Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 20
Ábyrgð á virkjun
Hvert er erindi Vinstri grænna í borgar-
stjórn Reykjavíkur? Þannig var í gær spurt
í ritstjórnargrein vefritsins Pólitík.is, sem
ungliðahreyfing Samfylkingarinnar sten-
dur að. Tilefnið er fyrirhuguð þátttaka
Orkuveitu Reykjavíkur í virkjun Skjálf-
andafljóts í Þingeyjarsýslu. Ungir jafnaðar-
menn segja „mikilvægt að staðinn verði
dyggur vörður um þau lítt snortnu víðerni
sem eftir séu á hálendi Íslands“. Telja þeir
að ekki eigi að virkja Skjálfandafljót að
sinni. Og hvernig tengjast Vinstri grænir
málinu? Jú, segja Ungir jafnaðarmenn,
sem valdaflokkur í Reykjavík og bakhjarl
Orkuveitunnar eru þeir að taka með bein-
um hætti þátt í „óheftri virkjanapólitík
framsóknarmanna“. Síðan er spurt: „Ef
Vinstri grænir samþykktu slíkt – hvert
væri þá eiginlega erindi þeirra í borgar-
stjórn Reykjavíkur?“ Lesendur kunna að
velta því fyrir sér hvers vegna Vinstri
grænir eru gerðir að blóraböggli í málinu.
Væri ekki nær fyrir hina ungu jafnaðar-
menn að spyrja um afstöðu móðurskips-
ins, Samfylkingarinnar, í málinu?
Engeyjarætt
Engeyjarættin er enn fyrirferðarmikil í
stjórnmálum og viðskiptalífi. Þó að ekki
sé víst að mikill samgangur sé milli ætt-
mennanna dags daglega stendur fjöl-
skyldan saman sem klettur þegar hún tel-
ur að sér vegið eða þegar safna þarf liði
til stórvirkja. Þegar Halldór Blöndal al-
þingisforseti varð fyrir aðkasti vegna ræðu
sinnar við þingsetninguna var Björn
Bjarnason ráðherra fljótur að koma
frænda sínum til varnar á heimasíðu
sinni. Annar náfrændi, tímaritaútgefand-
inn Benedikt Jóhannesson, fylgir fast á
eftir á orði á vefsvæði fyrirtækisins,
Heimur.is. Segir þar: „Alþingi er sómi að
því að hafa forseta eins og Halldór Blön-
dal sem ver heiður þess fyrir ásælni for-
seta lýðveldisins. En það er dapurlegt að
nokkrir þingmenn hafi undirbúið það að
ganga út úr salnum meðan á ræðu hans
stóð, en það var augljóst að myndatöku-
mönnum hafði verið sagt að
búa sig undir brottför for-
manns Samfylkingarinnar.
Þó að mörgum þing-
mönnum sé brýn þörf á að
hreyfa sig meira, þá er það
einstök vanvirða við þjóðina
að gera það meðan á ræðu
forseta þingsins stendur“:
Sex af þeim tíu löndum, sem búa
að mestu olíulindum heims, eru
einræðislönd: Sádi-Arabía, Íran,
Írak, Sameinuðu furstadæmin,
Kúveit og Líbía. Þau er öll í
Austurlöndum nær, og þau ein
eiga tvo þriðju hluta af allri olíu
heimsins. Sádi-Arabía er
harðsvíraðasta einræðisríki í
heimi skv. nýlegum lýðræðis-
mælingum stjórnmálafræðinga.
Öll lönd Araba í Austurlöndum
nær eru reyndar einræðisríki,
einnig þau, sem eiga engar olíu-
lindir.
Hvers vegna er lítið sem ekk-
ert lýðræði í þessum löndum?
Svarið blasir við: þeir, sem hafa
ráðin í hendi sér þarna austur
frá, mega ekki til þess hugsa að
missa tökin á olíulindunum.
Olíugnægðin kallar á einræði
eða fáræði, og olíuleysingjarnir
í eyðimörkinni virðast hafa
smitazt af nágrönnum sínum.
Það er vont að eiga vonda
granna. Hin löndin fjögur á list-
anum yfir tíu helztu olíulöndin
eru Venesúela, Rússland, Níger-
ía og Bandaríkin (Noregur er í
17. sæti). Þrjú fyrst nefndu lönd-
in eru draghölt lýðræðisríki með
langa einræðissögu að baki.
Venesúela var einræðisland
fram undir 1960 og er enn í
kröggum eins og jafnan
endranær, einkum vegna átaka
stríðandi fylkinga um olíulind-
irnar. Flokkarnir tveir, sem
skiptu með sér völdum í landinu
um áratugabil, fóru svo illa með
olíuauðinn, að fólkið í landinu –
eða réttar sagt meiri hlutinn,
sem lifir undir fátæktarmörk-
um – reis upp 1998 og gerði her-
foringjann Hugo Chávez að for-
seta landsins; bezti vinur hans
er Fídel Kastró á Kúbu. Landið
logar í úlfúð, þar eð gömlu
flokkarnir tveir neyta allra
bragða til að bola Chávez frá
völdum.
