Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 16
Almennt er viðurkennt að heimil- isofbeldi sé til staðar hér á landi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram á orsökum, umfangi og afleiðingum heimilisofbeldis. Mismunandi áherslur eru hins vegar uppi um hvaða leiðir eigi að fara til þess að taka á vandamál- inu. Kjarni málsins er í raun hvort og hvernig gera eigi greinarmun á heimilisofbeldi og öðru ofbeldi. Átölur eftirlitsaðila Eftirlitsnefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna, sem kom hingað til lands nýlega í þeim tilgangi að kanna hvernig alþjóðlegum mann- réttindaskuldbindingum Íslands er fylgt eftir, lýsti yfir furðu sinni á því hversu væg refsing er lögð við ofbeldisbrotum gagnvart kon- um og lagði til að breytingar verði gerðar á refsilögum. Í Fréttablaðinu í gær er rætt við Brynhildi G. Flóvenz, aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands, um gagnrýni nefndarinnar og sagði Brynhildur að sárlega skorti ákvæði í íslensk refsilög sem legði skýra refsiábyrgð við heim- ilisofbeldi. „Þetta er sérstök teg- und ofbeldis sem líkist ekki neinu öðru ofbeldi og þess vegna ná hefðbundin líkamsmeiðingar- ákvæði ekki yfir það. Það þarf að lögfesta ákvæði sem nær yfir alla þá þætti sem einkenna heimilis- ofbeldi og skýra refsiábyrgðina,“ sagði Brynhildur. Ákveðið ferli fyrir heimilis- ofbeldi „Við höfum líka lagt áherslu á að það sé ekki nóg að breyta lögun- um heldur þurfi að koma til félagsleg úrræði líka. Við höfum bent á að það verði að vera að- gerðaáætlun sem fer í gang þegar heimilisofbeldi á sér stað. Eins og staðan er í dag er sú hætta fyrir hendi að þessar konur villist í kerfinu,“ segir Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfs. Hún vekur at- hygli á því að mjög fáar konur sem orðið hafa fyrir heimilis- ofbeldi leggi fram kæru. „Vanda- málið er að samfélagið virðist ekki líta á heimilisofbeldi sem al- varlegan glæp. Það virðist vera þannig í vitund fólks að ofbeldi innan veggja heimilisins er álitið síður alvarlegt en það sem á sér stað á götum úti. Skilaboðin þurfa að vera alveg skýr um að slík hátt- semi verði ekki liðin,“ segir Drífa. Í Fréttablaðinu í gær sagði Brynhildur G. Flóvenz, aðjúnkt við Háskóla Íslands, að endurskoða þyrfti hvernig staðið er að rann- sókn þessara brota sem og ákæru- reglurnar. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni í Reykjavík, segir að af- skipti lögreglu af heimilisofbeldi fari eftir eðli verknaðarins í hverju tilviki fyrir sig. „Rannsókn þessara mála getur verið mjög erf- ið. Ástæðurnar fyrir því eru eink- um þær að undantekning er að vitni sé að meintum brotum og mjög algengt er að sá sem brotið er gegn vilji ekki leggja fram kæru,“ segir Karl Steinar. Ríkari réttur til ofbeldis? Að sögn Karls Steinars gerist það oft að brotamaðurinn er fjarlægð- ur af heimili sínu þegar tilkynnt er um ofbeldi en slíkt sé metið í hverju tilviki. „Valdheimildum lögreglu eru takmörk sett og okk- ur er skylt að beita þeim varlega,“ segir Karl Steinar. Aðspurður um hvort menn hafi þannig ríkari rétt til að beita ofbeldi ef það er gert innan veggja heimilisins, segir Karl Steinar að friðhelgi einka- lífsins verndi brotamanninn upp að ákveðnu marki. „Viðbrögð okkar eru þó ekki mildari á neinn hátt,“ segir hann. Varðandi það hvort æskilegt væri að ákveðið ferli færi af stað þegar heimilisofbeldi ætti sér stað sem leiddi jafnvel til nálgun- arbanns eða ákæru af hálfu lög- reglu, sagði Karl Steinar að menn yrðu að fara varlega í þeim efn- um. „Við verðum að hafa það að leiðarljósi að stíga engin þau skref sem gætu orðið til þess að letja einstaklinga til að kalla eftir aðstoð,“ sagði Karl Steinar. Hann benti á að ef brotamaðurinn yrði fjarlægður og jafnvel ákærður þvert gegn vilja þess sem misgert hefði verið við, kynni það að letja þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar. „Þó svo að mál hafi ekki alltaf framgang, þá eru þau í öllu falli komin inn á borð til lög- reglu,“ sagði Karl Steinar. Umfangsmiklar rannsóknir Á vegum dómsmálaráðuneytisins