Fréttablaðið - 07.10.2004, Blaðsíða 40
28 7. október 2004 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
4 5 6 7 8 9 10
Fimmtudagur
OKTÓBER
HANDBOLTI Hinn sigursæli hand-
boltaþjálfari Viggó Sigurðsson
verður ráðinn landsliðsþjálfari í
handbolta í dag fari svo að hann
nái samkomulagi við stjórn Hand-
knattleikssambands Íslands. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
Fréttablaðsins er Viggó fyrsti val-
kostur stjórnar HSÍ í starfið en
valið stóð á milli Viggós og Geirs
Sveinssonar. HSÍ ræddi við Viggó
á mánudag og Geir á þriðjudag og
eftir þá fundi var ákveðið að
ganga til viðræðna við Viggó Sig-
urðsson, að því er heimildir
Fréttablaðsins herma.
Guðmundur Ingvarsson, for-
maður HSÍ, vildi ekki staðfesta
þessar fréttir í samtali við
Fréttablaðið í gær en
sagðist þó vera
bjartsýnn á að
málið kláraðist í
dag.
„Það eru
talsverðar líkur
á því að við
klárum málið
fyrir helgi,“
sagði Guð-
mundur en
hann sagði í
samtali við
Fréttablaðið á
þriðjudag að
vart yrði geng-
ið frá ráðningu
landsliðsþjálfara
fyrr en eftir helg-
ina. „Við munum
ræða við viðkom-
andi aðila í kvöld
[gærkvöld] og loka-
hnykkurinn verður þá
væntanlega í fyrra-
málið [í dag] ef allt
gengur að óskum.“
Þegar Fréttablaðið heyrði í
Viggó Sigurðssyni seinni partinn í
gær hafði hann ekki enn heyrt frá
forráðamönnum HSÍ. Hann sagð-
ist aðspurður ekki hafa miklar
áhyggjur af því að hann næði ekki
saman við stjórn HSÍ færi svo að
hún vildi setjast að samninga-
borðinu með honum.
Ekki liggur fyrir hver aðstoð-
armaður Viggós yrði með liðið en
samkvæmt heimildum blaðsins
var sú hugmynd viðruð við Geir
Sveinsson að hann aðstoðaði
Viggó með liðið. Hann ku ekki
hafa verið spenntur fyrir þeirri
tilhögun mála.
henry@frettabladid.is
Viggó fyrsti valkostur
Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, ræður væntanlega nýjan landsliðsþjálfara í hand-
bolta í dag. Viggó Sigurðsson verður þjálfari nái hann samkomulagi við HSÍ.■ ■ LEIKIR
19.15 Fjölnir og Haukar mætast á
Keflavíkurvelli í íþróttamiðstöðinni
í Grafarvogi í Intersportdeild karla
í körfubolta.
19.15 Skallagrímur og ÍR mætast í
Borgarnesi í Intersportdeild karla í
körfubolta.
19.15 Njarðvík og KFÍ mætast í
Njarðvík í Intersportdeild karla í
körfubolta.
19.15 Hamar/Selfoss og KR
mætast í Iðu í Intersportdeild
karla í körfubolta.
19.15 Tindastóll og Keflavík
mætast á Sauðarkróki í
Intersportdeild karla í körfubolta.
19.15 Haukar og ÍS mætast á
Ásvöllum í 1. deild kvenna í kör-
fubolta.
■ ■ SJÓNVARP
16.45 Handboltakvöld á Rúv.
Endursýning.
17.30 Þrumuskot á Skjá einum.
18.15 Olíssport á Sýn.
Endursýning.
20.00 Kraftasport á Sýn. Sýnt frá
Hálandaleikunum.
22.00 Olíssport á Sýn. Bein
útsending.
23.15 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Endursýndur þáttur.
Nýjar reglur FIFA
Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur til
skoðunar að setja nýjar reglur sem kveða
á um að knattspyrnumenn og dómarar fái
minnst tæplega fjög-
urra vikna frí milli þess
sem þeir taka þátt í
deildarkeppni og
keppa á stórmótum
eins og EM eða HM.
Hafa þeir áhyggjur af
þeim aukna fjölda
knattspyrnumanna
sem kjósa að draga sig
í hlé frá landsliðum
sínum vegna þreytu en á stundum líður
aðeins rúmlega vika frá því langri deildar-
keppni lýkur á Spáni eða Ítalíu þangað til
landslið hefja leik.
HM í sundi hefst
Yfir 600 af helstu sundmönnum heims eru
samankomnir í Indiana í Bandaríkjunum
en þar fer fram heimsmeistarakeppni í
sundi í 25
metra laug.
