Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 21
Fjársöfnun fyrir barna- og unglingageðdeild
Undanfarin misseri hefur umræða
um ónóga þjónustu fyrir börn og
unglinga með geðraskanir verið
áberandi. Sveitarfélögum ber að
veita grunnþjónustu vegna geð- og
þroskaraskana innan heilsugæslu,
skólasálfræðiþjónustu og félags-
þjónustu en ljóst er að víða er þjón-
ustu þeirra ábótavant ekki ein-
göngu vegna skorts á fjármunum
heldur líka vegna vöntunar á fag-
legu baklandi. Sjálfstætt starfandi
fagfólk á ýmsum sviðum veitir
þjónustu sem foreldrar greiða
fyrir eða sveitarfélög eða ríkið
kaupir í gegnum Tryggingastofnun
hvað varðar lækna, hjúkrunar-
fræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfa.
Loks rekur svo ríkið sérhæfðar
deildir og stofnanir á þessu sviði.
Burðarásinn í geðheilbrigðis-
þjónustu fyrir börn og unglinga
hvað varðar greiningar og með-
ferðarúrræði, rannsóknir, hand-
leiðslu og kennslu hefur verið hjá
Barna- og unglingageðdeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss,
BUGL. Bráðamálum og tilvísun-
um á göngudeild BUGL hefur
fjölgað verulega undanfarin ár
sem og innlögnum á legudeildir.
Nú er svo komið að LSH og heil-
brigðisráðuneytið hafa sammælst
um löngu tímabæra stækkun
BUGL. Ýmsar útfærslur hafa verið
lagðar fram sem enn eru til skoðun-
ar hjá skipulagsyfirvöldum Reykja-
víkurborgar. Fyrirliggjandi áætlun
heilbrigðisyfirvalda gerir ráð fyrir
um 1.400 fm stækkun sem er allt að
tvöföldun á núverandi húsnæði.
Með stækkuninni verður hægt að
bjóða upp á sérhæfða og rýmri að-
stöðu til greiningar og meðferðar.
Grundvallaratriði er að tryggja
börnum og unglingum með geðrask-
anir nauðsynlegan stuðning innan
fjölskyldu og skóla sérstaklega, en
margvísleg meðferð fer fram á
BUGL. Má þar nefna viðtöl við
barnið/unglinginn, foreldra eða fjöl-
skylduna alla, ýmiss konar þjálfun
barns/unglings eða foreldra, stund-
um í hópum, listmeðferð, atferlis-
mótandi meðferð á dag- og legu-
deildum auk lyfjameðferðar þegar
hún á við. Með áætlaðri nýbyggingu
mun aðgengi batna, biðaðstaða
göngudeildar verða mannsæmandi
og nauðsynlegt rými fást til með-
ferðar í göngu-, dag- og legudeild-
um.
Ýmsir velunnarar BUGL hafa
komið að uppbyggingarstarfinu en
stærsta framlagið kemur frá kven-
félaginu Hringnum eða 50 milljónir
króna. Auk þess hefur fjöldi fyrir-
tækja, félagasamtaka og einstak-
linga lagt sitt af mörkum. Þá hafa
stjórnvöld gefið fyrirheit um fjár-
mögnun að hluta til. Þó að um 150
milljónir króna séu tryggðar vantar
enn a.m.k. jafn háa upphæð til þess
að hægt sé að hefjast handa og ljúka
framkvæmdum. Kiwanishreyfingin
hefur um árabil lagt lóð sín á vogar-
skálar geðheilbrigðis, t.d. stóð
hreyfingin fyrir því árið 1996 að
BUGL fékk íbúð til afnota fyrir for-
eldra og fjölskyldur af landsbyggð-
inni sem sækja þurfa þjónustu
deildarinnar en sú íbúð hefur nýst
afbragðsvel. Nú ætlar Kiwanis að
bæta enn um betur með landssöfn-
uninni „Lykill að lífi“ 7.-10. október.
Með kaupum á K-lyklinum í ár get-
ur þú lagt þitt af mörkum til vel-
ferðar barna- og unglinga á Íslandi.
Höfundur er yfirlæknir barna- og
unglingageðdeildar LSH, BUGL. ■
21FIMMTUDAGUR 7. október 2004
Ranglæti í fortíð og nútíð
Í hæstarétti sitja níu dómarar og þar af
eru tvær konur. Vefþjóðviljinn tekur ekki
undir með Guðmundi [Magnússyni í
grein í Fréttablaðinu] að skipa eigi konu
vegna þess að karlar voru oftar skipaðir
fyrr á árum eða séu fleiri nú í réttinum.