hefur farið fram umfangsmikið starf til að kanna tilvist heimilis- ofbeldis í samfélaginu. Árið 1996 kom út skýrsla um orsakir, um- fang og afleiðingar heimilis- ofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Í þeirri skýrslu kemur fram að ýmislegt bendi til að litið sé öðrum augum á ofbeldi sem á sér stað utan veggja heimilis en ofbeldi innan heimilis og að rannsóknir hafi sýnt að ofbeldi innan fjöl- skyldna er margfalt algengara en ofbeldi gegn ókunnugum. Ofbeldi á opinberum stað er fremur skil- greint sem líkamsárás eða líkams- meiðing en sama athæfi innan veggja heimilisins sé þá fremur talið einkamál eða heimiliserjur. Síðan þessi skýrsla kom út hafa verið gerðar þrjár rannsóknir á heimilisofbeldi á vegum dóms- málaráðuneytisins; ein um for- varnir og meðferðarúrræði og hinar tvær um meðferð heimilis- ofbeldis hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Hver verða næstu skref? Í þessum skýrslum er sérstaða heimilisofbeldis undirstrikuð og þar eru lagðar til gagngerar breytingar á lögum í þeim tilgangi að styrkja stöðu þeirra sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi. Nú þegar nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur átalið íslensk stjórnvöld fyrir vægar refsingar fyrir ofbeldisbrot gagnvart kon- um er þess hugsanlega að vænta að breytingar verði gerðar á lög- um í þeim tilgangi að koma til móts við þessa gagnrýni. Grunn- urinn er til staðar. ■ 16 7. október 2004 FIMMTUDAGUR KVEIKT Í FORSETANUM Gloriu Arroyo forseta var kennt um slælegt efnahagsástand á Filippseyjum þegar efnt var til mótmæla fyrir framan Malacanang- höll í Manila, höfuðborg landsins. Mót- mælendur kveiktu í mynd af forsetanum. Verðkönnun á 95 oktana í sjálfsafgreiðslu: Bensínið lægst í Hveragerði BENSÍNVERÐ Lægsta bensínverð á landinu var í gær hjá Orkunni í Hveragerði. Þar kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 103,60 kr. Í könnun sem Fréttablaðið gerði var einungis miðað við lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsaf- greiðslu, án tillits til annarra af- sláttarþátta. Hjá Orkunni var lægsta bensín- verð á höfuðborgarsvæðinu, kr. 103,80 á stöðinni við Klettagarða. Atlantsolía var með 103,90 krónur á báðum sínum bensín- stöðvum í Hafnarfirði. Á Essóstöðvunum var lítra- verðið lægst á höfuðborgarsvæð- inu í Skógarseli og Stórahjalla, 106,80 krónur, en algengasta verð 109,10. Á express-stöðvunum kostaði lítrinn 103,90 og sama verð var í Ego. Hjá Olís var lítrinn lægstur á 106,80 krónur, meðal annars á Klöpp, í Mjódd, í Hafnarfirði og Kópavogi. Hjá ÓB var lægsta verð í Fjarðarkaupum 103,80. Hjá Shell var verðið lægst í Hveragerði 105,70 en lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu var 106,80 á Breiðholtsstöðinni. Þjónustuverð var 113,50 krón- ur á lítrann á þeim stöðvum þar sem menn geta látið dæla á fyrir sig. Eins og sjá má af fréttinni hér til hliðar er engin sérstök ástæða til að ætla að bensínverð fari lækkandi á næstunni. ■ Ofbeldi í skjóli heimilis Nefnd Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir vægar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart konum á Íslandi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á heimilisofbeldi hér á landi. Tillögur til að styrkja stöðu þolenda hafa legið fyrir í nokkur ár en þeim hefur ekki verið hrint í framkvæmd. Olíumálaráðherra: Nóg olía JAPAN, AP „Það er enginn skortur, ekkert skelfingarástand í fram- boði á olíu,“ sagði Abdullah bin Hamad al-Attiyah, olíumálaráð- herra Katar, og kenndi spákaup- mönnum um mikla hækkun á verði olíu síðustu misseri. Olíuverð í New York var í sögu- legu hámarki í gær, þá seldist fat- an á 51,48 dollara, andvirði tæpra 3.700 króna. Þessu valda áhyggjur kaup- manna af hryðjuverkum í Mið- Austurlöndum og áföllum vegna náttúruhamfara í Mexíkóflóa. Al-Attiyah hét þó að ríkin innan OPEC-samtakanna myndu reyna að auka framboð á olíu sem ætti að lækka verð. ■ LÆGSTA VERÐ Á LANDSVÍSU - lítri af 95 oktana í sjálfsafgreiðslu Orkan 103,60 ÓB 103,80 Atlantsolía 103,90 Express 103,90 Ego 103,90 Shell 105,70 Olís 