Íslendingar
eiga þar tvo
fulltrúa, Hjört
Má Reynis-
son og Ragn-
heiði Ragn-
arsdóttur, en skærasta stjarna mótsins er
án efa Bandaríkjamaðurinn Michael
Phelps. Vegna þess hve stutt laugin er velt-
ur árangur sundmanna mikið til á við-
bragði bakka á milli en minna á sundinu
sjálfu eins og raunin er oftast.
Drykkja heillar Dýrlingana
Frakkinn Fabrice Fernandes hjá Sout-
hampton slapp við fangelsisdóm eftir að
hafa verið fund-
inn sekur um að
hafa ekið undir
áhrifum í London
fyrir nokkru. Fékk
hann væna sekt
upp á 1.2 millj-
ónir auk þess
sem kappinn þarf
að vinna samfé-
lagsvinnu í hund-
rað klukkustundir. Sóknarmaður Sout-
hampton, James Beattie, hlaut sams konar
dóm fyrir sama brot fyrir tæpum tveimur
árum.
Lokahringur Panis
Annar Frakki, Formúlu 1 ökumaðurinn Oli-
ver Panis, mun keppa í síðasta sinn þegar
keppt verður í Japan um helgina. Hefur
Panis ekið fyrir Toyota um skeið en var
áður á mála hjá Prost og BAR liðunum.
Hann hefur aðeins einu sinni á löngum
ferli sínum náð sigri í Formúlu.
Gljáinn af Silverstone
Sú ákvörðun stjórnar Formúlu 1 að keppa
ekki á Silverstone brautinni á næsta ári
hefur vakið hörð viðbrögð í Bretlandi sem
talin er vera
vagga sportsins af
mörgum. Þar var
haldin fyrsta
keppnin í For-
múlu árið 1950
og hefur verið
keppt á brautinni síðan þá. Orsökin er að
ekki náðist samkomulag við eigendur
brautarinnar um auglýsingar og kynningu í
framtíðinni.
Els í makindum
Ernie Els sem kominn er í annað sæti
heimslistans í golfi í fyrsta sinn í langan
tíma segist ekki velta miklum tíma í að
spá í helsta keppinaut sinn, Vijay Singh frá
Fidji-eyjum, sem er efstur á þessum sama
lista. Það sé ekki sérstakt keppikefli að
ryðja Vijay úr því sæti en hann muni áfram
spila eins og hann geri best.
Sitt ítrasta
Stuðningsmenn Manchester United róa nú
öllum árum til að koma í veg fyrir að
Bandaríkjamaðurinn Malcolm Glazer eign-
ist meirihluta í félaginu
og stefna að því að ná
saman 100 þúsund
stuðningsmönnum
sem kaupa sér hlut og
gera þannig yfirtökutil-
boð minna spennandi
fyrir karlinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem
aðdáendur liðsins hefja átak til að koma í
veg fyrir breytt eignarhald.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Micky Adams, stjóri Leicester City, hefur beðið Guðjón Þórðarson um aðstoð :
Guðjón stýrir Leicester
FÓTBOLTI Það var mikils vænst af
enska 1. deildarliðinu Leicester
City fyrir tímabilið og stefnan
var tekin beint aftur upp í úrvals-
deild. Gengið í upphafi tímabils
hefur ekki verið í samræmi við
væntingarnar og breskir spark-
fræðingar telja að það sé farið að
hitna verulega undir stjóranum,
Micky Adams. Ekki minnkaði hit-
inn undir afturenda Adams á
mánudag þegar félagið féll úr
leik í enska bikarnum gegn
Preston á heimavelli. Liðið er
sem stendur í tólfta sæti ensku 1.
deildarinnar - hefur unnið fjóra
leiki, gert fjögur jafntefli og tap-
að fjórum leikjum.
Adams hefur sætt sig við að
hann þarfnast aðstoðar og því
hefur hann hóað í félaga sinn,
Guðjón Þórðarson, og beðið hann
um aðstoð.
„Ég tek eina æfingu fyrir
Mikka vin minn og reyni aðeins
að hressa upp á þetta hjá þeim,“
sagði Guðjón í samtali við Frétta-
blaðið í gær en hann og Adams
eru ágætis félagar og hafa
þekkst frá því að Guðjón kom til
Englands á sínum tíma. Guðjón
mun stýra liði Leicester á æfingu
í dag en Adams ætlar að fylgjast
með úr grasbrekkunni. „Adams
var einn af þeim sem tóku vel á
móti mér er ég kom til landsins
og við erum góðir félagar. Hann
hafði samband við mig fyrir
nokkrum dögum og bað mig um
að taka eina æfingu með liðið og
mér fannst alveg sjálfsagt að
gera honum þann greiða.“
Guðjón segir að ekkert hafi
verið rætt um frekara framhald
á þessu samstarfi. Aftur á móti
bauð Leicester honum að vera í
þjálfarateymi félagsins fyrir
tímabilið en ekkert varð af því.