Í Rússlandi á Pútín forseti í
gegndarlausum útistöðum við
eigendur olíufyrirtækja og býst
til að endursölsa þau undir ríkið
til að girða fyrir afskipti eigend-
anna af stjórnmálum, en þeir
voru einkavinir Jeltsíns, for-
vera Pútíns, og komust þannig
yfir olíulindirnar og hafa að
undanförnu snúizt á sveif með
andstæðingum Pútíns, og það er
ekki leyfilegt, nema hvað.
Nígería er kapítuli út af fyrir
sig. Flest árin síðan 1960, þegar
Nígería fékk sjálfstæði, hafa
einræðisstjórnir hersins stýrt
landinu með illum afleiðingum,
en nú er lýðræðisstjórn í landinu
í þriðja sinn og hefur setið að
völdum síðan 1999. Fyrri lýð-
ræðisskeiðin tvö stóðu stutt,
bara nokkur ár. Lífskjör almenn-
ings í Nígeríu eru litlu eða engu
skárri nú en þau voru 1960:
mestur hluti olíugróðans er rok-
inn út í veður og vind (og þá ekki
sízt inn á erlenda bankareikn-
inga einræðisherranna og einka-
vina þeirra). Bandaríkin eru
eina óskoraða lýðræðisríkið á
listanum.
Olíulindir Sáda eru sýnu
mestar. Þær eru nú metnar á 263
milljarða tunna og taldar munu
endast í 73 ár enn. Olíuauður
næstu fjögurra landa á listanum,
með Íran og Írak fremst í flokki,
er mun meiri í heild en Sáda, og
hann er talinn munu endast
þeim í meira en hundrað ár.
Írakar eru hálfdrættingar á við
Sáda, og má af því ráða mikil-
vægi beggja landa í augum
Bandaríkjastjórnar. Olíulindir
Bandaríkjanna eru á hinn bóg-
inn ekki nema einn tíundi af
olíulindum Sáda og fimmtungur
af olíulindum Íraka, og þær eru
nú ekki taldar munu endast
nema í ellefu ár í viðbót. (Þessar
tölur eru allar sóttar til olíuris-
ans British Petroleum.)
Endingartölur um olíu hneigj-
ast að vísu til að standa í stað
gegnum tímann, því að menn
eru alltaf að bora nýjar holur og
finna nýjar lindir í stað annarra,
sem tæmast, en ýmislegt er þó
talið benda til þess nú, að áætl-
aður endingartími olíulinda
Bandaríkjanna og annarra landa
muni styttast enn á næstu árum,
enda þótt nýjar lindir kunni að
finnast t.d. í iðrum Alaska.
Þessar tölur ýta undir þrálát-
ar grunsemdir um það, að höfuð-
tilgangur Bandaríkjastjórnar
með stríðinu í Írak sé að tryggja
Bandaríkjunum áfram aðgang
að ódýrri olíu þar eystra. Ef
Bush forseti stefndi að því að
draga úr olíunotkun heima fyrir,
væri e.t.v. minni ástæða til tor-
tryggni. En Bush hefur engin
áform um slíkt. John Kerry,
frambjóðandi demókrata, hefur
hins vegar kynnt áætlun um að
leysa Bandaríkin undan þörfinni
fyrir innflutta olíu innan tíu ára,
svo að hægt sé að stokka spilin í
Austurlöndum nær upp á nýtt.
Forsetinn og varaforsetinn
koma báðir úr innsta hring olíu-
geirans. Þeir lifa og hrærast í
heimi olíuframleiðenda.
,,Ég kalla olíu úrgang and-
skotans“, sagði Pérez Alfonso,
einn af stofnendum Samtaka
olíuútflutningslanda (OPEC),
strax árið 1975. ,,Hún er plága.
Sjáið vitfirringuna: spillingu,
bruðl, almannaþjónustu í upp-
lausn. Og skuldir – skuldir, sem
við þurfum að burðast með um
mörg ókomin ár.“ Bandaríkja-
menn og Norðmenn hafa komizt
hjá slíkum hörmungum. Gömul
lýðræðisskipan beggja landa
girti fyrir innanlandsátök um
gullið svarta. Svo lengi sem olíu-
lindirnar endast og olíurentan
heldur áfram að streyma inn á
reikninga valdahafanna, munu
friður og lýðræði eiga undir
högg að sækja í Arabalöndum og
öðrum olíulöndum. ■
U mræða um fjárlagafrumvarpið hefur verið beinskeytt-ari í ár en oft áður. Gagnrýnisraddir hafa verið hávær-ari og heimavinna stjórnarandstöðunnar betri en áður
hefur sést. Sérstaklega ber á því að Samfylkiningin var í ár til-
búin með gagnrýna afstöðu til frumvarpsins um leið og það
var lagt fram.
