Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 2
2 7. október 2004 FIMMTUDAGUR KENNARAVERKFALL Grafalvarleg staða er komin upp í kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands: „Deilan er í hnút og ég er langt frá því að vera bjart- sýnn.“ Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna, segir olnbogarými nefndanna til samninga lítið. Kennarar setji fram ófrávíkjanlegar kröfur sem ekki nái fram að ganga nema launa- nefndin gangi að þeim: „Umræðan gengur því út á hvað þeir vilja fá. Forysta kennara er ekki til umræðu um annað.“ Eiríkur segir að allt bendi til þess að síðasti kjarasamningur hafi ekki skilað umsömdu fé til skól- anna. Kennarasambandið hafi ítrek- að kallað eftir efndum samningsins, meðal annars með málaferlum. Birgir Björn segir að staðið hafi verið við kjarasamninginn að fullu leyti. Miklar breytingar hafi verið gerðar á skólastarfi grunnskól- anna. Sveitarfélögin hafi ekki tap- að dómsmálum nema í undantekn- ingartilvikum. „Ég tel að fólk hafi sætt sig illa við breytingarnar og því miður stóð Kennarasambandið ekki með kjarasamningnum í þeim málum.“ ■ KENNARAVERKFALL Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasam- band Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árang- urs, segir Hannes Þorsteinsson, skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samn- ingahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfé- laganna til að fá grunnskólakenn- ara aftur á launaskrá engan. „Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar,“ segir Hannes: „Sveitar- félögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamn- ingar eru almennt ekki afturvirk- ir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hag- ur að draga lappirnar og láta ekk- ert gerast,“ segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefnd- ina í góðu sambandi við sveita- stjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. „Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna,“ segir Vil- hjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðs- ins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostn- aður sveitarfélaganna vegna kenn- ara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verk- fallið dregst á langinn. gag@frettabladid.is Hvammstangi: Brak úr trillu í veiðarfæri LÖGREGLA Gúmmíbjörgunarbátur, rekkverk og fleira komu upp í híf- ingu í Hörpu HU klukkan rúmlega fimm í gærdag. Skipstjóri Hörpu HU frá Hvammstanga taldi hlut- ina vera úr trillunni Jóhannesi HU-28 sem fórst með tveimur mönnum á Húnaflóa í nóvember árið 1990. Hæglætisveður en undiralda var daginn sem trillan sökk fyrir fjórtán árum. Strax eftir að neyð- arkall barst um að trillan væri að sökkva hélt fjöldi báta til leitar á svæðinu. Þá komu þyrla, varðskip- ið Týr og fokker Landhelgisgæsl- unnar að leitinni auk um fimmtíu björgunarsveitarmanna. ■ Nei, ef guð lofar ætla ég að vera í fæðingarorlofi í Reykjavík. Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri hjá Pennanum, sagði í Fréttablaðinu í gær, ótrúlegt að forsætisráherra hefði séð ástæðu til að nefna jarðgöng til Siglu- fjarðar í stefnuræðu sinni. Göngin snerti álíka marga og hraðahindrun á Gullteignum. SPURNING DAGSINS Bryndís, ætlarðu á Síldarævintýrið á Siglufirði næsta sumar? SLÖSUÐ EFTIR BARDAGA Palestínumenn hafa sagt að brotthvarf frá Gaza sé aðeins liður í að styrkja veru Ísra- ela á Vesturbakkanum. Ráðgjafi Sharons: Vill ekki viðræður ÍSRAEL, AP Markmið áætlunar Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um brotthvarf frá Gaza er að koma í veg fyrir að til verði sjálfstætt Palestínuríki. Þetta sagði Dov Weisglass, helsti ráð- gjafi Sharons í samskiptum við Bandaríkjastjórn, í viðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz. Blaðið hefur eftir Weisglass að með brotthvarfi frá Gaza vilji Ísraelsstjórn forðast viðræður við Palestínumenn sem leitt geti til stofnunar sjálfstæðs Palestínurík- is. Hugmyndin er sú, segir hann, að grafa undan samstöðu Palest- ínumanna. Palestínumenn hafa lengi verið efins um ágæti áætl- unarinnar um brotthvarf frá Gaza. ■ FALSARAR HANDTEKNIR Búlg- arska lögreglan handtók þrjá ein- staklinga og lagði hald á falsaða evruseðla að verðmæti 25 millj- óna króna þegar þeir réðust gegn peningafölsunarhóp í