106,80 Esso 106,80 Verð kl. 13.00 06.10.2004 LYKTARVÆNT? Umhverfisráðherra notaði lyktarskynið til að kynna sér nýja vistvæna eldsneytið. Nýjung á markaði: Vistvænt eldsneyti ELDSNEYTI Sigríði Önnu Þórðardótt- ur umhverfisráðherra var í gær afhent flaska af nýju eldsneyti, biodísil, sem Olíufélagið Esso hef- ur sett á markað. Biodísil þykir umhverfisvænt eldsneyti í bók- staflegum skilningi en það á til dæmis að draga úr koltvísýringi og rykmengun í útblæstri bíla. Fyrst um sinn mun nýja elds- neytið einungis standa fyrirtækj- um og verktökum til boða til notk- unar á flutningabíla og vélar. ■ Lögreglan: Tíu innbrot í Reykjavík LÖGREGLA Tilkynnt hafði verið um tíu innbrot í Reykjavík frá klukk- an sjö í gærmorgun til klukkan þrjú í gærdag. Brotist var inn í sjö bíla og inn á tvö heimili og á kvennadeild Landspítalans. Gluggi var brotinn á kvenna- deild Landspítalans og farið inn á skrifstofur tveggja lækna. Búið var að róta til á skrifstofunum og var talið að lyfseðlablokk hefði verið stolið. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R DAGUR B. EGGERTSSON Hefurr rætt umdeildar hugmyndir um sam- einingu íþrótta- og menningarmála. Íþróttahreyfingin: Formenn mótmæla SVEITARSTJÓRNARMÁL Forystumenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík hafa mótmælt hug- myndum um sameiningu íþrótta- mála og menningarmála í stjórn- sýslu borgarinnar. Málið verður tekið fyrir í borgarráði í dag. Þeir telja að núverandi fyrirkomulag hafi reynst vel og óttast að breyt- ingar kunni að bitna á íþrótta- félögunum. Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar borgarinnar, hefur sagt að endan- legar tillögur um málið liggi fyrir síðar í þessum mánuði. ■ Með áverka við komu í athvarf Brot kært til lögreglu 2001 2002 2003 12% 13% 16% 7%7% 5% AUSTURRÍSKA MÓDELIÐ Fyrir sjö árum voru sett lög í Austurríki um vernd gegn heimilisofbeldi. Hin nýju lög fólu í sér þá meginbreytingu að þegar tilkynnt var um ofbeldi á heimili fékk lögreglan heimild til að vísa ofbeldismanni burt af heimili. Þeir sem vilja gera breytingar á ís- lenskri löggjöf til að taka betur á heimilisofbeldi benda gjarnan á austurrísku lögin sem fyrirmynd. Samkvæmt austurrísku lögunum geta yfirvöld vísað meintum brotamanni af heimili meints fórnarlambs og úr nánasta nágrenni, ef líkur eru á að alvarleg atlaga verði gerð að lífi, heilsu eða frelsi manneskju, sérstaklega í ljósi sögu um fyrri atlögur, Lögin vernda alla einstaklinga á heimilum sínum, hvort sem skyldleiki er með meint- um brotaþola og brotamanni eða ekki. Brottvísunin og bannið við að snúa aftur eru virk í 7 daga frá brottvísun.Yfirvöld geta ekki aflétt nálgunarbanni eftir ósk meints brotaþola, nema sýnt hafi verið fram á að skilyrðin sem leiddu til brottvísunarinnar séu ekki lengur til staðar. Brottvísun lögreglunnar eða bann við að snúa aftur getur varað í allt að 10 daga. Ef fórnarlambið, sem hefur þurft að þola hótun um ofbeldi, óskar eftir að bannið vari lengur verður það að snúa sér til dómstólanna innan þess tíma og krefjast úrskurðar um tímabundið bann. LEIÐIR TIL ÚRBÓTA Tillögur í skýrslum dómsmálaráðu- neytisins til að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis: - þolendur heimilisofbeldis fái skipaða löglærða talsmenn - ákærureglum verði breytt á þann veg að létt sé af þolendum heimilisofbeldis að skera úr um hvort kæra skuli eða ekki - felld verði úr gildi heimild til að falla frá saksókn ef brot telst smávægilegt - endurskoðuð verði heimild til að fella niður refsingu vegna kynferðisbrots ef brotaþoli og hinn brotlegi hafi gengið í eða haldið áfram hjónabandi eða óvígðri sambúð eftir að brot átti sér stað - ákvæði um nálgunarbann verði lögfest - ákvæði um vitnavernd verði lögfest HEIMILISOFBELDI Sextán prósent þeirra kvenna sem komu í Kvennaathvarfið í fyrra voru með áverka af völdum ofbeldis. Myndin er sviðsett. BORGAR ÞÓR EINARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING HEIMILISOFBELDI ÁVERKAR OG KÆRUR Heimild: Ársskýrsla Kvennaathvarfs 2003 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.