Geir Haarde hefur verið farsæll í embætti og ekki staðið
um hann mikill styr. Sama gilti um fyrirrennara hans, Friðrik
Sophusson. Fjármálaráðherrar á undan þeim voru afar um-
deildir í embætti. Má þar nefna Ólaf Ragnar Grímsson og Jón
Baldvin Hannibalsson. Hluti skýringarinnar kann að liggja í
eiginleikum viðkomandi persóna. Skýringa kann einnig að
vera að leita í erfiðara efnahagsumhverfi og markvissari
stjórnarandstöðu.
Geir hefur að mestu setið á friðarstóli í fjármálaráðuneyt-
inu. Þar til nú. Viðbrögð Geirs við gagnrýni á fjárlögin eru um
margt merkileg og bera vott um að hann hafi fengið full mik-
inn frið. Hann beinir sjónum fyrst og fremst að því sem hann
kallar villandi og óábyrga umfjöllun fjölmiðla og stjórnarand-
stöðu um frumvarpið. Undanskilinn hefur væntanlega verið
leiðari Morgunblaðsins sem taldi fjárlögin bera vott stöðug-
leika og traustrar fjármálastjórnar. Sú ábyrga afstaða er
reyndar þvert á áhyggjur Seðlabankans og helstu hagspekinga
þjóðarinnar.
Hvað sem deilum um ríkisreikning og samanburð hans við
fjárlög líður, þá stendur eftir að samneyslan hefur vaxið hrað-
ar en landsframleiðslan undanfarin ár. Það þýðir að hið opin-
bera tekur til sín stærri og stærri sneið af þjóðarkökunni.
Þessa þróun verður að stöðva. Það er ekki gert í áætlun ríkis-
stjórnarinnar, sem gerir ráð fyrir allt að tveggja prósenta
vexti samneyslunnar næstu ár.
Fjármálaráðuneytið gerir sjálft ráð fyrir að slaki efnahags-
lífsins verði horfinn á næsta ári. Þá tekur við spenna sem
krefst mikils aðhalds í ríkisrekstrinum. Seðlabankinn mun
þurfa að hækka vexti meira en ella til þess að mæta þessari
spennu. Vandinn er raunverulegur og fjármálaráðherra getur
ekki vikið sér undan gagnrýni með því að gefa í skyn að
gagnrýnendur beiti villandi samanburði eða misskilji stöðu
mála.
Fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir ásamt reynslu
fyrri ára eykur líkur á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti
fljótlega. Háir stýrivextir sem afleiðing af slakri stjórn ríkis-
fjármála eru vond tíðindi til lengri tíma litið. Slík staða efna-
hagsmála dregur úr mætti fyrirtækja og skaðar efnahagslífið
stórlega. Afleiðingin er gengisfall krónunnar þegar spennan
fer úr hagkerfinu og mikil verðbólga í kjölfarið.
Það er slæmt að stjórnmálamenn hafi ekki kjark til að beita
ríkisfjármálunum við hagstjórn. Við þær kringumstæður má
velta því fyrir sér hvort ekki væri meiri agi í ríkisrekstrinum
ef evra væri gjaldmiðill Íslendinga. Þá væri í það minnsta
ekki hægt að leita skjóls í litlum gjaldmiðli og Seðlabanka þeg-
ar ekki er tekist á við raunveruleikann. ■
7. október 2004 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Gagnrýni á ríkisfjármálin er ekki byggð á villandi
samanburði.
Meira aðhald
í ríkisrekstri
Olíulindir og stjórnmál
ORÐRÉTT
Íslandsmeistari
Reyndar er ég Íslandsmeistari í
að hætta að reykja. Ég hef reykt
í 30 ár af seinustu 45 árum en
hef verið hættur í 15 ár.
Einar Oddur Kristjánsson þingmaður
DV 6. oktbóber
Sérgáfur forsetans
Davíð er skáld og getur talað
blaðlaust. Halldór er ekki skáld
og verður því að notast við ræð-
ur sem aðrir skrifa. Þarna er
mikill munur á og í raun á þjóð-
in kröfu á að leiðtogi hennar sé
skáld og geti talað blaðlaust og
af viti þegar minnst varir. Eini
stjórnmálamaðurinn sem það
getur án þess að vera skáld er
Ólafur Ragnar Grímsson. En það
er sérgáfa hans og hvorki öðrum
ætluð né gefin.
Svarthöfði
DV 6. október
(Ó)vinur er sá er til vamms segir
Kristinn hefur meira að segja
gengið svo langt að segja sjálfur
í viðtölum að þingmenn séu bara
lyddur og druslur sem hafi ekki
sjálfstæðan vilja. Þannig talar
hann um félaga sína.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Fréttablaðið 6. oktbóber
Beygðir sjallar
Það hefur tekist að beygja sjálf-
stæðismenn sem voru á móti
sölubanninu á sínum tíma og ég
er mjög ánægð með það.
Siv Friðleifsdóttir
Fréttablaðið 6. október
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
OLÍUGNÆGÐ OG
AFLEIÐINGAR HENNAR
ÞORVALDUR
GYLFASON
Olíugnægðin kallar á
einræði eða fáræði,
og olíuleysingjarnir í eyði-
mörkinni virðast hafa smit-
azt af nágrönnum sínum.
,,
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
dsc_0044.jpg