„Þeir töluðu við mig fyrr í
haust um að koma og vinna fyrir
félagið en þá höfðu þeir áhyggj-
ur af því að ég yrði kominn fljót-
lega í vinnu og þar af leiðandi
myndu þeir missa mig. Mikki
hélt að ég fengi vinnu snemma
og þar af leiðandi færi ég strax
frá þeim þannig að það var
aldrei gert neitt meira úr því. Ég
mun aftur á móti taka þessa æf-
ingu fyrir félaga minn enda telst
það ekkert óeðlilegt hér í landi
að menn aðstoði vini sína og það
þarf svo sem ekkert að þýða
neitt. Það er engu að síður gam-
an af því og sýnir að þeir treysta
manni. Þeir væru ekki að láta
mig fikta í liðinu þeirra ef þeir
hefðu ekki trú á því að ég vissi
hvað ég væri að gera,“ sagði
Guðjón Þórðarson en þess má
geta að sonur hans, Jóhannes
Karl, leikur með félaginu og
skoraði sitt fyrsta mark fyrir
það á mánudag þegar liðið tapaði
fyrir Preston.
henry@frettabladid.is
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Stýrir æfingu
hjá enska 1. deildarliðinu Leicester City í
dag. Segir það vera greiða við vin sinn,
Micky Adams, sem er stjóri Leicester.
NÝI LAND-
SLIÐSÞJÁLFARINN?
Viggó Sigurðsson
verður hugsanlega
ráðinn landsliðsþjál-
fari í handbolta í dag.
Við hrósum...
...Knattspyrnusambandi Evrópu því á þessu ári veitir sambandið viðurkenningu því félagi sem þykir
sýna mesta og besta grasrótarstarfið. Hér á landi veitti KSÍ Ungmennafélaginu Skallagrími í Borgar-
nesi viðurkenninguna fyrir hönd UEFA en Skallagrímur hefur staðið fyrir knattspyrnumóti sérstak-
lega ætlað bæjarfélögum með færri en tvö þúsund íbúa. Smærri félög hafa ekki sömu möguleika
og þau stærri og því er kærkomið fyrir þau að taka þátt í móti þar sem flestir standa jafnfætis.
Hefur ekki áhyggjur að ná ekki saman með Hand-
knattleikssambandinu ef til hans verður leitað
sem næsta landsliðsþjálfara í handknattleik.
Viggó Sigurðsson er boðinn og búinn að taka við landsliðinu í handbolta.
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
HANDBOLTI KARLA
NORÐURRIÐILL:
Haukur–Fram 31–25
Ekki fengust neinar upplýsingar um
markaskorara í leiknum áður en blaðið
fór í prentun.
STAÐAN:
1 Haukar 5 4 0 1 156:134 8
2 Fram 4 3 0 1 119:106 6
3 KA 4 2 0 2 127:133 4
4 HK 3 2 0 1 96:89 4
5 Þór Ak. 4 1 1 2 105:108 3
6 FH 3 0 1 2 81:93 1
7 Afturelding 3 0 0 3 68:89 0
KÖRFUBOLTI KVENNA
1. DEILD KVENNA
UMFN - Keflavík 49 - 81
Stig UMFN: Jaime Wondstra 17, Ingibjörg
Vilbergsdóttir 9, Helga Jónsdóttir 9
Stig Keflavíkur: Reshea Bristol 24, Rannveig
Randversdóttir 13, María Erlingsdóttir 10
Létt verk fyrir stúlkurnar úr Keflavík en
jafnræði var með liðunum framan af
leiknum. Lið Keflavíkur með Wondstra
fremsta í fylkingu náði svo góðu forskoti
um miðjan annan leikhluta og eftir það
varð ekki aftur snúið.
Grindavík - KR 65 - 55
Stig Grindavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 21,
Erna Ragnarsdóttir 13, Sólveig Guð-
mundsdóttir 9
Stig KR: Katie Wolf 15, Georgía Kristían-
sen 11, Gréta Grétarsdóttir 10
Góður endasprett-
ur Grindavíkur
lagði grunninn að
sigrinum en KR
hafði lengi vel for-
ystu og var yfir í
leikhléi 24 -28.
Tóku Grindvíking-
ar sig saman í
andlitinu eftir það
og mörðu góðan
og mikilvægan
sigur á erfiðu liði
á heimavelli.
STAÐAN
1. Keflavík 1 1 0 0 81:49 2
2. Grindavík 1 1 0 0 65:55 2
3. ÍS 0 0 0 0 0:0 0
4. Haukar 0 0 0 0 0:0 0
5.KR 1 0 0 1 55:65 0
6. UMFN 1 0 0 1 49:81 0