Það er ekki sanngjarnt gagnvart um-
sækjendum að fortíðin, sem þeir eiga
enga aðild að, sé notuð þannig gegn
þeim. Fortíðin verður ekki leiðrétt með
ranglæti í nútíð.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
Manneldisráð samsæri komm-
únista
Ákveðinn hluti þeirra sem að ríkisstjórn-
inni standa virðist t.d. trúa því að Mann-
eldisráð sé í reynd afraksturinn af sam-
særi kommúnista um að klekkja á Vífil-
felli og sólunda sem mestu skattfé í
leiðinni. Ekki þarf annað en að hvísla
orðið „neyslustýring“ á tilteknum sam-
komum til að fundarmenn byrji að flá
tennurnar. Önnur fylking meðal stuðn-
ingsmanna stjórnarinnar – en hún fer
reyndar ört minnkandi – tekur það
gjarnan sem bæði persónulega og póli-
tíska árás ef hallað er orði á feitt kjöt.
Þar fyrir utan, og í alvöru talað, er ekki
laust við að næringarfræðin þurfi að
endurheimta trúverðugleika sinn eftir
æði sveiflukenndar ráðleggingar undan-
farna áratugi. Á köflum hefur bjargvætt-
ur dagsins verið bráðdrepandi að
morgni.
Stefán Heiðarsson á murinn.is
Misnotkun á aðstöðu
Sá sem gegnir embætti eins og emb-
ætti forseta Alþingis er, verður vita-
skuld að bera virðingu fyrir sjálfum sér
og embættinu sem honum er trúað
fyrir. Hann á ekki að misnota aðstöðu
sína til að fara í pólitískan bófahasar.
Þá verður hann a.m.k. að víkja úr for-
setastóli á meðan. Ég er t.d. viss um að
sjálfstæðismenn í borgarstjórn myndu
ekki una því að ég sem forseti borgar-
stjórnar myndi nota forsetastólinn þar
til að ráðast að ríkisstjórn sjálfstæðis-
manna í einhverju tilteknu máli. Enda
myndi ég aldrei gera það. Ætli menn
sem gegna slíkum trúnaðarstörfum að
fara í pólitískan slag, verður að gera
það á þeim vettvangi þar sem slíkt á
við, og þar sem hin pólitíska umræða
getur farið fram.
Árni Þór Sigurðsson á vg.is/postur
Taktlaus forseti Alþingis
Forseti Alþingis er taktlaus maður.
Hvort sem við kennum um skorti á til-
finningu fyrir hinni hátíðlegu stund
sem setning Alþingis er eða við skell-
um skuldinni á frekju og yfirgangssemi
þá fór hann yfir strikið í setningarræðu
sinni. Það er svo sem erfitt að tjónka
við fullorðinn mann og skamma hann
fyrir taktleysi sitt en fólk gerir sér sem
betur fer grein fyrir hvenær nóg er
komið. Þeir alþingismenn sem gengu
út á meðan á ræðunni stóð og sýndu
með því vanþóknun sína á dómgreind-
arleysi forseta Alþingis fengu sig full-
sadda af dónaskapnum og beittu þeirri
aðferð sem þeir höfðu úr að spila til að
siða hæstvirtan forseta. Þetta var
smekklega gert. Ekki með látum og
veseni heldur táknræn athöfn sem bar
virðingu fyrir tilefninu en það er hrein-
lega ekki hægt að sitja undir öllu.
Elín Birna Skarphéðinsdóttir á poli-
tik.is
AF NETINU
20% afsláttur
www.utilif.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
60
90
10
/2
00
4
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
575 5100
Meindl
gönguskór
Dæmi: Meindl Island
Heil tunga og sérlega vandaður frágangur.
Frábærlega léttir! Þyngd: 830 g (stærð 42).
Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex.
Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun.
Mjög góður stuðningur við ökkla.
Fáanlegir í herra- og dömustærðum.
Sérfræðingar í öllum verslunum okkar
leiðbeina um val á gönguskóm.
af öllum gerðum í 3 daga
Verð 18.390 kr.
Verð áður 22.990 kr.
ÓLAFUR Ó. GUÐMUNDSSON
LÆKNIR
UMRÆÐAN
LANDSSÖFNUN
KIWANIS