Sofiu, höf- uðborg landsins. Búlgarska lög- reglan hefur haft nóg að gera í baráttu við falsara. BORGARMÁL Búið var að vara borgaryfirvöld við því að með því að synja Egilshöll um vín- veitingarleyfi væri verið að brjóta gegn stjórnsýslulögum. Málið var þverpólitískt í borgar- stjórn og klofnaði R-listinn með- al annars í afstöðu sinni. Sjö voru á móti því að veita leyfið og sex með. Í fyrradag úrskurðaði úr- skurðarnefnd um áfengismál að með því að synja Sportbitanum, sem sér um veitingasölu í Egils- höll í Grafarvogi, um leyfi til að veita bjór og léttvín hefðu borg- aryfirvöld brotið gegn jafnræð- isreglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Alfreð Þorsteinsson, formað- ur borgarráðs, var einn af þeim sem vildi veita Egilshöllinni vín- veitingaleyfið. „Ég varaði mjög við því að leyfinu yrði synjað og lagði meðal annars fram bókun um það á borgarstjórnarfundi,“ seg- ir Alfreð. „Nú hefur úrskurðar- nefndin komist að þeirri niður- stöðu borgin braut gegn jafn- ræðisreglu og meðalhófsreglu og það er náttúrlega slæmt.“ Alfreð segir að þeir borgar- fulltrúar sem hafi synjað leyf- inu hafi vafalaust gert það í góðri trú. „Þeir töldu sig vera að verja æsku þessa lands,“ segir Alfreð. „Mönnum mátti samt alveg vera það ljóst frá upphafi að vegna ákvæða í stjórnsýslulögum um jafnræði var borginni ekki stætt á að hafna umsókninni og að það stæðist ekki góða stjórnsýslu- hætti.“ ■ ■ EVRÓPA ALFREÐ ÞORSTEINSSON Formaður borgarráðs segir að þeir borgar- fulltrúar sem hafi synjað leyfinu hafi vafa- laust gert það í góðri trú. Formaður borgarráðs varaði við því að Egilshöll yrði synjað um vínveitingaleyfi: Ljóst frá upphafi að synjun stóðst ekki lög KENNARAR Á ÞINGPÖLLUM ALÞINGIS Hannes segir að mörgum kennurum finnist óþægilegt að vera í verkfalli. „Þá er ég ekki bara að tala um peningaáhrifin, sem fólk getur verið nokkur ár að vinna sig út úr, heldur einnig það að finna andúð í fjölmiðlum og samfélaginu. Það er alltaf viss hópur kennara sem segir að verði verkfall hætti þeir að kenna.“ HANNES ÞOR- STEINSSON Segir sveitarfélögin hagnast hvern ein- asta mánuð sem þau geti dregið að semja. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Segir ekki einn ein- asta sveitarstjórnar- mann ræða um hve hagkvæmt verkfall kennara sé. Kjaradeila kennara og sveitarfélaga í hnút: Eiríkur ekki bjartsýnn á að verkfall leysist EIRÍKUR JÓNSSON Eiríkur segir engan árangur hafa verið af kjaraviðræðum samninganefndanna frá því á sunnudag. „Ég veit að kennarar eru ekki tilbúnir að fara inn í skólana á þeim kjör- um sem þeim er boðið. Það er langur veg- ur þar í frá,“ segir Eiríkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ekki hægt að fresta verkfalli kennara Lagaumhverfi kjaraviðræðna kennara og sveitarfélaganna er þeim síð- arnefndu í hag. Sveitarfélögin hagnast á þv´að draga samningagerð sem lengst. Kennarar hafa reynt að breyta lögunum en án árangurs. Flug til Eyja: Töf vegna vindhviðna SAMGÖNGUR Tafir urðu á flugi til Vestmannaeyja í gærmorgun vegna hvassviðris í Eyjum. Flugi klukkan hálfátta var frestað, en þær upplýsingar fengust hjá flugmálastjórn í Eyjum að þar hefði verið mis- vindasamt og vindhraði farið upp í 40 hnúta í hviðum, en það eru 20,5 metrar á sekúndu. Allir komust þó til Eyja með flugi í gær sem vildu, þrátt fyrir töfina, samkvæmt upplýsingum Flugfélags Íslands. Ein vél fór í hádeginu í gær og svo önnur klukkan átta í gærkvöldi. ■ Ný skýrsla um Írak: Engin vopn að finna BANDARÍKIN, AP Írakar áttu engin gereyðingarvopn áður en Banda- ríkin réðust inn í landið í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vopnaeftirlitsveitar Bandaríkja- manna í Írak. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að Saddam Hussein hafi ætlað að hefja framleiðslu á gereyðingar- vopnum um leið og hann gæti. Charles Duelfer, yfirmaður vopnaeftirlits Bandaríkjamanna, bar vitni hjá öldungardeildar bandaríska þingsins í gær. Hann sagðist ekki búast við því úr þessu að nein gereyðingarvopn myndu finnast. ■ TEKINN MEÐ KÓKAÍN Maður á tvítugsaldri var handtekinn á Þórshöfn á Langanesi með 1,5 grömm af ætluðu kókaíni á öðr- um tímanum í fyrrinótt. Maður- inn játaði eign efnisins og telst málið upplýst. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.