldir
Það er skrítið þetta líf. Alla tíðhef ég verið mjög fróðleiksfús
maður. Ég hef alltaf reynt að kynna
mér hluti mjög vel og er mjög fróð-
ur um einkennilegustu mál. Ég veit
eitthvað smá um næstum því allt.
En eftir því sem ég eldist er að
renna upp fyrir mér skringilegt
ljós: Vitneskja er ekki góð! Eftir því
sem ég veit meira því verr virðist
mér líða.
ÞEGAR Adam og Eva átu af skiln-
ingstrénu var þeim umsvifalaust
sparkað út úr Eden. Eins er með
mig. Ég veit orðið meira en mér er
hollt. Ég hef meðfædda þekkingu á
mun góðs og ills en er um leið mjög
illa fær um lifa í samræmi við hana
og á það oft til að gera frekar það
sem rangt er en hitt. Það er nefni-
lega ekkert gott að vita hluti. Öll
vitneskja kemur manni fyrr eða síð-
ar í eitthvert klandur. Þetta er ekki
kenning heldur er þessi fullyrðing
byggð á biturri reynslu minni. Ég
vildi að ég gæti þagað meira.
EFTIR því sem ég fylgist meira
með því sem er að gerast í heimin-
um því daprari verð ég. Ef ég horfi
á einn einasta fréttatíma verð ég
þunglyndur. Ég fæ það á tilfinning-
una að allir í heiminum séu geðveik-
ir. En ég get ekkert gert. Ég stjórna
því ekkert hvað einhverjir menn útí
heimi gera. Ég á fullt í fangi með að
hafa stjórn á sjálfum mér og meira
að segja það gengur ekki alltaf al-
veg nógu vel.
EINS er með peninga. Því meira
sem ég á af þeim því mikilvægari
verða þeir fyrir mig og eftir því
sem peningar verða mikilvægari í
lífi mínu, þess meira vantar mig af
þeim og þess þunglyndari verð ég.
Best er að eiga aldrei krónu. (Þar
hef ég reyndar verið blessunarlega
heppinn í lífinu).
ÉG mun í framtíðinni stefna að al-
gjörri fávisku. Ég ætla að forðast að
kynna mér nokkurn skapaðan hlut.
Ég ætla að forðast alla vitneskju
héðan í frá. Ég ætla ekki að fylgjast
með því sem er að gerast í heimin-
um eða hafa skoðun á því. Ég ætla í
staðinn að reyna að vera sífellt
meira og meira glaður. Ég stefni að
því að brosa meira. Málið er nefni-
lega ekki að vita mikið heldur er
galdurinn að sætta sig við að vita
lítið og hætta öllum rembingi. Þegar
ég verð búinn að sætta mig við það
þá verð ég loksins fullkomlega ham-
ingjusamur. ■
JÓNS GNARR
BAKÞANKAR